Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 52

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 52
 Þjóðmál haust 2014 51 mæli við kennsluefni á ensku í öðrum greinum, t .d . í sögu eða stærðfræði . Enn betra væri ef einstaka námsgreinar væru hreinlega kenndar á ensku . Þetta er þegar gert í sumum skólum, t .d . á hinni alþjóð - legu IB-námsbraut í MH og stöku alþjóð- legum grunn skólum, t .d . Alþjóðaskólan- um í Reykjavík (Reykjavik Internat ional School) . Í þriðja lagi væri æskilegt að fyrirtæki, sem eiga mikið undir alþjóðaviðskiptum, taki upp ensku að hluta sem opinbert vinnumál, t .d . á stærri fundum þar sem umtalsverður hluti starfsmanna er af erlendu bergi brotinn eða í innanhúspósti sem varða fleiri en íslenska starfsmenn eina . Draga þyrfti úr öllum þeim tvíverknaði sem öllum þessum þýðingum fylgir . Til dæmis er álitaefni hvort aðaltungumál heimasíðu fyrirtækis, sem á megnið af starfsemi sinni undir erlendum viðskiptavinum, eigi ekki frekar að vera á ensku en íslensku . Í fjórða lagi ætti að gefa innflytjendum kost á að velja um tungumál, íslensku eða ensku . Þannig ættu þeir að hafa val um að sækja ensku- eða íslenskunámskeið . Börn innflytjenda eiga þá að geta valið um skóla þar sem megnið af námsefninu er kennt á ensku frekar en íslensku . Með tímanum gæti enskan orðið jafn órjúfanlegur hluti af íslensku málsamfélagi og danskan í því færeyska . Og rétt eins og færeyska helst svo til óbreytt og ómenguð þrátt fyrir alla dönskuna, ætti íslenskan að standast ágang enskunnar . Tilfellið er að sé þessum tveimur málum haldið aðskyld um, t .d . enska í vinnunni og íslenska á meðal fjölskyldu og vina, ættu Íslendingar að geta bætt enskufærni sína verulega og jafnvel að því marki að telja mætti ensku til annars máls . Svo má auðvitað alltaf tala ensku á sunnudögum eins og sagt hefur verið að hafi verið gert með dönskuna í sumum kauptúnum hér í gamla daga! Látum svo ummæli Frosta Bergssonar í kjölfar erindis hans á ofannefndu Við- skiptaþingi vera lokaorð þessara hug- leiðinga: „Það þarf sífellt að endurskoða hvaða atriði lögð er áhersla á í skólakerfi . Við þurfum að mínu viti að skerpa sýnina á þá hluti eða verðmæti sem við viljum halda í . Staðreyndin er sú að börnin okkar eru að taka til sín enskuna í gegnum tölvuleiki, sjónvarp og annað efni . Því er spurning hvort við eigum ekki að taka enskuna inn eins snemma og hægt er og kenna hana vel . Annars vegar getum við staðið vörð um það að vera Íslendingar með okkar íslensku menningu, en hins vegar að vera tvítyngd þjóð og tala bæði íslensku og ensku og hvort tveggja málið vel .“ Heimildir Arnbjörnsdóttir, B . & Ingvarsdóttir, H . 2010) . Simultaneous Parallel Code Use: Using English in University Studies in Iceland . Arnbjörnsdóttir, B . & Jónsdóttir, H . (2009) . Notkun ensku í háskólanámi á Íslandi . Bergsson, F . (2001) . Viðtal í Viðskiptablaði Morg un blaðsins . Berman, R . (2010) . Icelandic university stud- ents’ English reading skills . Málfríður, 26 (1), 15–18 . Edgarsson, G . (2013) . Evaluation of English for Academic Proficiency . PhD thesis in progress . Hellekjær, G .O . (2009) . Academic English reading proficiency at the university level: A Norwegian case study . Reading in a Foreign Language, 21 (2), 198–222 . Jóhannsdóttir, Á . (2013) . Future Cosmo poli- tans: 4th grade Students of English in Iceland, University of Iceland . Krashen, Stephen D . Second Language Acquis­ it ion and Second Language Learning . Prentice- Hall International, 1988 . Krashen, Stephen D . (2004) . The Case for Narrow Reading . Language Magazine 3(5): 17–19 . Kristjánsson, Erlendína . (2014) . Persónulegt samtal .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.