Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 82

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 82
 Þjóðmál haust 2014 81 háð gríðarlegri óvissu . Nú er hins vegar tæknileg lausn í sjónmáli, svo að unnt er að slá máli á krógann . Í viðtali við Morgunblaðið 25 . júní 2014 vitn aði Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, til nýlegrar skýrslu, sem al þjóðlega fyrirtækið ABB o .fl . gerði fyrir Landsvirkjun og gaf til kynna, að „verkefnið [væri] tæknilega framkvæmanlegt“ . Skal ekki bera brigður á, að sæstreng, sem unnt er að leggja á milli Íslands og Skotlands, sé nú unnt að framleiða og leggja, en meira áhorfs mál er rekstur strengsins og arðsemi, og er það aðalumfjöllunarefni þessarar greinar . Í téðri Þjóðmála-grein BSS kemur fram, að verkefnið er jafnvel komið með verðmiða frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ) upp á ISK 553 milljarða eða USD 4,9 milljarða á genginu 113 ISK/USD .4 Þar eru innifalin öll mannvirki tengd þessu verkefni, þ .e .a .s . nýjar virkjanir, flutningsmannvirki innan lands, endabúnaður sæstrengsins, fram leiðsla og lögn hans sjálfs . Ef reiknað er með, að sæstrengur ásamt endabúnaði, þ .e .a .s . afriðlum til að breyta rið straumi í jafnstraum,5 og áriðlum til að breyta jafnstraumi í riðstraum,5 kosti um 80% af heildarkostnaði verkefnisins eða USD 4,0 milljarða, þá fæst með núvirðis- reikn ingum,6 að flutningskostnaður7 um þessi mannvirki nemur 140 USD/MWh. Í Morgunblaðinu á Jónsmessunni, 24 . júní 2014, birtist athyglisvert viðtal við dr . Baldur Elíasson, „fyrrverandi yfirmann orku- og umhverfismála hjá sænsk-sviss- neska orkurisanum ABB“, eins og hann er kynntur til sögunnar af blaðamanni Morg­ unblaðsins, Stefáni Gunnari Sveins syni . Dr . Baldur telur, að kostnaðurinn nemi a .m .k . tvöfaldri upphæðinni, sem hér er lögð til grundvallar arðsemisútreikningum verkefnisins: „„Kostnaðurinn yrði svo gífurlegur, að Ísland myndi ekki ráða við hann . Það hefur verið talað um USD 5,0 milljarða í þessu samhengi . Það er að mínu mati allt of lág tala,“ segir Baldur, sem áætlar, að fram- kvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda þá tölu og sennilega meira .“ Hér skal að svo stöddu ekki leggja nánara mat á kostnaðinn, heldur bent á, að til að draga úr skorti á orku á samkeppnishæfu verði í Evrópusambandinu, er á döfinni að leggja 1520 km langan streng á botn Mið- jarðarhafs frá Ísrael um Kýpur og Krít til Grikklands . Mesta dýpi hans verður 2,2 km og flutningsgetan 2000 MW . Þetta verkefni Evrópusambandsins mun veita afar verðmætar tæknilegar og kostnaðarlegar upplýsingar um langa sæstrengi á miklu dýpi . Fyrsta áfanga verkefnisins á að ljúka árið 2017 . Á kostnaðarhlið Íslandsstrengsins er einnig vinnslukostnaður raforku í viðbótar- virkjunum á Íslandi . Ef kostnaðaráætlun HHÍ hér að framan er notuð, þ .e . MUSD 900 fyrir nýjar virkjanir og línur, sem framleitt gætu forgangsorku 4200 GWh/a + 420 GWh (töp), eins og reiknað var með, að færu að jafnaði inn á inntaksmannvirki sæstrengsins Íslandsmegin, rekstrar- og við- Ádöfinni er að leggja 1520 km langan streng á botn Miðjarðarhafs frá Ísrael um Kýpur og Krít til Grikklands . Mesta dýpi hans verður 2,2 km og flutningsgetan 2000 MW . Þetta verkefni Evrópusambandsins mun veita afar verðmætar tæknilegar og kostnaðarlegar upplýsingar um langa sæstrengi á miklu dýpi .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.