Orð og tunga - 01.06.2011, Side 188

Orð og tunga - 01.06.2011, Side 188
178 Orð og tunga bendingar um hvað koma skal gefur hinum aðilanum svigrúm til að bregðast við ágreiningnum og mildar þannig „skellinn". Nja í upp- hafi nýrrar lotu er eitt slíkra orð í norsku en virkni þess er að draga úr vægi andmælanna. Þannig er stuðlað að jafnvægi í samtalinu svo báðir aðilar fái haldið sjálfsvirðingu sinni. Enn og aftur er hér komið að þeim ríkjandi samtalsstíl í norsku sem miðar að samvinnu og sam- stöðu í samtali þannig að allir þátttakendur fái notið sín. Ekki reynd- ist vera neinn afgerandi munur á notkun þessarar agnar hjá þeim inn- fæddu norsku og Pólverjunum. Horbowicz kannaði nokkur fleiri atriði sem hafa þá virkni að draga í efa orð hins aðilans, svo sem úrdráttarorð, hikorð og spurningar. í því sambandi athugaði hún líka hvernig afdráttarlausum andmæl- um án nokkurra umbúða er komið til skila. I ljós kom að Pólverjarnir notuðu í heldur minna mæli en hinir innfæddu þau atriði sem miða að því að milda ágreininginn og létu andstæða skoðun sína oftar umbúðalaust í ljós. Þetta skýrir höfundur með því að þeir yfirfæri ómeðvitað pólskan samtalsstíl yfir á norsku, stíl sem sé ágengari og gangi í berhögg við viðteknar venjur í norsku málsamfélagi. Slíkt geti boðið hættunni heim að mælandi virki fráhrindandi og einþykkur. Því sé augljóst mikilvægi þess fyrir þá sem tali norsku sem annað mál að hafa vald á þessari málnotkun eigi samskiptin að ganga vel fyrir sig. Það eigi einnig við um umorðanir og endurómanir sem miða að því að koma á samkennd meðal viðmælenda en rannsóknin leiddi í ljós að Pólverjarnir beittu slíku lítið sem ekkert, sbr. að framansögðu. Hætt sé við að það sé túlkað sem áhugaleysi á því að halda samtalinu gangandi þegar mælandi fær ekki þá svörun á móti sem nauðsynleg er til að viðhalda því flæði og jafnræði í samtalinu til að það geti kall- ast vel heppnað. I ljósi niðurstaðna rannsóknarinnar á þeim atriðum sem Pólverj- arnir áttu í mestum erfiðleikum með í samtölum fjallar Horbowicz lítillega í lok ritgerðarinnar um hvað þyrfti að kenna sérstaklega og þjálfa í norskri málnotkun hjá erlendum málnemum. Þóra Björk Hjartardóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.