Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 29
1. Heilbrigðisviðhorf 2. Næring, efnaskipti og húð 3. Útskilnaður 4. Sjálfsbjörg, hreyfing, virkni og þjálfun 5. Svefn og hvíld 6. Vitsmunir og skynjun 7. Sjálfsmynd og þekking 8. Hlutverk og félagsleg tengsl 9. Kynlíf og bameignir 10. Aðlögun og streituþol 11. Skoðanir, gildismat og trú Mynd 2. Heilsufarslyklar Gordon (Landlæknisembættið, 1999). Góðar upplýsingar eru hornsteinn góðrar meðferðar. Heilsufarslyklar Gordon eru dæmi um flokkunarkerfi sem styður hjúkrunarfræðinga í vandaðri og heildrænni upp- lýsingasöfnun og mati á heilsufari sjúklings. Með því að styðjast við heilsufarslyklana ætti að vera tryggt að upp- lýsingar innan hvers flokks (lykils) verði til um hvern einstakling sem nýtur hjúkrunarþjónustu. Hvernig upp- lýsingasöfnun innan hvers lykils er skráð, t.d. hvaða orð eða tákn eru notuð í textanum sem skráður er, er það sem gerir úrvinnslu bæði rafrænna og pappírsbundinna upp- lýsinga verulega vandasama. Staðlaðar og kóðaðar upplýsingar innan Gordonlyklanna yrðu til mikilla bóta. Þótt það sé enn ekki til staðar býr hjúkrunarfræðin nú þegar yfir kóðuðum flokkunarkerfum er varða hjúkrunargreiningu, hjúkrunarmeðferð og árangur hjúkrunarmeðferðar, en slík kóðunarkerfi eru forsenda rafrænnar úrvinnslu upplýsinga eins og síðar verður lýst. Til hvers að flokka og staðla skráningu hjúkrunar- upplýsinga? »Ef það hefur ekkert nafn er ekki hægt að stýra því, fjármagna það, rannsaka það, kenna það eða koma því í almenn lög.“ (If you can't name it, you can't control it, finance it, research it, teach it, or put it into puþlic policy (Clark og Lang, 1992). Sambærilegri spurningu og getið er í fyrirsögninni að ofan var svarað svo af þeim Clark og Lang (1992) sem hafa verið í fararbroddi fylkingar innan hjúkrunar sem hefur það að markmiði að staðla og flokka hjúkrunarupplýsingar þannig að skráning þeirra og vinnsla megi betur gagnast hjúkrunarfræðingum í starfi, stjórnun og vísindarannsókn- um. Forsenda þess að gera þátt hjúkrunar í heilbrigðis- þjónustu sýnilegri er að unnt sé að skrá hann. Forsenda þess að skrá megi þátt hjúkrunar er að til séu heiti yfir þau hugtök sem hjúkrun varða. Með rafrænni skráningu hjúkr- unar verður enn brýnna en nokkru sinni að skráning upplýsinga fari fram innan viðurkenndra flokkunarkerfa svo unnt sé að gera hjúkrun sýnilega, stýra hjúkrun, fjármagna hana, rannsaka hana og koma áríðandi málefnum hjúkr- unar í lög (Clark og Lang, 1992). Dæmi um notagildi staðlaðrar hjúkrunarskráningar Hér á eftir fer lítið og einfalt dæmi um notagildi stöðlunar á skráningu sem snýr að upplýsingasöfnun í hjúkrun skv. fyrrgreindum heilsufarslyklum Gordon (mynd 2). Þó hjúkrunarfræðingar hafi löngum safnað upplýsingum innan þessara lykla sem þykja mikilvægar við val hjúkrunar- greiningar, og ákvarðanatöku um hjúkrunarmeðferð hefur hins vegar form þeirra upplýsinga, sem aflað er, ekki verið staðlað eða samræmt. Til dæmis geta hjúkrunarfræðingar kosið að skrifa ekkert við þá lykla þar sem allt er innan eðlilegra marka, en aðrir geta skrifað „eðlilegt" eða „í lagi“ eða „ekkert athugavert". Ef um frávik frá eðlilegu er að ræða eru þær upplýsingar skráðar sem líffræðilegar eða sálfræðilegar lýsingar á einstaklingnum, fjölskyldu hans og umhverfi (Landlæknisembættið, 1999). Þannig er um að ræða textabundna lýsingu með orðum hvers og eins hjúkrunarfræðings. Slíkar upplýsingar gagnast í klínísku starfi svo framarlega sem sameiginlegur skilningur er á því sem skráð er (eða ekki skráð). Hins vegar reynist slík skráning mjög erfið í frekari vinnslu, t.d. í gagnasöfnun til stjórnunar eða til rannsókna. Einfalt dæmi um úrvinnslu upplýsinga úr lyklum Gordon fer hér á eftir. Setjum sem svo að hjúkrunarfræðingar á stofnun X gerðu sér Ijóst í starfi sínu að streita sjúklinga, sem legðust inn á lyflækningadeildir, færi vaxandi. Til að kanna hvort sú væri raunin mætti t.d. leita svara undir 10. heilsufarslykli Gordon (sjá mynd 2). Þar er undirliður í upp- lýsingasöfnuninni „streituáreiti í daglegu lífi“ (Landlæknis- embættið, 1999). Úr textabundinni upplýsingaskráningu þyrfti að lesa yfir textana sem skráðir væru í viðeigandi reiti í hverri sjúkraskrá sjúklinga á lyflækningadeildum sem lögðust inn á ákveðnu tímabili og telja saman lýsingar sem vörðuðu „streitu", „stress", „andlegt álag“, „áhyggjur í daglegu lífi“ o.s.frv. og meta í hverju tilviki fyrir sig hvort átt hafi verið við hugtakið „streituáreiti í daglegu lífi“. Slíkar kannanir krefjast tíma og mannafla og eru því bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Auk þessa þyrftu þeir sem framkvæmdu könnunina að fletta í gegnum margar blað- síður í sjúkraskránum og reka þar augun í persónulegar og viðkvæmar upplýsingar sem væru alls óviðkomandi þeirri einföldu spurningu sem leitað var svara við. Svipaður vandi er á höndum þó um rafræna skráningu sé að ræða ef skráningin er ekki stöðluð. Tölvan er eld- snögg að leita að orðasamsetningunni „streituáreiti í dag- legu lífi" í tilteknum skrám en ef skráð var „stress“, „and- legt álag“ eða „miklar áhyggjur í daglegu lífi“ skilar hún ekki þeim upplýsingum. Ef skráningin hefði hins vegar verið rafræn og stöðluð mætti sjá fyrir sér að undir Gordonlykli nr. 10, sem varðar streituþol og aðlögun (sjá mynd 2), 29 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.