Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 14
Saga dóttur sem sat hjá móður sinni að kvöldi dags á erilsamri sjúkradeild Ég sat hjá móður minni eitt kvöldið eftir að hún kom inn á deild - starfsfólkið kom og fór og stillti takka og stjórnaði öllum þessum tækjum. Þau tóku einhvern veginn ekki eftir því að ég væri þarna - kannski hafa þau haldið að ég vissi allt um þetta - en sannleikurinn var sá að ég vissi ekkert hvað þessi tæki gerðu. Ég var á þeim tíma óvön sjúkrahúsum og þorði alls ekki að tefja starfsfólkið með spurningum - ég ímyndaði mér að ef ég tæki tíma frá þeim þá gæti einhver dáið á næstu stofu á meðan - það var svo mikið að gera hjá þeim. Þarna gerði starfsfólkið vel í því að tryggja öryggi sjúklingsins en forgangsraðaði ekki mannlegum samskiptum sem hefðu án efa minnkað kvíða og vanlíðan dóttur- innar sem bar óttablandna virðingu fyrir starfsfólkinu á deildinni. Reynsla ungrar konu sem þurfti að ganga í gegnum rannsóknir og lyfjameðferð Ég var orðin lasin og þurfti að leita til læknis - ég fór í viðtal, þurfti að ganga í gegnum ýmsar rannsóknir og svo var ég sett á lyf sem mér leið ekki vel af. Mér leið mjög einkennilega eftir þessa reynslu það var gott að það var hægt að rannsaka mig og ég var þakklát fyrir allt sem stuðlað gæti að því að mér batnaði - en ég fann fyrir sektarkennd, það var einhvern veginn búið að fletta ofan af mér og mínu lífi, ég þurfti að horfast í augu við hluti sem ég hafði ekki þurft að gera áður. Ég velti því líka fyrir mér í hvert skipti sem ég tók inn lyfin að þau færu illa með líkam- ann þó að þau gerðu að sjálfsögðu li'ka sitt gagn. Ég lagðist ekki inn á sjúkrahús heldur var heima og mig vantaði svo sár- lega að ræða þessa skrýtnu reynslu mína en hafði ekki tækifæri til þess þá - mann hreinlega vantar að breitt sé yfir þessi sár sem myndast á sálinni við það að ganga í gegnum svona ferli. Fram koma andstæður í reynslu sjúkling- anna - tæknin getur á sama tíma verið góð og slæm. Þessar andstæður voru eiginlega rauði þráðurinn í frásögum sjúklinganna. Þó við getum ekki tekið erfiðleika í burtu frá fólki þá höfum við möguleika á að koma til móts við þá, sýna þeim hluttekningu, samkennd og skilning á aðstæðunum og þar er stærsta verkfærið okkar - við sjálf - samskipti við starfsfólk er það sem fólk man eftir og tekur með sér heim í minningunni og einnig gefur það okkur dýrmæta reynslu og eykur á færni okkar í samskiptum og ég vil líka meina að það geti eflt okkur og minnkað líkur á því að við brennum út. Lokaorð Hátækni er komin til að vera og enginn vildi snúa til baka - möguleikarnir eru endalausir. Siðferðileg umræða og gagn- rýn hugsun á beitingu tækninnar þarf að vera til staðar og við þurfum að forðast að beiting tækninnar hafi neikvæð áhrif á lífið. Aukin tækni kallar á aukinn mannafla í hjúkrun og með því getum við stuðlað að auknu öryggi og umhyggju í mínum huga eru þessi tvö hugtök, tækni og umhyggja, mjög vel samræmanleg og við gætum líka litið á það þannig að tæknin sé góð leið til að hafa góð sam- skipti við sjúkling og fjölskyldu og hún gefur okkur tvímælalaust aukin tækifæri á umhyggjusamri meðferð. En síðast en ekki síst þarf samfélagið að vera tilbúið að fylgja tæknimögleikum til enda - veita þeim sem þurfa að lifa við tæknilega meðferð jafna möguleika og öðrum í þjóðfélaginu og sýna þannig umhyggju í sinni víðustu mynd. FRÉTTAPUNKTUR Kosin inn í Vísindafélag íslendinga Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri var nýlega kosin inn í Vísindafélag íslendinga (Societas scientiarum Islandica) en tilgangur félagsins er að styðja vísindalega starfsemi á íslandi og mega aðeins vera 144 félagsmenn í félaginu á hverjum tíma. Sigríður er fyrsti og eini hjúkrunarfræðingurinn í Vísindafélagi íslendinga en hún er fyrsti prófessor í hjúkrunarfræði á íslandi. Þetta er mikill heiður enda f félaginu fremstu vísindamenn þjóðarinnar. Tímarit hjúkrunarfræðinga óskar Sigríði til hamingju með heiðurinn, en hún hefur hlotið bæði innlend og erlend rannsóknarverðlaun og -styrki á ferli sínum. i 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.