Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 43
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Tafla 1. frh. Þáttur Heimild Tengsl Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar barna á göngudeild voru marktækt ánægðari með þátttöku sína í umönnun barns en foreldrar barna á legudeildum. Foreldrar barna á legudeildum voru marktækt ánægðari með vinnuumhverfi starfsfólks og voru með fleiri heildaránægjustig en foreldrar barna á göngudeild. Samstarf við foreldra Homero.fl., 1999. Samstarf fagfólks viö foreldra hafði sterka fylgni við mat foreldra á gæðum þjónustu. Patrick o.fl., 2003. Neikvæð fylgni var milli heildaránægju foreldra og samstarfs fagfólks við foreldra. Líðan foreldra Lawoko og Soares, 2004. Neikvæð tengsl greindust milli vanlíðanar, þ.e. aukinnar depurðar, kvíða, líkamlegra einkenna, vonleysis og félagslegrar virkni og einangrunar, og ánægju foreldra og jákvæð tengsl greindust milli vellíðanar og ánægju foreldra með þjónustu. Kvíði foreldra Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar, sem greindu frá minni kvíða vegna veikinda barnsins, voru ánægðari með vinnuumhverfi starfsfólks en kvíðnari foreldrar. Langvinnir erfiðleikar í fjölskyldu Aasland o.fl., 1998. Langvarandi erfiðleikar í fjölskyldu höfðu neikvæð tengsl við ánægju foreldra. Fyrri reynsla Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar, sem höfðu reynslu af þjónustu sjúkrahússins, voru ánægðari með staðlaðar upplýsingar og þátttöku sína í umönnun barnsins en foreldrar sem voru að koma í fyrsta skipti á sjúkrahúsið. Foreldrar, sem höfðu nokkra eða mikla reynslu að þjónustu sjúkrahússins, voru óánægðari með vinnuumhverfi starfsfólks en aðrir foreldrar. Foreldrar, sem höfðu litla reynslu af þjónustu sjúkrahússins, töldu heildaránægju sína minni en aðrir foreldrar. Fjarlægð milli heimilis og sjúkrahúss Bragadóttir, 1999. Foreldrum, sem gátu ekki komist heim daglega þegar barn þeirra lá á sjúkrahúsi, vegna fjarlægðar frá heimili, fannst ákveðnum upplýsingaþörfum og þörfum fyrir stuðning og leiðsögn betur fullnægt en foreldrum sem gátu komist heim daglega. Innlögn Kirschbaum, 1990. Tengsl voru milli mikilvægis þarfa og hvernig innlögn bar að (innköllun eða bráðainnlögn). Líkamleg fötlun barns Aasland o.fl., 1998. Neikvæð fylgni reyndist milli ánægju foreldra og líkamlegrar fötlunar barna með gigtarsjúkdóma. Aldur barns Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar sex ára barna og yngri voru marktækt ánægðari með umönnunarferlið og vinnuumhverfi starfsfólks en foreldrar eldri barna. Verkjameðferð barns Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar, sem voru ánægðir með verkjameðferð barnsins, voru ánægðari með alla aðra þætti heldur en óánægðari foreldrar. Fullnæging þarfa Kristjánsdóttir, 1986, 1995. Jákvæð fylgni kom fram milli mikilvægis þarfa og hversu vel þeim var fullnægt. Aðstoð frá sjúkrahúsinu Kristjánsdóttir, 1986, 1995. Jákvæð fylgni reyndist milli mikilvægis þarfa og óska foreldra um aðstoð frá sjúkrahúsinu við að uppfylla þær. Hjúkrun Marino og Marino, 2000. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og ánægju foreldra með að hjúkrunarfræðingarnir voru tiltækir til að svara spurningum þegar á þurfti að halda. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og trausts foreldra á hjúkrunarfræðingunum sem sinntu barninu. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og þess að hjúkrunarfræðingarnir svöruðu foreldrum á skiljanlegan hátt þegar þeir höfðu mikilvægar spurningar um barnið sitt. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og þess að hjúkrunarfræðingarnir veittu reynslu foreldranna og tillögum næga athygli við umönnun barnsins. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og þess hversu mikinn þátt foreldrar tók (umönnun barnsins. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og þess hversu fljótt bjöllu var svarað. Streita starfsfólks Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar, sem höfðu á tilfinningunni að starfsfólk ynni undir mikilli streitu, voru óánægðari en aðrir foreldrar með alla þætti sem spurt var um nema staðlaðar upplýsingar og læknisþjónustu. Biðtími Magaret o.fl., 2002. Jákvæð fylgni var milli ánægju foreldra og styttri biðtíma á bráðamóttöku barna. Hagkvæmni Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar, sem töldu sjúkrahúsþjónustuna sérstaklega hagkvæma, voru almennt ánægðari en foreldrar sem töldu þjónustuna ekki eins hagkvæma. Útskrift Marino og Marino, 2000. Jákvæð tengsl voru milli heildaránægju foreldra og þess að foreldum var veitt fræðsla um umönnun barnsins eftir útskrift heim. Eftirlit Aasland o.fl., 1998. í rannsókn á ánægju foreldra með þjónustu við foreldra barna með gigtarsjúkdóma kom fram marktækur munur milli þeirra foreldra, sem áttu börn sem héldu áfram í eftirliti á sjúkrahúsinu, og þeirra sem voru ekki lengur í meðferð á sjúkrahúsinu. Fyrri hópurinn var marktækt óánægðari en sá síðarnefndi. Lengd svæfingar Kværner o.fl., 2000. Neikvæð fylgni var milli ánægju foreldra og svæfingar sem stóð í 15 mínútur eða lengur þegar barn var í háls-, nef- og eyrnaaðgerð. Fylgikvillar aðgerðar Kværner o.fl., 2000. Neikvæð fylgni var milli ánægju foreldra og fylgikvilla eftir háls-, nef- og eyrnaaðgerð barns. L Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.