Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 36
ÞANKASTRIK Ingibjörg Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og IBCLC-brjóstagjafarráðgjafi, miðstöð heilsuverndar barna. ingibjorg_ba Ohotmail.com. RÉTT VIÐHORF OG MANNLEG HLÝJA Mikilvægi virðingar fyrir einstaklingnum og aðstæðum varðandi brjóstagjöf Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða mamma í fjórða sinn nú á dögunum. Allt gekk vel, meðgangan og fæðingin gengu eins og í sögu. Þó er ég komin yfir fertugt og margir voru búnir að vara mig við að ég væri nú ekki tuttugu og fimm ára lengur. Það yrði nú erfitt líkamlega að ganga aftur með barn og fara að vaka á næturnar! Þetta reyndust þó óþarfa áhyggjur þar sem þetta var besta og auðveldasta meðgangan og litla Ijósið hefur sofið eins og engill síðan hún fæddist. Það þarf hreinlega að vekja hana til að drekka og ég hrekk upp eftir sex tíma samfelldan nætursvefn bara til að ýta við henni og gá hvort sé ekki allt í lagi með hana, svona langan svefn þekkti ég ekki hjá hinum börnunum. Það er frekar að ég sofi ekki heilan svefn vegna unglinganna minna ef þau eru ekki komin heim á skikkanlegum tíma. Það sem mér kemur kannski mest á óvart er það hvað börn geta verið ólík, bæði hvað varðar svefn, skapgerð og hvernig þau nærast. í vinnu minni sem brjóstagjafarráðgjafi fæst ég við vandamálin sem að oftast koma upp varðandi brjóstagjöfina fyrstu dagana og vikurnar. Þetta eru vandamál sem tengjast því að barninu gengur erfiðlega að taka brjóstið rétt og þá geta komið sár og eymsli og einnig er oft vandi varðandi ónóga mjólkurmyndun. Þetta hefur alltaf gengið vel hjá mér við fyrri brjóstagjöf eða þannig var það að minnsta kosti í minningunni. Þess vegna kom mér svona á óvart að þetta skyldi ekki vera alveg eins í þetta skipti. Fyrsti sólarhringurinn lofaði góðu, barnið var greinilega að fá brodd og það vall út úr henni og hún svaf eins og steinn. Þetta leit svo vel út að ég bara dreif mig heim kvöldið sem hún fæddist. En þá byrjaði ballið um nóttina. Hún saug nánast samfellt í fimm klukkutíma og mér fannst engin mjólk koma! Alveg eðlilegur hlutur en ég var búin að steingleyma því að þetta gæti verið svona. Eftir allt þetta 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.