Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 13
um rannsóknum áfram og skoða stöðugt hvernig til tekst. Þessi umræða var í hámæli fyrirl 0-20 árum þegar hver byltingin af annarri ruddi sér til rúms. Ég var að reyna að rifja upp hvenær við t.d. fengum tölvur til notkunar á deildum, ætli það séu meira en 12 ár síðan. Bara sú þróun ein og sér hefur að sjálfsögðu hjálpað mikið til í okkar starfi en hefur einnig haft gífurleg áhrif og aukin tölvuvinna tekur stundum ansi mikið hlutfall af okkar vinnudegi. Við þurfum stöðugt að gæta þess að forgangsröðun okkar sé við hæfi hverju sinni. Það eru á þessu ári 20 ár liðin frá því að fyrsta öndunartækið var afhent til heima- notkunar frá lungnadeildinni. Nú eru um 2000 manns á landinu með einhvers konar tækjabúnað heima vegna öndunar- truflana að næturlagi og smáhluti af þeim hópi er háður slíkri meðferð allan sólarhringinn, einnig höfum við slíkan búnað inni á deildum í auknum mæli til bráðameðferðar. Settar hafa verið fram skilgreiningar á hugtökunum tækni og umhyggja og þau brotin til mergjar. Þær skilgreiningar, sem ég studdist við í minni rannsókn, eru að tækni í heilbrigðiskerfinu sé „Hvers konar tæki og tækni sem notuð eru innan heilbrigðiskerfisins til sjúkdómsgrein- ingar, skimunar, eftirlits og meðferðar". Höfundur þessarar skilgreiningar er hjúkr- unarfræðingurinn Margaret Sandelowski sem hvað mest hefur skrifað um siðferði- legar vangaveltur og gagnrýni á beitingu tækni í heilbrigðiskerfinu og hliðaráhrif hennar. Síðan notaði ég skilgreiningu Sally Gadow á umhyggju: „Það að standa vörð um og auka virðingu fyrir skjólstæðingum okkar." Megininntakið í hennar skrifum er að vera málsvari sjúklingsins og standa vörð um velferð hans og að baki öllum ákvörðunum liggi upplýsingar sem byggja megi á og að við höldum ætíð virðingu í hámarki og gætum þess að dæma ekki. Það hafa verið skrifaðar margar lærðar greinar um áhrif tækninnar á umhyggju í hjúkrun þar sem auknar framfarir kölluðu á siðferðilega umræðu og hætta þótti steðja að hvað varðar virðingu fyrir manneskjunni og að mannleg samskipti hefðu minna vægi við hinar tæknivæddu aðstæður. Það velkist enginn lengur í Þorbjörg Sóley Ingadóttir vafa um að tækniframfarir eru komnar til að vera og þær aukast stöðugt. En þá reynir enn meira á okkur fagfólkið sem umgöngumst tæknina - því tæknin stendur ekki ein, hún útheimtir alltaf túlkun af hendi fagfólks og það erum við sem beitum henni og það hvernig við komum fram við sjúklinginn og fjölskyldu hefur grundvallaráhrif á það hvernig til tekst. Minningin um samskipti við heil- brigðisstarfsfólk getur haft úrslitaáhrif á líðan og bata svo að ekki sé minnst á það að búa yfir faglegri færni og að kunna vel á öll þau tæki sem við notum. Með því stöndum við vörð um öryggi sjúklingsins og höfum í leiðinni tök á að veita honum jafnhliða þá athygli sem hann þarfnast. Félagsfræðingurinn Alan Barnard hefur skrifað mikið um áhrif tækni á hjúkrunar- starf og heldur því fram að tækin stýri okkur og hafi áhrif á hvert við beitum athyglinni mest og að við forgangsröðum öðruvísi þar sem tækin krefjist tafarlaus- rar athygli og að það geti að óþörfu haft áhrif á samskipti við sjúklinginn. Locsin, McConnellog Ray, ásamt fleiri höfund- um, hafa síðan skrifað um að hugtökin tækni og umhyggja séu samræmanleg og að tækninni þurfi að beita með hug- myndafræði hjúkrunar að leiðarljósi og að mikilvægt sé að búa yfir góðri tæknilegri færni þannig að athygli á sjúklingnum verði meiri. Við búum við mikinn hraða í þjóðfélaginu og hans verður einnig vart inni á sjúkrahúsi - styttri legutími og minni tími til samskipta við sjúklingana sem aftur gerir enn meiri kröfur til okkar. Ég ætla nú að koma að rödd skjólstæð- inga okkar og færa í letur þeirra reynslu. Þetta er saga fullorðinnar konu sem lagðist inn Ég var mjög veik og þurfti að vera í öndunarvél með grímu sem huldi andlit mitt að stórum hluta. Ég kærði mig ekkert sérlega um þessa meðferð og man að ég reyndi að malda í móinn - en öndunin var mjög léleg og þetta hefur eflaust verið eina leiðin til að hjálpa mér - ég man að ég vildi heldur ekki sýklalyfin sem mér voru gefin í æð því æðarnar voru lélegar og ég fann til. Starfsfólkið var alltaf að koma og mæla súrefnið og fullvissa sig um að allt væri í lagi - það vantaði ekki. En það sem mig vantaði var að það væri talað meira við mig því þegar maður liggur með öndunar- grímu og er svona veikur þá hefur maður ekki orku til að biðja um neitt. Mér fannst ég líta hræðilega illa út liggjandi undir þessu - það er svo skrýtið að það skipti mig miklu meira máli þarna að dekrað yrði við mig og ég fengi að líta vel út - það hefur alltaf verið mér svo mikilvægt. 11 Tímarit hjúkrunarfræöínga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.