Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 55
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Tafla 2. Einkenni úrtaks Menntun n % Grunnskólamenntun 31 68,9% Almennur framhaldsskóli 4 8,9% Sérmenntun á framhaldsskólastigi 5 11,1% Háskólamenntun 3 6,7% Svara ekki 2 4,4% Samtals 45 100% Hjúskaparstaða Giftir eða í sambúð 31 68,9% Einhleypir 14 31,1 Samtals 45 100% Hegðun verkjanna Stöðugir með óbreyttum styrk 5 11,1% Stöðugir með breytilegum styrk 31 68,9% Oftast með verki en verkjalaus tímabil inn á milli 3 6,7% Oftast með verki en verkjalausar stundir inn á milli 6 13,3% Samtals 45 100% Þegar einstök viðbrögö við verkjum voru skoðuð vógu þyngst sjálfshughreysting (coping self statements) (meðaltalsvægi aðferðarinnar í heild 23,05 af 36 mögulegum) og bæn og von (praying and hoping) (meðaltalsvægi aðferðarinnar í heild 21,82). Þær aðferðir við að bregðast við verkjum, sem minnst vógu, voru endurtúlkun á sársaukatilfinningu (reinterpreting pain sensation) (meðaltalsvægi 9,54) og hörmungahyggja (catastrophizing) (meðaltalsvægi 16,41). Sjá nánar í töflu 3. Tafla 3. Dreifing og vægi aðferða til að bregðast við verkjum n Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal (summa) SF Endurtúlka sársaukatilfinningu (reinterpreting pain sensation) 39 0,0 33,0 9,54 9,02 Aukin virkni (increasing behavioural aotivity) 39 3,0 36,0 17,38 7,67 Dreifa athyglinni (diverting attention) 39 0,0 33,0 18,41 7,17 SJálfshughreysting (coping self-statements) 39 2,0 36,0 23,05 7,02 Útiloka verkina (ignoring pain sensation) 38 0,0 31,0 19,32 6,63 Bæn og von (praying and hoping) 39 3,0 36,0 21,82 9,18 Hörmungahyggja (catastrophizing) 37 0,0 36,0 16,41 8,91 Telur sig hafa stjórn á verkjunum (perceived control over pain) 44 0,0 6,0 ““ Telur sig geta dregið úr verkjum (perceived ability to decrease pain) 45 0,0 6,0 í töflu 3 má sjá að fjöldi svarenda (n) er ekki sá sami fyrir allar viðbragðs- aðferðir. Það skýrist af því að ekki hafa allir þátttakendur svarað öllum full- yrðingum. Tengsl milli einstakra viðbragða og aðlögunarþátta Tengsl á milli mismunandi viðbragða og aðlögunarþátta voru skoðuð með því að reikna út fylgni þessara breyta. Niðurstöður fylgniprófa eru sýndar í töflu 4. Þegar tengsl viðbragða við verkjum og einstakra aðlögunarþátta eru skoðuð kemur í Ijós að tölfræðilega marktæk tengsl eru á milli mats á almennri heilsu og endurtúlkun sársaukatilfinningar annars vegar (r=0,345; ps0,05). Einnig má sjá tengsl milli mats á almennri heilsu og sjálfshughreystingar (r=0,303) þó ekki séu þau tölfræðilega marktæk (p=0,61). Tengsl þessara þátta eru jákvæð í báðum tilfellum en það bendir til þess að þeir sem bregðast við verkjunum með sjálfshughreystingu og/eða með því að endurtúlka sársaukatilfinninguna sem einhverja aðra tilfinningu telja sig almennt vera við betri almenna heilsu. Aðrar aðferðir við að bregðast við verkjunum virtust hafa mun minni tengsl við mat á almennri heilsu. Hvað varðar líkamlega heilsu og viðbrögð við verkjum var aðeins um að ræða veikt samband nema hvað neikvæð tengsl voru milli líkamlegrar heilsu og sjálfshughreystingar. Því frekar sem þátttakendur brugðust við verkjunum með sjálfshughreystingu því verri var líkamleg heilsa þeirra. Ekki var þó um tölfræðilega marktæk tengsl að ræða (r=-0,311; p=0,094). Hörmungahyggja var það viðbragð sem sýndi sterkust tengsl við sálfélagslega heilsu og var þar um tölfræðilega marktæk tengsl að ræða (r=-0,365; ps0,05). Minni hörmungahyggju fylgdi betri sálfélagsleg heilsa. Ekki voru tölfræðilega marktæk tengsl á milli þess hve mikla verki þátttakendur höfðu að jafnaði og hvaða viðbrögð voru algengust hjá þeim. Aftur á móti reyndust tölfræðilega marktæk tengsl á milli styrks verkja að jafnaði og þess hversu vel þátttakendum fannst viðbrögð sín gagnast sér til að hafa stjórn á verkjunum og draga úr þeim. Eftir því sem þátttakendur fundu meiri verki töldu þeir sig hafa minni stjórn á þeim (r=-0,304; ps0,05) og minni getu til að draga úr verkjunum (r=-0,457; ps0,01). Einnig voru tölfræðilega marktæk tengsl á milli styrks verkja að jafnaði og mats á almennri heilsu (r=-0,444; ps0,01) og líkamlegrar heilsu (r=-0,387; ps0,05). Sálfélagsleg heilsa virtist hins vegar ekki tengjast því hversu miklir verkirnir voru að jafnaði. Tengsl mældust ekki milli þess hversu lengi þátttakendur höfðu verið með verki og aðlögunarþátta sem skoðaðir voru. Ekki voru heldur tengsl á milli þess hve lengi verkirnir höfðu varað og verkjaviðbragða né hversu mikla stjórn þátttakendur töldu sig hafa á verkjunum né getu til að draga úr þeim. Þegar tengsl viðbragða og þess að telja sig hafa stjórn á verkjum og getu til að minnka þá voru skoðuð komu í Ijós marktæk jákvæð tengsl á milli sjálfshughreystingar og tilfinningar fyrir stjórn (r=0,550; ps0,001) og getu til að draga ur verkjum (r=0,388; ps0,05). Einnig mátti sjá neikvæð tengsl á milli hörmungahyggju og þess að telja sig geta dregið úr verkjum (r=0,351; ps0,05). Að öðru leyti var ekki um að ræða marktæk tengsl milli viðbragða og þess að telja sig geta haft stjórn á eða dregið úr verkjum. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.