Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 56
Tafla 4. Fylgni milli viöbragöa, verkja og heilsufars (reinterpreting pain sensation) Viðbrögð Mat á almennri heilsu Líkamleg heilsa Sálfélagsleg heilsa Telur sig hafa stjórn á verkjum Telur sig geta minnkað verki Styrkur verkja að jafnaði r = r = r = r = r = r = Endurtúlkun sársaukatilfinningar (reinterpreting pain sensation) 0,345* -0,039 0,035 0,284 0,070 0,067 Aukin virkni (increasing behavioural activity) 0,106 -0,017 0,041 0,307 0,303 -0,177 Dreifing athyglinnar (diverting attention) 0,156 -0,026 0,037 0,292 0,105 -0,038 Sjálfshughreysting (coping self statements) 0,303 -0,311 0,001 0,550** 0,388* -0,012 Útilokun verkjanna (ignoring pain sensation) 0,079 0,038 -0,287 0,347 0,222 -0,041 Bæn og von (praying and hoping) 0,085 0,176 0,088 0,129 0,006 -0,074 Hörmungahyggja (catastrophizing) -0,010 0,159 -0.365* -0,079 -0,351 0,269 Telur sig hafa stjórn á verkjum 0,102 -0,222 -0,096 0,666** -0,304* Telur sig geta minnkað verki 0,234 0,033 -0,010 0,666** » -0,457** Styrkur verkja að jafnaði -0,444** -0,387* -0,215 0,304* -0,457** —- * p s 0,05. "ps 0,01 Umræða Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort tengsl væru á milli viðbragða við langvinnum verkjum og aðlögunar að verkjunum. Aðlögun að verkjum var metin með því að skoða mat þátttakenda á eigin heilsu, ásamt því að skoða líkamlega og sálfélagslega heilsu þeirra. Einnig voru þátttakendur beðnir um að meta hversu mikla stjórn þeir töldu sig hafa á verkjunum og hversu mikið þeir töldu sig geta dregið úr þeim og skoðuð tengsl þeirra þátta við verkjaviðbrögð og það hversu mikla verki þátttakendur fundu til dags daglega. Niðurstöðurnar sýna sterkust tengsl tveggja viðbragða við verkjunum og heilsufarslegra aðlögunarþátta. Einstaklingar, sem reyndu að endurtúlka sársaukatilfinninguna með því að skipta henni út fyrir annars konar tilfinningu, töldu sig búa við betri almenna heilsu. Á hinn bóginn var sálfélagsleg líðan marktækt verri hjó þeim sem brugðust iðulega við verkjunum með hörmungahyggju en hjá hinum sem brugðust ekki þannig við. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Jensen o.fl. (1992) sem bentu til þess að þessar tvær aðferðir hefðu sterkust tengsl við ofangreinda aðlögunarþætti. Styrkur verkja dags daglega (að jafnaði) virðist hafa neikvæðust tengsl við alla aðlögunarþætti, bæði stjórnunarlega og heilsufarslega. Ekki er þó hægt að sjá marktæk tengsl á milli styrks verkja og viðbragða einstaklinga við þeim. Þar er sálfélagsleg heilsa þó undanskilin þar sem hugarfar (hörmungahyggja) virðist hafa meira að segja varðandi aðlögun en styrkur verkjanna. Ýmsir fræðimenn á þessu sviði hafa sýnt fram á að hörmungahyggja virðist vera meðal þess sem hefur neikvæðust áhrif á aðlögun að langvinnum verkjum (Hill o.fl., 1995; Jensen o.fl., 1992; Martin o.fl.,1996; Turner o.fl., 2002). Niðurstöður þeirra rannsókna benda til sterkari tengsla á milli hörmungahyggju og lélegrar almennrar og líkamlegrar heilsu en þessi rannsókn leiðir í Ijós. í henni koma hins vegar fram neikvæð tengsl hörmungahyggju og sálfélagslegrar líðanar. Hvað stjórn á verkjunum varðar virðist sjálfshughreysting hafa mest að segja, bæði hvað varðar þá tilfinningu að geta haft stjórn á verkjunum og að geta dregið úr þeim. Þetta er sambærilegt niðurstöðum Haythornthwaite o.fl. (1998) þar sem sterk fylgni var milli sjálfshughreystingar og tilfinningar fyrir að hafa stjórn á langvinnum verkjum. Rannsókn þessi er lýsandi þverskurðarrannsókn með litlu úrtaki þar sem allir þátttakendur hafa glímt við langvinna verki í nokkurn tíma. Veikleiki slíkra rannsókna er að þær sýna aðeins samband þeirra þátta sem rannsakaðir eru án þess að hægt sé að fullyrða um orsakasamhengi. Auk þess sem úrtakið er lítið er það bundið við ákveðið svæði á landinu og því varasamt að heimfæra niðurstöður á íslenska verkjasjúklinga almennt. Því ber að túlka niðurstöður með fyrirvara. Þrátt fyrir að ekki sé 54 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.