Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 44
skýrslum sem þeir eru birtir í og skarast þeir því sumir hvað skilgreiningu hugtaka varðar. Algengast var að kynferði, aldur og menntun foreldra, alvarleiki veikinda barns, upplýsingagjöf til foreldra og samskipti foreldra og fagfólks tengdust þörfum og ánægju foreldra. Þættir, sem tengjast þörfum og ánægju foreldra barna á sjúkrahúsum, mynda oft flókið samspii sem erfitt er að lesa úr. Langvinnir erfiðleikar í fjölskyldunni, líkamleg fötlun barns, félagsleg staða foreldranna og vellíðan þeirra tengist ánægju foreldra með þjónustu sjúkrahúsa (Aasland o.fl., 1998; Lawoko og Soares, 2004). Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á tengsl milli staðblæs sjúkradeilda og skipulagsforms hjúkrunar við þarfir og ánægju foreldra, benda rannsakendur á að þessi atriði gætu haft áhrif. í rannsókn Marino og Marino (2000), sem gerð var í Bandaríkjunum á 3299 fjölskyldum á 12 gjörgæsludeildum barna, kom fram tölfræðilega marktækur munur á ánægju for- eldranna milli deilda. Bentu niðurstöður til þess að meiri ánægja væri þar sem hjúkrunarmeðferð var sniðin að einstaklings- þörfum barns. í niðurstöðum breskrar rannsóknar á ánægju foreldra með þjónustu á gjörgæsludeild barna eru samskipti og náið samstarf foreldra og fagfólks ítrekað. Niðurstöður bentu til þess að foreldrar teldu afar mikilvægt að þekkja hjúkrunar- fræðingana sem önnuðust barn þeirra auk þess sem þeir lögðu áherslu á samfellu í þjónustunni (Haines og Childs, 2005). Þrátt fyrir að hugtakið einstaklingshæfð hjúkrun hafi ekki verið notað í þeim rannsóknum sem hér er vitnað til, má vera að það skipu- lagsform hjúkrunar stuðli að þeim þáttum sem vega þungt í ánægju foreldra með þjónustuna. Ánægja foreldra, og þar með þarfir þeirra og væntingar, er ekki augljós heilbrigðisstarfsfólki án þess að hún sé metin. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að heilbrigðis- starfsmenn ýmist of- eða vanmeti þarfir og ánægju foreldra barna á sjúkrahúsum og er þetta talið geta hamlað framförum í þjónustunní (Bournaki, 1987; Bradford, 1991; Graves og Hayes, 1996; Simons o.fl., 2001; Shields o.fl., 2003, 2004; Swaine o.fl., 1999; Thornton, 1996). Þessar niðurstöður leggja áherslu á mikilvægi þess að meta beint viðhorf foreldranna sjálfra eins og gert er í rannsókninni sem greint er frá hér. Aðferðafræði Um lýsandi rannsókn var að ræða. Gögnum var safnað á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í desember 2003-ágúst 2004 á fjórum legudeildum og einni dagdeild barna. Fimm hundruð spurningalistum var dreift á deildirnar. Við útskrift barns var foreldrum boðið að fylla út spurningalistann Spurningalisti um ánægju barnafjölskyldna (SÁB, á ensku Þediatric Family Satisfaction Questionnaire (PFSQ)) (Bragadóttir og Reed, 2002; Budreau og Chase, 1994) sem hafði verið þýddur og staðfærður á íslensku. Báðir foreldrar barns gátu svarað spurningalistum en beðið var um að foreldrar svöruðu hver fyrir sig. Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd og leyfi siðanefndar Landspítala-háskólasjúkrahúss fengið. SÁB er skriflegur spurningalisti með 35 jákvæðum staðhæfing- um um: 1) þjónustu og aðbúnað, 2) hjúkrunarfræðingana, 3) læknana og 4) leikmeðferðaraðilana. Honum er ætlað að meta ánægju fjölskyldna með þjónustu á barnadeildum. Þátttakendur eru beðnir um merkja við á fimmgildum kvarða að hve miklu leyti þeir eru sammála eða ósammála staðhæfingunum auk þess sem þeim er boðið að merkja við valkostinn „á ekki við“. Reiknað er út meðalgildi ánægju sem getur verið 0-5 þar sem hærra gildi bendir til meiri ánægju. Áreiðanleiki SÁB í þessari rannsókn reyndist vera viðunandi. Cronbachs alfa fylgnistuðuil var 0,90 (N=70) fyrir heildarmæli- tækið og 0,61-0,91 (N=110-356) fyrir einstaka þætti þess. Við hvern af þáttunum fjórum gátu foreldrar skrifað athugasemdir með eigin orðum. Athugasemdir foreldra voru innihaldsgreindar og flokkaðar. Tíðni svara, meðalgildi, samanburðarmælingar, fervikagreining og fylgnipróf voru gerð til fá svör við spurningum rannsóknar- innar. Ánægja var skilgreind þannig að hæsta svargildið (5) fékkst ef þátttakandi var sammála staðhæfingum spurninga- listans. Markið fyrir hvert atriði/staðhæfingu var sett þannig að ánægja var talin viðunandi meðal þátttakenda ef a.m.k. 90% þeirra var sammála staðhæfingunni. Er, það í samræmi við viðmið heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1999). Auk þess að spyrja forelda um ánægju þeirra með þjónustu barnadeildanna voru þeir spurðir um lýðfræðilega þætti og bakgrunn, s.s. kyn, aldur, hjúskaparstöðu, búsetu og menntun. Einnig voru foreldrar beðnir að svara spurningum um á hvaða deild barnið lá, hvernig innlögn bar að, hve löng innlögnin hefði verið, hvort barnið væri með langvinnan sjúkdóm eða ekki og hversu alvarleg veikindi barnsins hefðu verið sem leiddu til innlagnar. Niðurstöður Einkenni úrtaks Þátttakendur voru 422 foreldrar. Einkenni úrtaks má sjá í töflu 2. Til að meta hvort munur væri á milli þátttakenda eftir deildum voru einkenni úrtaks milli deilda borin saman. Með fervika- greiningu (Oneway-ANOVA) mældist tölfræðilega marktækur munur á alvarleika veikinda barna milli deilda (F=17,631; df=4; p<0,001). Bonferroni-eftirpróf (post hoc) bendir til þess að: 1) alvarleiki veikinda barna á barnadeild var marktækt meiri en barna á dagdeild (p<0,001) og barna á barnaskurðdeild í Fossvogi (p<0,001); 2) alvarleiki veikinda barna á vökudeild var marktækt meiri en á dagdeild (ps0,001); 3) alvarleiki veikinda barna á barnaskurðdeild við Hringbraut var marktækt meiri en á dagdeild (p<0,001). Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á öðrum þáttum milli deilda. Ánægja foreldra með þjónustuna Meirihluti foreldranna var sammála staðhæfingunum í spurn- ingalistanum sem bendir til ánægju þessara foreldra með 42 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.