Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 25
þekkíngu á því hvar neyðarbúnaður er geymdur og vita hvernig á að nota hann og sérstaklega er nauðsynlegt að allir hjúkrunarfræðingar kynni sér notkun sjálfvirkra hjartarafstuðtækja og kunni að beita þeim. Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að sinna endurlífgun dags daglega en samt er endurlífgun eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem þeir þurfa að kunna skil á. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir hjartastopp, bregðast strax við og gera sér grein fyrir ástandi sjúklingsins, kalla á aðstoð, hefja hjartahnoð, gefa rafstuð og í framhaldi af því gefa viðeigandi lyf og sérhæfða meðferð. Almennum borgurum er líka mikilvægt að kunna til verks og geta hjálpað til þegar neyð ber að. Höfum í huga að það eru hjúkrunarfræðingar sem starfa við rúm sjúklingsins og það eru þeir sem hefja endurlífgun þar til sérhæfð aðstoð berst. Tíminn skiptir máli. Helstu heimildir: Abella, B.S., Alvardo, J.P., IVIyklebust, H., Edelson, D.P., Barry, A., Q'Hearn, N., o.fl. (2005). Quality of Cardiopulmonary Resuscitation During In of Hospital Cardiac Arrest. JAMA, 293, 305-310. Deakin, C.D., Nolan, J.P. (2005). European Resuscitation Council Guidelines for Resuscitation 2005. Section 3. Electrical therapies; Automated external defibrilla- tors, defibrillation, cardiversion and pacing. Resuscitation, 67(viðauki 1). Handley, A.J., Koster, R., Monsieurs, K., Perkins, G.D. Davies, S., Bossaert, L. (2005). European Resuscitation Council Guidelines for Resuscitation 2005, Section 2. Adult basic life support and use of automatic external defibril- lators. Resuscitation, 67 (viðauki 1), 7-23. Hjalti Már Björnsson, Davíð O. Arnar (2006). Nýjar alþjóðlegar leiðbeiningar um endurlífgun. Læknablaðið, 2, 115-123. Hjalti Már Björnsson, Sigurður Marelsson, Viðar Magnússon, Garðar Sigurðsson og Gestur Þorgeirsson (2006). Endurlifgunartilraunir utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu 1999-2002. Læknablaðið 9, 591-7. Nolan, J.P, Deakin, C.D, Soar, J., Böttiger, B.W, Smith, G. (2005). European Resuscitation Council Guidelines for Resuscitation 2005, Section 4. Adult advanced life support. Resuscitation, 67 (viðauki 1), 39-86. Wik, L., Hansen, T.B., Fylling, F., Steen, T., Vaagenes, P., Auestad, B.H. (2003). Delaying defibrillation to give basic cardiopulmonary resuscitation to patients with out of hospital ventricular fibrillation: a randomized trial. JAMA, 289, 1389-95. Wik.L., Kramer-Johansen, J., Myklebust, H., Sorebo, H., Svensson, L., Fellows, B., o.fl. (2005). Quality of Cardiopulmonary Resuscitation During Out of Hospital Cardiac Arrest. JAMA, 293, 299-304. FRÉTTAPUNKTAR Úthlutun úr B-hluta Vísindasjóðs Úthlutun úr B-hluta Vísindasjóðs fór fram þann 31. maí sl. Að þessu sinni var tæpum 10 milljónum veitt til 22 verkefna en á myndinni má sjá hluta þeirra sem tóku við styrkjunum að þessu sinni auk þeirra Eyglóar Ingadóttur, gjaldkera félagsins og Elsu B. Friðfinnsdóttur formann sem eru í efri röð lengst til hægrí. Styrkþegar að þessu sinni voru í stafrófsröð Auður Ketilsdóttir, Ása Fríða Kjartansdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir, Guðrún Auður Harðardóttir, Guðrún Björg Erlingsdóttir, Guðrún Elín Benónýsdóttir, Helga Bragadóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Lilja Hildur Hannesdóttir, Linda Björnsdóttir, María Einisdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Svava Þorkelsdóttir; Unnur Heba Steingrímsdóttir og Þorsteinn Jónsson. Forystuhæfileikar í hjúkrun Forystuhæfileikar í hjúkrun (Nursing Leadership) er ný bók sem alheimssamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) hafa gefið út. í bókinni er fjallað um grundvöll árangursríkrar forystu sem stuðlar að árangri innan heilbrigðisstofnana þar sem aðföng eru oft og tíðum takmörkuð. Einnig er fjallað um þróun forystuhæfileika og míkilvægi þess að hafa jafnvægi á milli kenninga um forystu og þess að styrkja forystuhæfileika með því að læra af reynslu sjálfra sín og annarra. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.