Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 52
í nýlegri rannsókn á tíðni langvinnra verkja kom fram að 19% Evrópubúa á fullorðinsaldri þjást af langvinnum verkjum sem hafa truflandi áhrif á daglegt líf þeirra og eru stoðkerfisverkir þar algengastir. Eftirtekt vekur þó að mikill munur er á milli þeirra landa sem þátt tóku, allt frá 12% á Spáni til 30% í Noregi (Breivik o.fl., 2006). íslenskri rannsókn á algengi örorku á íslandi í desember 2002 kom fram að 33,9% kvenna og 16,6% karla, sem þáðu fullar örorkubætur, gerðu það vegna langvinnra verkja af völdum sjúkdóma eða einkenna frá stoðkerfi (Sigurður Thorlacius og Sigurður B. Stefánsson, 2004). í annarri íslenskri rannsókn (Helgi Birgisson o.fl., 1998) er áætlað að 9,8% kvenna og 1,3% karla þjáist af vefjagigt. í sömu rannsókn kemur fram að 26,9% kvenna og 12,9% karla höfðu útbreidda verki frá stoðkerfi. Margar leiðir og aðferðir hafa verið reyndar til að skýra og skilgreina langvinna verki, bæði orsakir þeirra og viðbrögð við þeim. í ýmsum rannsóknum hefur verið bent á mikilvægi sálrænna þátta í skynjun og þróun langvinnra verkja (Ghallagher, 1999; Hasenbring o.fl., 2001; Vendrig o.fl., 1998) og aðlögun að þeim (Hill o.fl., 1995; Jensen o.fl., 1994; Martin o.fl., 1996; McCracken, 1998; Tan o.fl., 2001). Einnig hefur komið í Ijós að einstaklingum tekst misvel að aðlagast og lifa með langvarandi verki (Jensen o.fl., 1991). Margir sjúklingar hafa haft langvinna verki svo árum skiptir og fara á milli meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins. Hætta er á að þessir einstaklingar festist í vítahring andlegra og líkamlegra þjáninga og fötlunar, verði óvinnufærir og einangrist félagslega. Davies o.fl. (1994) hafa bent á að eftir því sem lengra líður frá því að verkirnir byrja og þar til viðeigandi meðferð hefst, dvíni mjög líkurnar á bata. Sjúklingar með langvinna verki þrói gjarnan með sér ákveðið verkjaatferli og sálræn vandamál, auk þess sem ýmsar líkamlegar breytingar eigi sér stað sem festi vandamálið enn frekar í sessi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig einstaklingar takast á við og lifa með eða aðlagast langvarandi verkjum (Haythornthwaite o.fl., 1998; Jensen o.fl., 1992; Martin o.fl., 1996; Riley o.fl., 1999; Rosenstiel og Keefe, 1983; Snow-Turek o.fl., 1996; Tait og Chibnall, 1998). Á ensku eru hugtökin „coping“ og „adjustment" notuð í þessu samhengi. Líta má á „coping" sem hegðunarlega og vitræna tjáningu á tiltrú og viðhorfum sem getur miðað að því að leysa vandamál sem að steðja (problem focused) eða falist í tilfinningalegum (emotion focused) viðbrögðum við tilteknum streituvaldi (Lazarus og Folkman, 1984). „Coping" má því skilgreina sem viðbrögð við aðsteðjandi streituvaldi sem geta verið að takast á við streituvaldinn eða þann vanda sem hann veldur eða tilfinningaleg viðbrögð yið honum. „Adjustment" er hér þýtt sem aðlögun og vísar til „viðleitni einstaklingsins til að semja sig að eða aðlagast umhverfi og eigin ástandi til að viðhalda sálrænu og sálfélagslegu jafnvægi" (Mosby’s Medical & Nursing Dictionary, 1983, bls. 26). í þessari rannsókn er streituvaldurinn langvinnir verkir. Segja má að viðleitni til að takast á við verkina og aðlagast þeim og lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir þá sé dæmi um virk viðbrögð en tilfinningaleg viðbrögð við streituvaldandi álagi eins og langvinnum verkjum geti flokkast sem óvirk. Dæmi um virk viðbrögð við langvinnum verkjum eru: endurtúlkun sársaukatilfinningar (reinterpretating pain sensation), þ.e. að ímynda sér að verkirnir séu eitthvað annað en sársaukatilfinning, t.d. hiti eða þungi, eða ímynda sér að verkirnir eigi sér stað fyrir utan eigin líkama; dreifing athyglinnar frá verkjunum (diverting attention); aukin líkamleg virkni (increasing behavioural activity); sjálfshughreysting með jákvæðum fullyrðingum (coping self statements) og útilokun verkjanna (ignoring pain) (Haythornthwaite o.fl., 1998; Jensen o.fl., 1992; Martin o.fl., 1996; Rosenstiel og Keefe, 1983; Snow-Turek o.fl., 1996). Ekki eru þó allir fræðimenn á eitt sáttir um hvort það síðastnefnda, þ.e. að útiloka verkina, geti talist virk eða óvirk viðbrögð. Til óvirkra viðbragða telst það sem nefnt hefur verið á íslensku hörmungahyggja (catastrophizing), þ.e. að sjá aðeins það neikvæða í stöðunni og sjá enga leið út úr henni. Önnur óvirk aðferð er bæn og von (praying and hoping) (Haythornthwaite o.fl., 1998; Jensen o.fl., 1992; Martin o.fl., 1996; Rosenstiel og Keefe, 1983; Snow-Turek o.fl., 1996). Það kemur e.t.v. einhverjum á óvart að það að biðja og vona getir talist óvirk viðbrögð við verkjum og til trafala við að hafa stjórn á og aðlagast þeim en hér er átt við að treysta áv^llt á að einhverjir aðrir, t.d. læknar eða Guð, leysi vandamálið án þess að einstaklingurinn leggi neitt af mörkum sjálfur. Því hefur verið haldið fram að viðbrögð við verkjum séu eins konar ferli, þ.e. að viðbrögð einstaklingsins stjórni ekki aðeins því hvernig hann tekst á við vandamál eins og langvinna verki, heldur stjórnist einnig af því hvernig honum hefur hingað til tekist að fást við vandamálið. Þróun slíkra aðferða sé þannig gagnvirkt ferli sem taki vikur, mánuði og ár og hafi áhrif á lífsviðhorf einstaklingsins og trú hans á því hvort hægt sé að sigrast á vandamálinu. Þannig er bent á að sálrænir þættir samfara langvinnum verkjum geti verið bæði orsök og afleiðing verkjanna (Haythornthwaite o.fl., 1998; Linton og Skevington, 1999). Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar, sem hafa haft verki lengi, virðast oftar nota óvirkari aðferðir til að bregðast við þeim en þeir sem hafa átt skemur við verkjavandamál að strfða (Tait og Chibnall, 1998). Einstaklingum, sem sýna óvirk viðbrögð, þ.e. að treysta á utanaðkomandi hjálp til að leysa vandamálið, er meiri hætta búin að festast í langvarandi verkjavandamálum og heilsuleysi en þeim sem treysta meira á sjálfa sig við lausn vandamála (Riley o.fl. 1999). Rannsóknir Snow-Turek o.fl. (1996) benda til þess að við endurhæfingu einstaklinga með langvarandi verki sé ekki nóg að leggja áherslu á að styrkja virk viðbrögð heldur sé ekki síður mikilvægt að draga úr óvirkum viðbrögðum í þeirri viðleitni að aðlagast og læra að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir verkina. Þess ber þó að geta að flestar slíkar rannsóknir á þessu sviði hafa verið gerðar á sjúklingum sem komið hafa til meðferðar á sérhæfðum verkjameðferðardeildum og hafa haft verki um langa hríð. Það getur því verið erfitt að sjá hvort óvirk viðbrögð við verkjum og almennt heilsuleysi eru orsök eða afleiðing langvarandi verkja. 50 Tímarit hjúkrunarfræöínga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.