Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 54
Tafla 1. Lýsing á innihaldi CSQ-spurningalistans Dæmi um virk viðbrögð Dæmi um fullyrðingu 1. Dreifa athyglinni (diverting attention) 2. Endurtúlka sársaukatilfinninguna (reinterpreting pain sensation) 3. Að hughreysta sjálfan sig með jákvæðum fullyrðingum (coping self statements) 4. Að auka almenna virkni (increasing behavioural activity) 5. Leiða verkina hjá sér (ignoring pain) Dæmi um óvirk viðbrögð „Ég tel í huganum eða raula eitthvert lag fyrir munni mér.“ „Ég hugsa um verkina eins og einhvers konar tilfinningu, t.d. dofa.“ „Ég segi sjálfum/sjálfri mér að vera hugrakkur/hugrökk og halda áfram þrátt fyrir verkina.“ „Ég fer eitthvað út, t.d. í bíó eða út að versla." „Ég reyni að vera innan um annað fólk." „Ég leiði þetta hjá mér.“ „Ég hugsa ekkert um verkina." 6. Að biðja og vona að einhver, t.d. Guð eða læknar, lini verkina (praying and hoping) 7. Hörmungarhyggja (catastrophyzing) Gagnsemi viðbragðsaðferða (stjórnunarþættir) „Ég hef trú á að læknunum takist einhvern tíma að finna lækningu við verkjunum." „Mér finnst ég ekki þola þetta lengur." „Verkirnir eru hræðilegir og það þyrmir yfir mig.“ 1. Stjórn á verkjunum 2. Geta til að draga úr verkjum Með tilliti til þeirra hugsana og athafna sem þú grípur helst til að takast á við verkina frá degi til dags, hve mikla stjórn finnst þér þú hafa á þeim? Merktu við viðeigandi tölu á eftirfarandi kvarða. Með tilliti til þeirra hugsana og athafna sem þú grípur helst til að takast á við verkina frá degi til dags, hve mikið finnst þér þú geta dregið úr þeim? Merktu við viðeigandi tölu á eftirfarandi kvarða. var gerð í samráði við höfunda listans og sérfræðing hjá Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. Listinn var notaður við rannsóknir hjá lyfjafyrirtækinu en niðurstöður þeirra rannsókna hafa ekki birst opinberlega. íslensk þýðíng SF-36 inniheldur allar spurningar SF-20. Til að hafa heíldarspurningalistann, sem sendur var til þátttakenda, eins stuttan og mögulegt var var ákveðið að nota SF-20 í stað SF-36. Af sömu ástæðu voru aðeins hlutar af SF-20 spurningalistanum notaðir, þ.e. spurningar 1, 2 og 6-11. Þessar spurningar lúta að mati á almennu heilbrigði (spurning 1), líkamlegri virkni (takmarkanir í daglegum athöfnum, spurning 2) og spurningar sem lúta að sálfélagslegri líðan (spurningar 6-11). Þátttakendur voru beðnir um að meta: 1) almenna heilsu sína, hvort hún væri afbragðsgóð, mjög góð, góð, sæmileg eða léleg. 2) líkamlega getu sína með því að gefa til kynna hve lengi heilsa þeirra hafði takmarkað þá við að framkvæma sjö tilteknar athafnir. Notaður var kvarðinn 1 (hefur háð mér í meira en 12 mánuði), til 5 (hefur aldrei háð mér). 3) sálfélagslega heilsu sína með því að merkja við á kvarðanum 1 (alltaf) til 6 (aldrei), hve oft þeím hefði fundist heilsa sín hindra þá í félagslegum athöfnum og hversu oft þeim hefði fundist þeir vera taugaóstyrkir, í góðu jafnvægi, niðurdregnir og daprir eða hamingjusamir síðustu mánuði. Til að afla upplýsinga um hegðun vérkjanna, hversu lengi þeir höfðu varað og styrk og staðsetningu þeirra voru notaðar spurningar úr spurningalista sem notaður er við upplýsingasöfnun um sjúklinga við innlögn á Manchester & Salford Back Pain Centre í Englandi (Frost, 2000). Þátttakendur voru beðnir um að merkja staðsetningu verkjanna á teikningu af mannslíkama og meta styrk þeirra á kvarðanum 0-5 eins og þeir voru að jafnaði (dags daglega), mestir og minnstir þar sem hærri tala benti til meiri verkja. Einnig voru þátttakendur beðnir um að svara spurningum um hegðun verkjanna, þ.e. hvort þeir væru stöðugir eða breytilegir. Að lokum voru lýðfræðilegar spurníngar um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, menntun, atvinnuþátttöku og tekjuöflun. Spurningalistinn var forprófaður í febrúar 2003 á 10 einstaklingum sem þá voru að hefja meðferð á endurhæfingardeild FSA í Kristnesi. Úrvinnsla Notuð var lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna í SPSS- tölfræðiforritinu. Niðurstöður voru fengnar með því að reíkna út meðaltöl og fylgni breyta. Þar sem spurningalistinn, sem notaður var í þessari rannsókn, var samsettur úr hlutum úr öðrum spurningalistum og hlutar hans sérstaklega þýddir fyrir þessa rannsókn, var áreiðanleiki hans og innra samræmi prófuð með því að reikna úr Cronbachs alfa fyrir einstaka hluta og fyrir listann í heild. Áreiðanleikastuðlar fyrir einstaka hluta reyndust vera á bilinu 0,66-0,90 en fyrir spurningalistann í heild sinni 0,81. Allir áreíðanleíkastuðlar fyrir utan einn (að leiða verkina hjá sér (ignoring pain)), reyndust vera yfir 0,7 sem sýnir gott innra samræmi spurningalistans (Creswell, 2003; Polit og Hungler, 1999). Niðurstöður í upprunalegu úrtaki voru 12 karlar og 60 konur. Svör bárust frá 36 konum og 9 körlum og er það 62,5% heildarsvörun. Meðalaldur var 46,8 ár (spönn 21-72 ára). Aðeins 6 (13,3%) voru í launaðri vinnu og 17 höfðu verið frá vinnu vegna verkjanna lengur en 5 ár. Meirihluti þeirra sem ekki voru í vinnu (n=32) fengu örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Algengast var að fólk væri með verki á háls- og herðasvæði og í mjóbaki og flestir voru með verki á 3-4 stöðum í líkamanum. Meðalstyrkur verkja, sem þátttakendur höfðu að jafnaði, var 3,5 (spönn 2-5 á kvarðanum 0-5). Meðaltal fyrir verstu verki var 4,6 (spönn 3-5) og 2,4 (spönn 1-4) fyrir minnstu verki. Einkenni úrtaks er að finna í töflu 2. 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.