Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐSLUGREIN Tafla 2 Eldri leiðbeiningar Nýjar leiðbeiningar Aldursskilgreiningar Ungbarn yngra en 1 árs Barn 1 -8 ára Fullorðnir eldri en 8 ára Ungbarn yngra en 1 árs Barn 1 árs til kynþroska Fullorðnir frá kynþroska Greining á hjartastoppi Staðfesta meðvitundarleysi, opna öndunan/eg, athuga öndun og athuga púls Staðfesta meðvitundarleysi, opna öndunar- veg, athuga öndun, ekki athuga púls Fagfólk: athuga púls Framkvæmd endurlífgunar Byrja á að blása 2 sinnum, svo að hnoða 15 sinnum Byrja á að hnoða 30 sinnum, svo að blása 2 sinnum nema ef börn eða hjartastopp v/öndunar- stopps, s.s. astma, drukknunar eða hengingar Hlutföll hnoðs og blásturs Fullorðnir: 15 á móti 2 Börn: 15 á móti 2 Ungabörn: 5 á móti 1 Fullorðnir: 30 á móti 2 Börn: 30 á móti 2 Ungbörn: 30 á móti 2 Tveir fagaðilar; börn og ungbörn: 15 á móti 2 Hjartahnoð/staðsetning handa Tveimur fingurbreiddum ofan við flagbrjósk Á miðjan brjóstkassa Blástur Blása í 2 sekúndur Blása í 1 sekúndu Hjartarafstuð Fjöldi rafstuða: þrjú í röð. Taktgreining eftir hvert rafstuð. Fjöldi rafstuða: eitt. Taktgreina eftir að hafa hnoðað í 2 mínútur eftir rafstuð einhver fer í hjartastopp. Með því er blóðflæði haldið við til hjarta og heila og það eykur líkurnar á að hjartarafstuð virki. Við hjartarafstuð er verið að rjúfa ósamhæfðan samdrátt í hjartanu sem fylgir sleglatifi (ventricular fibrillation, VF). Ef hjartað er enn lífvænlegt tekur eðlilegur gangráður við og stýrir reglulegum samdrætti hjartans þannig að dæluvirkni kemst aftur á. Nýju leiðbeiningarnar segja til um að þegar einstaklingur fer í hjartastopp og vitni eru að stoppinu skuli strax hefja grunnendurlífgun með hjartahnoði og blæstri. Um leið og hjartarafstuðtæki er komið á staðinn skal greina taktinn og gefa eitt stuð ef viðkomandi er með sleglatif (VF) eða púlslausan sleglahraðtakt (ventricular tachycardia, VT). Eftir eitt stuð skal halda áfram grunnendurlífgun með hjartahnoði og blástursmeðferð í fimm umferðir eða um það bil tvær mínútur. Eftir það skal meta taktinn aftur. Ástæðan fyrir þessu er að eftir að sjúklingurinn er aftur kominn með reglulegan takt (sfnus) er jafnan takmarkað blóðflæði um líkamann og ekki víst að púls eða reglulegur taktur greinist. Á þessu hefur orðið breyting frá síðustu leiðbeiningum þegar gefin voru þrjú stuð í röð. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að fyrri leiðbeiningar miðuðu við einfasa rafstuðtæki. í dag nota flestir tvífasa stuðtæki og eru líkur á árangursríku rafstuði með þeim mun betri en með einfasa tæki. Ef ekki eru vitni að hjartastoppinu og grunur er að það hafi staðið í meira en fjórar til fimm mínútur.er mælt með fimm umferðum af grunnendurlífgun 30 á móti 2 eða í um það bil tvær mínútur áður en hjartarafstuð er veitt. Ástæðan fyrir þessu er að aukið blóðflæði til hjarta, sem fæst með grunnendurlífgun, getur aukið líkur á að hjartarafstuð beri árangur. Hafa rannóknir Wik o.fl. sýnt að fleiri sjúklingar lifa af þar sem þetta á við. Þegar gefið er stuð með einfasa stuðtæki skal stilla orkuna á 360J strax og nota alltaf sömu orku. Með tvífasa tæki skal stilla orkuna á 150-200J. Sjálfvirk stuðtæki (AED) hafa verið að ryðja sér til rúms síðastliðin ár og eru komin mjög víða þar sem margt fólk er saman komið, til dæmis í flugstöðvum, öldrunarstofnunum og líkamsræktarstöðvum. Þessi tæki eru mjög af hinu góða þar sem þau flýta fyrir að hægt sé að gefa fólki stuð á meðan það er enn þá með sleglatif (VF). Sjálfvirku stuðtækin eru mjög einföld í notkun og segja þeim sem notar tækið nákvæmlega hvað hann á að gera. Erfitt eða ómögulegt er að gera meiri skaða en orðinn er með þessum tækjum þar sem þau greina mjög nákvæmlega hvort hjartsláttur sjúklingsins er þess eðlis að von sé til þess að stuð komi honum í rétt horf. Ef um rafleysu (asystólu) eða rafvirkni án dæluvirkni (PEA) er að ræða er ekki mælt með stuði og þá skal halda áfram grunnendurlífgun og mikilvægt er að íhuga hugsanlegar orsakir hjartastoppsins (sjá töflu 1). 4. Sérhæfð aðstoð Minni áhersla er á lyfjagjöf í endurlífgun en áður. Ástæðan fyrir því er að engar lyfleysustýrðar rannsóknir hafa sýnt að lyfjagjöf breyti einhverju um hvort sjúklingur lifir frekar eftir hjartastopp. Þrátt fyrir það hafa lyfin ekki verið tekin Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.