Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 11

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 11
Gylfi 3 óv\ssony lögreglufullfrúi nni köllum og framhaldsrannsóknum vegna umferðarslysa, vinnuslysa, sjóslysa og í einstökum tilvikum vegna flugslysa. I deildinni starfa 12 manns. Atta þeirra á fjórskiptum vöktum , sinna útköllum á slysavettvang og fjórir vinna í dagvinnu að framhalds- rannsóknum slysamála. Nauðsynlegt er að hafa sem hæfast fólk við hin annasömu störf í deildinni. Starfið kallar á talsverða sérhæfingu, auk þess sem mikið reynir á mannlega sam- skiptaþáttinn, og þá oft við erfiðar aðstæður. Á síðasta ári voru tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík um 4800 um- ferðaróhöpp og- slys, 80 vinnuslys og 7 flugslys og/eða sjóslys. Á þessi tilvik voru ritaðar rúmlega 2100 skýrslur. c\ncWc\\s Fundarstjóri, ágætu fundarmenn. Ég starfa sem lögreglufulltrúi í Slysa- rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Mig langar til þess að byrja á því að kynna fyrir ykkur í stuttu máli starfsemi deild- arinnar. Slysarannsóknadeildin er hluti af rann- sóknadeild lögreglunnar. Hún sinnir út- Eins og nærri má geta væri ekki hægt að sinna þessum tilkynningum sem skyldi, ef ekki kæmi til aðstoð frá umferðar- og almennu deild lögregl- unnar. Innan skamms er ætlunin að færa rannsóknir mengunarslysa undir deildina, og aukast þá umsvif hennar til muna. Tæknideild er starfandi við em- bættið, og leitar slysarannsóknadeildin til hennar vegna töku vettvangsmynda og fleira, er lítur að tæknihlið rann- sóknar í alvarlegri slysamálum. Á síðasta ári slösuðust 70 manns alvarlega í umferðaslysum á starfs- svæði lögreglunnar í Reykjavík, en það nær frá Gróttuvita í vestri að botni Hvalfjarðar í austri. 11

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.