Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 41

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 41
/Oý Dogun af bræðrunum. Hann á stundum erfitt með að hlusta á falleg lög og sögur þar sem eitthvað sorglegt kemur fyrir. Til dæmis var ég að lesa fyrir hann söguna um Bróður minn Ljónshjarta. Það var honum ofviða að hlusta á þá sögu. Það hefur verið mjög erfitt að horfa á hann líða svona mikið. Eg hef fengið að heyra það hjá fólki sem stendur mér nálægt, að ef til vill höfum við talað of mikið við hann um strákana og haldið minningu þeirra um of á lofti. Ég held hins vegar ekki. Við höfum aldrei þröngvað honum til eins eða neins sem tengistminningu Fannars og Brynjars, heldur höfum við notað tæki- færið þegar hann opnar sjálfur fyrir þá um- ræðu. Það hafa komið þær stundir þegar hann hefur viljað fá að vita allt um slysið og aðdraganda þess og svo framvegis. Hann hefur spurt óþægilega nærgöngulla spurn- inga, sem ég hef ekki alltaf verið tilbúin að svara, þ.e. ekki mín vegna heldur hans sjálfs vegna. Hann hefur átt erfitt síðastliðið ár og það hefur komið fram m.a. í skólanum. Hátíða- stundirnar í skólastofunni fyrir s.l. jól voru honum mjög erfiðar. Þá var eins og sorgin helltist yfir hann. Hann var svo lánsamur að hafa einstakan kennara, unga konu sem hafði orðið fyrir svipaðri reynslu sem bam, hafði misst bróður sinn nokkurra mánaða gömul. Hún sagði mér að hún skildi Heimi minn mjög vel. Hún reyndist honum einstaklega vel og ég er ekki frá því að það hafi að einhverju leyti skilað sér. Ég hef reynt að útskýra fyrir honum að hann sé fimm árum á eftir okkur í sorginni. Við séum farin að jafna okkur eftir að hafa liðið eins og honum núna. Ég vil fara örfáum orðum um yngsta bamið mitt, Fannar Frey. Hann fæddist tæpu einu og hálfu ári eftir að Fannar og Brynjar létust. Hann er því fimm ára núna. Hann skoðar myndir af þeim og talar oft um þá og spyr okkur um ýmislegt varðandi líf þeirra hérna megin. Mér finnst eins og hann sé ekki enn farinn að skynja sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Að minnsta kosti sýnir hann enga tilburði í þá átt. - En ég er við öllu búin eftir að hafa gengið þessa erfiðu göngu með Heimi minn síðustu misseri. Það er sárt til þess að hugsa að bömin mín skuli þurfa að alast upp frá frumbernsku með sorgina sér við hlið. - Ég bið þess að við foreldrar þeirra höfum tekið sem réttast á málum og börnin okkar komist tilfinninga- lega heil til fullorðinsára - að þau verði jaftivel enn betri manneskjur en ella. Við verðum að vera á varðbergi gagn vart börnum okkar eftir ástvinamissi. Leyfum þeim að vera þátttakendur í sorginni með okkur. Útilokum þau ekki. Verum sjálf virkir þátttakendur í þönkum þeirra um lífið og tilvemna. ■ / om wmxM uv\ar skipat Varastjóm skipa: Sigurður Jóhannsson - Formaður Bragi Skúlason - Varaformaður Kristín Aðalsteinsdóttir - Gjaldkeri Árni Árnason IngibjÖrg Jóhannsdóttir - Ritari Ásgeir Ágústson Elínbjörg Jónsdóttir - Meðstjórnandi Halla Eiríksdóttir Elín Sverrisdóttir - Meðstjómandi Guðbjörg Þórðardóttir Jóna Dóra Karlsdóttir -Meðstjómandi Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir 41

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.