Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 17

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 17
AJý Dðgwrv látna og eins hitt, sem það kemur ekki til með að sakna. Útförin dregur til sín þann stuðning, sem stendur fólki næst fljótlega eftir að missirinn hefur átt sér stað og það er af hinu góða og getur reynstheilladrjúgt upp á framvinduna. Of t er þá stigið skref, sem margir k víða fyrir, það er gengið út úr sorgarhúsi til að mæta öðrum. Hin eiginlega aðlögun að lífi án nærveru þess, sem er látinn, byrjar þó síðar. Smátt og smátt er tekist á við nýtt hlutverk, sem byggir sumpart á því sem áður var og sumpart á því sem hefur aldrei verið fyrr. Þetta er erfiður, viðkvæmur og oft sárs- aukafullur tími. Hin mikla athygli fyrstu daga og vikna hefur þá vikið fyrir öllu því, sem líður fram eins og ekkert hafi í skorist. Þá er tómarúmið algjört hjá þeim, sem mest hafa misst og þörfin brýnust fyrir nálægð góðra vina, sem styðja án þess að þrýsta, og skilja án þess að fella dóma. Það er stundum við þessar nýju og fram- andi aðstæður að syrgjendur freistast til að gera stórbrotnar breytingar, sem betra er að bíða með svo sem eins og að selja, flytja, hella sér út í aukna athafnasemi, ný sambönd o.s.frv. Með stuðningi náinna vina eru meiri líkur á að syrgjandinn komist í snertingu við sjálfan sig, geri sér fulla grein fyrir hvað er misst, og geti þá betur tekist á við tilveru án ástvinar og látið laust það sem er liðið. Öðlast minningu í stað þess, sem áður var lifuð fullreynd og nálægð. Og allt tekur þetta tíma. Hversu langan tíma það tekur er einstaklingsbundið. Sorgarrannsóknir sem voru gerðar af Dr. Eric Lindemann í framhaldi af brunanum mikla í Boston á fjórða áratugnum, leiddu í ljós þá niðurstöðu, að ef eftirlifendur finndu enn til mikillar sorgar að liðnum sex vikum frá missi, þá væru viðbrögð þeirra óeðlileg og brýn þörf fyrir aðstoð geðlæknis. Rannsóknir á fimmta áratugnum töluðu um hálft ár, til að ljúka sorgarferlinum. Ara- tugi seinna má lesa um sorgarárið, al- mananaksárið, sem þyrfti til að leysa vand- ann og ljúka honum. Síðar hafa bæst við tvö til þrjú ár. Sannleikurinn er sá að fólk fer með sorgir sínar á sama hátt og önnur stór áföll, sem koma fyrir það í lífinu. Það er enginn af- markaður tími gefinn, sem sy rgjandinn hefur til að láta huggast. Hvort sem um er að ræða taumleysi tilfinninga eða frystingu þeirra eða yfirvegun á ytra borði, þá mun láta nærri að hver og einn þurfi að hafa sinn tíma, hver og einn þurfi að syrgja eins og honum sjálfum er eiginlegt og finnst best. Tíminn einn og sér græðir engin sár. Til þess að græðslan geti orðið, þurfum við að vinna með tímanum. Og þegar undin hefur lokast og það hefur hemað yfir, þá tekur enn í örið, vegna þess að reynslan sjálf er geymd en ekki gleymd. Eitthvert atvik, afmælisdagur, hátíð jóla og páska eða bara ekki nei tt sérstakt getur látið þann sem missti jafnvel fyrir áratugum finna til með líkum hætti og löngu áður. Það er eðlilegt og undirstrikar þá staðreynd að við kunnum að syrgja sviplegan dauða alla ævina út, með mismunandi miklum þunga. Margir spyrja: Hvenær er sorgin orðin óeðlileg og hvernig lýsir hún sér þá? Undar- legir hegðunarhættir, sem eru í hróplegu ósamræmi við persónugerð syrgjandans, eru auðþekkjanlegir. Þaðsem er minna áberandi, en þó augljóst, ef grannt er skoðað, er þegar þungi sorgarinnar setur til lengri tíma stöðugt strik í reglubundið daglegt líf og kemur niður á vinnu, svefni, heilsu og samskiptum. Þá gæti hjálp fagfólks verið nauðsynleg og hugsanlega læknismeðferð. í öllum tilvikum, er skilningur á ferli sorgarinnar gagnlegur bæði fyrir syrgjendur og alla þá sem styðja syrgjendur. Vinni þessir aðilar saman, þá standa vonir til að græðsla og lausn fáist, og aftur gefist kraftar til að lifa og njóta. 17

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.