Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 4
Ef menn eru með grunsemdir um að þeir séu með hjartaáfall þá er mikilvægt að þeir séu ekki sendir heim heldur að hjartalæknir sé kallaður til. Sveinn Guðmunds- son, formaður Hjartaheilla ,,Hægt og rólega fann maður sjálfstraustið aukast” ,,Ég mæli eindregið með Dale Carnegie. Æfingarnar sem notaðar voru á námskeiðinu voru mjög krefjandi en hægt og rólega fann maður sjálfsöryggið aukast” - Viktor Gísli Hallgrímsson Dale Carnegie hjálpar þér að leysa út læðingi orkuna sem í þér býr og gefur hugsunum þínum vængi. Sjáðu dagsetningar og upplýsingar um öll námskeið á dale.is Mikilvægt er að sögn for- manns Hjartaheilla að fólk með grun um hjartabilun fái meðhöndlun sem útiloki vafa. Landlæknir og lögregla rannsaka andlát sjúklings. bth@frettabladid.is Heilbrigðismál Maður sem lést á heimili sínu skömmu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans milli jóla og nýárs leitaði á móttökuna vegna verks fyrir hjarta. Dánarmein hans var hjartaáfall. Andri Ólafsson, sem sér um fjöl- miðlasamskipti fyrir Landspítal- ann, segir spítalanum óheimilt að tjá sig um einstök mál. Nánari upplýsingar en þegar hafi komið fram verði ekki gefnar út fyrr en að lokinni rannsókn. Málið hafi strax verið tilkynnt til Landlæknis og lögreglu í samræmi við verklags- reglur. Heimildir Fréttablaðsins herma að ekki sé augljóst að samhengi hafi verið á milli afdrifa manns- ins og álags á bráðamóttökuna þótt getum hafi verið leitt að slíku í fjölmiðlum. Ef andlát verður hjá sjúklingi skömmu eftir að hann er útskrifaður fer ákveðið rann- sóknarferli sjálfkrafa af stað. „Annað hvort var allt gert sem hægt var að gera á bráðamót- tökunni og óhappatilviljun hefur ráðið för eða þá að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir sérfræðingur sem kýs nafnleynd. „Það er von- laust að spá fyrir um það á þess- ari stundu á hvorn bóginn niður- staðan verður.“ Maðurinn var innan við sextugt er hann lést. Málið er rannsakað sem alvarlegt atvik. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá og hefur komið fram að maðurinn hafi áður verið hraustur. Hann hafi gengist undir skoðun og rannsókn- ir áður en hann var sendur heim. Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla, þekkir ekki sérstak- lega til þessa tiltekna máls. Hann segir almennt mjög mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk taki því alvar- lega ef fólk finnur fyrir verk sem það tengir hugsanlega við hjarta- bilun. „Það má ekki taka einkenni vegna hjartaverkja sem léttvæg,“ segir Sveinn. Hann nefnir verk út í bak, öxl eða jafnvel kjálka sem dæmi um einkenni sem þó séu ólík eftir kynjum „ Ef men n er u með g r u n- semdir um að þeir séu með hjarta- áfall þá er mikilvægt að þeir séu ekki sendir heim heldur að hjarta- læknir sé kallaður til. Ef ekki hefur verið tekið hjartalínurit þá er það mjög alvarlegt,“ segir Sveinn. Annar hver Íslendingur deyr úr hjartasjúkdómi. „Við erum að reyna að senda út þau skilaboð að þú átt alltaf að leita þér aðstoðar,“ segir Sveinn. „Sá sem heyrir aukahljóð í bíln- um fer með bílinn á verkstæði. Það þarf ekki að nefna að þá er miklu ríkari ástæða til að fara til læknis ef eitthvað breytist skyndilega. Þá er mikilvægt að gengið sé úr skugga um að allt sé í lagi.“ Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Embætti landlæknis og reyndi að auki að ná tali af aðstoðarmanni landlæknis en án árangurs. n Fór á bráðamóttöku vegna hjartaverks og lést úr hjartaáfalli rétt eftir útskrift Rannsókn er hafin á því hvers vegna maður sem leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna gruns um hjartabilun var sendur heim að lokinni skoðun. Hann lést úr hjartaáfalli. fréttablaðið/ ernir helgisteinar@frettabladid.is Öryggismál Albert Jónsson, fyrr- verandi sendiherra Íslands í Rúss- landi, segir enga þörf á verulegum breytingum á öryggismálum Íslands. Þetta kemur fram á vefsíðu Alberts sem kveður litlar líkur á því að stríðið í Úkraínu stigmagnist í stríð milli NATO og Rússlands. Albert segir að rússneskar her- f lugvélar, sem rufu oft f lughelgi Íslands fyrir nokkrum árum, hafi ekki látið sjá sig í tvö og hálft ár. Hernaðarmáttur Rússa á megin- landinu hafi minnkað töluvert vegna stríðsins og að það muni taka mörg ár að endurreisa hann. „NATO-ríkin hafa einungis tekið sig á í varnarmálum eftir margra ára- tuga vanrækslu og leggja nú meira fé af mörkum til landvarna. Finnland og Svíþjóð virðast vera einu ríkin sem hafa endurmetið varnarhags- muni sína,“ skrifar Albert. Varnir Íslands byggist aðallega á varnar- samningnum við Bandaríkin. Lang- öf lugasta herveldi heims muni standa við skuldbindingar gagnvart Íslandi á hættutímum. n Segir varnarsamninginn við Ísland verða efndan olafur@frettabladid.is NeyTeNDUr Matvælaráðuneytið tilkynnti í vikunni að á grundvelli tillagna spretthóps um stuðning við matvælaframleiðslu myndi það greiða samtals 450 milljónir króna til búgreina sem ekki njóta framleiðslu- stuðnings samkvæmt búvörusamn- ingum vegna kostnaðarhækkana við fóðuröflun. Hér er um að ræða verksmiðju- framleiðslu á svína- og alifuglakjöti og eggjum. 225 milljónir renna til svínakjötsframleiðslu, 160 milljónir til framleiðenda alifuglakjöts og 65 milljónir til eggjaframleiðenda. Þessir sömu framleiðendur hafa nú í kringum áramótin tilkynnt hækkanir á heildsöluverði á bilinu 3,4 til 8 prósent samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir hönd- um. Í gær óskuðu VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðn- aðarsambandið og Félag atvinnurek- enda saman eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráð- herra til að ræða lækkun og niður- fellingu tolla í þágu neytenda. Sérstaklega er bent á að ræða þurfi framkvæmd á útboðum tollakvóta út frá hagsmunum neytenda. n Hækka verðið þrátt fyrir styrki Kjúklinga-, svína- og eggjarækt er talin verksmiðjubúskapur. kristinnpall@frettabladid.is ÚkraíNa Yfirvöld í Úkraínu gáfu í gær lítið fyrir ósk Vladímírs Pút- íns, forseta Rússlands, um 36 tíma vopnahlé sem hefjist í hádeginu í dag til að Rússar geti haldið jól. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodimir Zelenskij, forseta Úkra- ínu, sagði Rússa fyrst þurfa að skila hernumdum svæðum til Úkraínu. Fyrr um daginn lýsti Pútín áhuga á friðarviðræðum í samtali við forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, en Podolyak hafnaði þeirri hugmynd. n Úkraína hafnar vopnahléi Pútíns Frá stórri her- æfingu sem fram fór í Hval- firði. fréttablaðið/ anton brink 4 Fréttir 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.