Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 6. janúar 2023 Allt galið gott hjá Palla Eftir að Páll Óskar Hjálmtýsson kvaddi gamla árið með skemmtilegum smelli í áramóta-skaupinu skemmti hann Íslendingum á Tenerife og tryllti salinn í brjálaðri stemmingu. Á sunnudag tekst hann síðan á við gullöldina í Hörpu. 2 Palli hefur notið lífsins á Tenerife þar sem hann tryllti íslenska ferðamenn á Pallaballi. Á sunnudaginn syngur hann með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpi. MYND/STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Boðið verður upp á ókeypis skauta- stund á morgun. MYND/AÐSEND starri@frettabladid.is Á morgun, laugardaginn 7. janúar, verður gestum og gangandi boðið frítt á skauta og í kaffi og kökur á milli klukkan 15.15 og 17.15 í Skautahöllinni í Laugardal. Tilefnið er 130 ára afmæli Skautafélags Reykjavíkur en félag- ið var stofnað þann dag árið 1893 af Axel V. Tulinius. „Við vonumst eftir að sjá fólk á öllum aldri skauta hér á morgun,“ segir Anna Gígja Kristjánsdóttir, íþróttastjóri listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur. „Það má búast við miklu fjöri og góðum tilþrifum hjá byrjendum sem lengra komnum. Í hléinu klukkan 16 ætlum við svo að bjóða upp á veitingar, þar á meðal afmælisköku auk þess sem list- hlaupa- og íshokkídeildir félagsins munu bjóða upp á sýningu.“ Skemmtileg íþrótt Anna segir skautaíþróttina vera skemmtilega og hæfa flestu fólki á öllum aldri. „Skautaíþróttin er fjölbreytt og samtvinnast af dansi, stökkum, píróettum og tjáningu. Að fara saman á skauta er eitt af því fáa sem öll fjölskyldan getur gert saman. Margir hafa farið í kringum jólin en við hvetjum alla til að nýta Skautahöllina mun betur og fara sem oftast yfir árið.“ Nánar á skautafelag.is. n Notaleg fjölskyldustund í Laugardalnum Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.