Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2023, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.01.2023, Qupperneq 8
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Endurhæf­ ing og bati Guðmund­ ar Felix, réttum tveimur árum eftir afar flókna handa­ ágræðslu á frönskum spítala, hefur geng­ ið langt framar vonum. Heildar­ viðbótar­ kostnaður er á milli 200 og 300 milljarðar króna. Þetta er bara ekki ásættanlegt lengur. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is ser@frettabladid.is Bráðavandi Það er ekki að spyrja að raun- veruleikatengslum hinnar hátimbruðu löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Þingflokksformað- ur Flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, er ekki fyrr búinn að lýsa því yfir, persónu- lega og prívat, að neyðarástand ríki í heilbrigðiskerfi lands- manna vegna álags, kulnunar og fólksflótta af völdum fráflæðis- vanda, að formaður velferðar- nefndar þingsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, bregst við kallinu. Hún ætlar að boða til fundar á næstu vikum í nefndinni, altso er jólafríi þingmanna lýkur. Það gæti orðið undir lok janúar. Pósturinn Vegir póstsins eru órannsakan- legir. Þeir sem hafa lagt sig í framkróka við að kanna þá til hlítar hafa endað úti í móa. Þetta fékk kunningi blaðsins að reyna er hann fékk sendingu úr Breta- veldi, vel innpakkaðan pappa- kassa frá dótturdóttur sinni, sjö ára hnátu, sem var að senda ömmu og afa jólagjöf. Hún hafði samviskusamlega pakkað henni inn í jólapappír með slaufu og merkimiða, en þar fyrir utan, á póstumslaginu, var samvisku- samlega tilgreint að um gjöf væri að ræða. Á umslagið höfðu póst- yfirvöld ritað hvert innihaldið var og eyðilagt þannig alveg jóla- stemninguna, takk fyrir. n Eftir að Króatía náði langþráðu markmiði sínu um áramótin og skipti út gjaldmiðli sínum fyrir evru eru þau orðin 20 Evrópulöndin sem nýta sér þennan næst- stærsta gjaldmiðil heims til hagsbóta fyrir ríkissjóð viðkomandi landa, fyrirtæki og heimili. Þá eru ótalin ríki utan Evrópusambandsins sem nota evru, ýmist með samningi við ESB eða einhliða. Á evrusvæðinu búa um 344 milljón borgarar. Frá því að Evrópusambandið tók upp sameiginlegan gjald- miðil hefur evrunni margoft verið spáð hrakförum og jafnvel andláti. Ekki kemur á óvart að spámenn- irnir hafa oftar en ekki verið úr röðum andstæðinga Evrópusambandsins og spádómarnir þá ekki síst verið til heimabrúks. Raunveruleikinn er sá að notendur evrunnar eru ánægðir. Það sýna kannanir svo ekki verður um villst. Hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil sem flestra Evrópulanda var vissulega djörf en á þeim ríflega 20 árum sem liðin eru hafa kostirnir verið umtalsvert meiri og afdrifaríkari en gallarnir. Og hefur þó gengið á ýmsu þessi ár þar sem fullkomið hrun á fjármála- mörkuðum og stríð innan Evrópu ber auðvitað hæst. Af hverju fær almenningur hér á Íslandi ekki að njóta þeirra kosta sem um 344 milljónir íbúa í nágranna- löndum okkar sækjast eftir? Það þarf óhemju stóran skammt af sjálfsblekkingu til að segjast tala fyrir hagsmunum heimila og fyrirtækja en hunsa um leið þann óviðunandi viðbótarvaxtakostnað sem íslenska krónan leiðir af sér um hver einustu mánaðamót. Svo vinnur það auðvitað beint gegn hagsmunum almenn- ings þegar ríkissjóður þarf að greiða marga tugi millj- arða króna á ári í þennan óþarfa viðbótarvaxtakostnað af skuldum sínum. Þetta dregur svo um munar úr getu stjórnvalda til að fjárfesta í og reka nauðsynlega innviði á borð við samgöngur og heilbrigðisþjónustu. Við erum föst í aðstæðum þar sem vaxtakjörin sem standa okkur til boða jafnast á við vanskilavexti á evrusvæðinu. Heildarviðbótarkostnaður er á milli 200 og 300 milljarðar króna. Þetta er bara ekki ásættan- legt lengur. Ekki fyrir heimili. Ekki fyrir fyrirtæki. Ekki fyrir ríkissjóð. n Óásættanlegt fyrir alla Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Viðreisnar Það ætti að vera skylda allra lands- manna að hlusta á og sjá Guð- mund Felix Grétarsson tala frá hjartanu í nýju viðtali á Frétta- vaktinni á Hringbraut, sem sent var út í gærkvöld, en er áfram aðgengilegt á vef blaðsins, frettabladid.is. Æðruleysi stafar af hverju orði Guðmund- ar Felix í þessu viðtali þar sem hann lýsir því af einlægni hvernig hann hefur tekist á við hlutskipti sitt á síðustu áratugum. Og þar fer saman þakklæti og kímni, einhver sú besta blanda sem hugurinn þarf á að halda í veruleika hversdagsins. Endurhæfing og bati Guðmundar Felix, réttum tveimur árum eftir afar f lókna handaágræðslu á frönskum spítala, hefur gengið langt framar vonum. Og það getur engin lifandi sála annað en hrifist af því þegar kappinn lýsir væntingum sínum og vonum sem reikað hafa um huga hans á síðustu árum, bæði fyrir og eftir aðgerðina. Hann var að öllu leyti búinn að búa sig undir þau ósköp að ágræðslan mistækist að mestu eða að öllu leyti, taka þyrfti nýju handleggina af honum að hluta eða öllu leyti – og að hand- langarinn, eins og hann kallaði sjálfan sig á biðtímanum eftir nýjum handleggjum, stæði aftur uppi handalaus – og það til eilífðarnóns. En þess þá heldur að hann væri fullur þakklætis þegar hann fyndi fyrir því á hverjum degi, hverri einustu mínútu, að mátturinn væri að streyma fram í hend- urnar og fingurna. Og enda þótt það væri enn þá svo að þegar hann biti í þumal- puttann og verkurinn kæmi fram í næsta fingri til hliðar, væru taugarnar samt að ná áttum, smám saman – og myndu að öllum líkindum finna sína leið út í ystu kjúkur á endanum. Svo baðaði hann út höndunum í miðju viðtalinu, klóraði sér í nefinu, sem hann sagði vera dásamlega hreyfigetu sem hann hefði saknað í 23 ár, en að svo búnu tók hann með báðum lófum utan um vatns- glas á borðinu í myndverinu og lyfti því að vörum sér og tók góðan sopa. Það segir alla söguna um sigurgöngu þessa manns, sem reynt hefur meira á eigin skinni en langflestir aðrir landsmenn, að hann fékk að vera einn heima um heila helgi, fyrir nokkrum vikum, í fyrsta skipti í aldarfjórðung, einn og óstuddur. Til hamingju, Guðmundur Felix. n Til hamingju N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Skoðun FréTTablaðið 6. janúar 2023 FÖSTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.