Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Frumsýnd: 20. janúar 2023 Aðalhlutverk: Aubrey Plaza, Hugh Grant, Jas- on Statham, Euginia Kuzmina, Cary Elwes og Josh Hartnett Handrit: Ivan Atkinson, Marn Davies og Guy Ritchie Leikstjórn: Guy Ritchie Frumsýnd: 13. janúar 2023 Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Josh Duha- mel, Lenny Kravitz, Jennifer Coolidge, Sonia Braga og Cheech Marin. Handrit: Mark Hammer Leikstjórn: Jason Moore Þegar koma þarf í veg fyrir sölu á nýrri gereyðingartækni í kapp- hlaupi við vopnasalann og millj- arðamæringinn Greg Simmonds (Hugh Grant) dugar ekkert minna en að fá súpernjósnarann, Orson Fortune (Jason Statham) í málið. Hann lætur tregur til leiðast og fær í lið með sér einvalalið bestu útsendara í heiminum. Hann virkjar líka með sér stærstu stjörn- una í Hollywood, Danny Francesco (Josh Hartnett) í leiðangurinn til að bjarga heiminum. Málið snýst um að ná aftur stolnum hlut, sem kallaður er „The Handle“. Hvorki skuggalega leyni- þjónustan sem stendur á bak við aðgerðina né teymið sem á að ná hlutnum vita hvað þetta andstyggi- lega fyrirbæri er. Öllum er hins vegar kunnugt um að verðmiðinn er tíu milljarðar Bandaríkjadala og „The Handle“ má alls ekki komast í hendur óprúttinna aðila. Leikstjórinn, Guy Ritchie, og Jason Statham unnu fyrst saman í myndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels, sem var frumraun Ritchies í leikstjórn og myndin sem gerði Statham að stjörnu. Þeir unnu líka saman í Snatch, sem sló heldur betur í gegn, auk þess að gera saman Revolver og nýlega tryllinn Wrath of Man. Í Operation Fortune færa þeir félagar okkur njósnatrylli sem heldur betur passar inn í Guy Ritc- hie-stílinn sem leyfir spennunni og kímninni að njóta sín þannig að þær styðja hvor aðra. n Smárabíó og Háskólabíó Þegar mikið liggur við Fjölskyldur þeirra beggja eru alveg ágætar, já, hreint elskulegar. Þær hafa bara mjög sterkar skoð- anir á öllu og eru kannski ekki alltaf sammála. Nú eru Darcy (Jennifer Lopez) og Tom (Josh Duhamel) búin að stefna fjölskyldum sínum á framandi stað í brúðkaup sem á að slá út allt annað sem áður hefur verið gert í þessum efnum. Fara þá ekki brúðhjónin sjálf að fá efasemdir um ágæti ráðahags- ins! Eins og það sé eitt og sér ekki nóg til að skyggja á gleðina bætist við að skyndilega eru allir í bráðri lífshættu þegar glæpagengi ræðst inn í veisluna og tekur alla gestina í gíslingu. Heitið „í blíðu og stríðu“ tekur á sig allt aðra og meiri merkingu í þessari frábæru gamanmynd þar sem adrenalínið streymir um æðar í trylltum æsingi þar sem Darcy og Tom verða að bjarga ást- vinum og mega helst ekki drepa hvort annað fyrst. En, viti menn, í öllum æsingn- um, þegar þau verða að standa saman eigi þau að halda lífi, rifjast upp fyrir þeim hvers vegna þau hrifust hvort af öðru og urðu ást- fangin. Jennifer Lopez er kjörin í gamanhlutverk af þessu tagi og Josh Duhamel er svo sem enginn viðvaningur heldur. Fyrir lengra komna má nefna að meðal leikara eru Jennifer Coolidge, Sonia Braga og Cheech Marin. Góð ástæða til að mæta í bíó. n Smárabíó og Háskólabíó Dregur fram ósvikinn hlátur Það getur reynst skamm- góður vermir að stytta sér leið og treysta óþekktri tækni. Frumsýnd: 13. janúar 2023 Aðalhlutverk: Allison Williams, Violet McGraw, Amie Donald, Jenna Davis, Jen Van Epps og Brian Jordan Alvarez Handrit: Akela Cooper og James Wan Leikstjórn: Gerard Johnstone Gemma er vélmennaverk- fræðingur hjá leikfangafyrirtæki sem hefur notað gervigreind til að þróa frumgerð að M3GAN (stytting á „Model 3 Generative Android“) sem er brúða í manns- líki, forrituð til að vera besti félagi barns og besti bandamaður foreldris. Óvænt verður Gemma forráða- maður átta ára gamallar frænku sinnar, Cady, þegar foreldrar hennar deyja í bílslysi. Hún er algerlega óundirbúin fyrir þetta skyndilega foreldrahlutverk og er auk þess undir gríðarlegu álagi í vinnunni. Gemma veit vart hvað hún á að gera en kemst að þeirri niður- stöðu að best sé að para saman M3GAN frumgerðina og frænku hennar. Þannig geti hún fengið frið til að sinna krefjandi verkefn- um í vinnunni jafnframt því sem tryggt sé að Cady sé undir traustri handleiðslu og gæslu M3GAN. Þessi ákvörðun dregur dilk á eftir sér. M3GAN er að miklu leyti órannsökuð og ekki líður á löngu þar til hún þróar með sér sjálfs- vitund og ofverndar Cady með því að meiða, og jafnvel drepa, hvern þann sem stendur í vegi fyrir því að hún geti verndað barnið. Hún ræðst með afli sínu gegn hverju þeim sem ógnar Cathy, fyrst utanaðkomandi, en ekki líður á löngu þar til jafnvel Gemmu fer að standa ógn af M3GAN. Sannir hrollvekjuaðdáendur verða ekki sviknir af M3GAN. Gæti eitthvað svona verið að gerast í sívaxandi tækniheimi 21. aldarinnar? n Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Smárabíó Hættan af óbeislaðri tækni Charlie er næstum 300 kílóa einbúi. Hann er prófessor og kennir ritlist á netinu en gætir þess að hafa slökkt á netmynda- vélinni vegna þess að hann þorir ekki að láta nemendur sína sjá sig. Eini vinur Charlie er hjúkrunar- konan Liz sem annast hann. Hún reynir að fá hann til að leita sér hjálpar þar sem hún óttast að hann eigi alvarlega á hættu að fá hjartaáfall. Annar gestur á heimili Charlies er Thomas, kristniboði á vegum trúsöfnuðar sem berst gegn sam- kynhneigð. Hann lítur á það sem sitt hlutverk að frelsa Charlie. Mjög andar köldu milli Thomas og Liz. Charlie er að reyna að komast aftur í samband við Ellie, dóttur sína á táningsaldri, sem hann hefur ekki séð í átta ár. Hann býður henni alla sína peninga fyrir að verja tíma með sér án vitundar móður hennar. Hún samþykkir með því skilyrði að hann hjálpi henni að endurskrifa skólaritgerð. Charlie fellst á það en gerir kröfu um að Ellie skrifi í stílabók sem hann gefur henni. Í ljós kemur að Liz er ættleidd dóttir leiðtoga trúsöfnuðarins sem Thomas gengur erinda fyrir og tengist Alan, ástmanni Charlie, sem framið hafði sjálfsmorð vegna sektarkenndar yfir kyn- hneigð sinni. Ofát Charlies hafði byrjað í kjölfar dauða Alans. Ekki er rétt að rekja atburðarás- ina lengra hér, en Brendan Fraser þykir vinna mikinn leiksigur sem Charlie í þessari stórfenglegu mynd um mannlega bresti, for- dóma, hroka, minnimáttarkennd, væntumþykju, svik og hlýju. n Laugarásbíó og Háskólabíó Magnaður tilfinningarússibani Stórfeng- legur leikur Brendans Fraser í mynd sem fangar tilfinn- ingarnar. Njósnat- ryllir sem leyfir spennunni og kímn- inni að njóta sín. Heitið „í blíðu og stríðu“ tekur á sig allt aðra og meiri merkingu. Frumsýnd: 27. janúar 2023 Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Sadie Sink, Ty Simpkins, Hong Chau, Samantha Morton og Sathya Sridharan Handrit: Samuel D. Hunter Leikstjórn: Darren Aronofsky 2 kynningarblað 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURKviKMynDir Mánaðarins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.