Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 10
Það er gaman að eiga afmæli á þrettándanum og ég fæ yfir til mín vini og vandamenn í fiskisúpu í dag, að vanda. Hafmeyjan hafði áður misst höfuðið þegar það var sagað af árið 1964. Þrettándabarnið Þórunn Lárus- dóttir fagnar fimmtugsafmæli í dag. Hún segir gaman að eiga afmæli á þrettándanum en viður- kennir aðspurð að hún sakni þó sólarinnar í Sitges. arnartomas@frettabladid.is „Ég er rosalegt afmælisbarn og hef alltaf fagnað hverjum einasta afmælisdegi,“ segir Þórunn Lárusdóttir, söngkona, leikkona og leikstjóri, sem fagnar fimm- tíu ára afmæli sínu í dag. „Það er gaman að eiga afmæli á þrettándanum og ég fæ yfir til mín vini og vandamenn í fiski- súpu í dag, að vanda.“ Þórunn og fjölskylda bjuggu um tíma í Sitges á Spáni en f luttu aftur til Íslands fyrir einhverju síðan. Saknar fjölskyldan ekkert Spánar í þessum íslensku vetrar- hörkum? „Þú getur rétt ímyndað þér!“ svarar Þórunn hlæjandi. „Ég sagði einmitt við dóttur mína um daginn þegar frostið var sem mest að mig mig langaði svo til Sitges að ég væri alveg að deyja.“ Samdrættir og söngdívur Það var einmitt í Sitges þar sem Þórunn lærði kvikmyndagerð en hún er núna á fullu að fjármagna bíómynd. „Þetta er handrit sem ég skrifaði með vinkonu minni og er að vona að hún geti farið í framleiðslu í sumar,“ segir hún. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduævintýri, með nóg af söngi, dansi, gríni og glensi.“ Þá er Þórunn einnig að æfa verkið Samdrætti eftir enska leikskáldið Mike Bartlett sem verður frumsýnt í Tjarnar- bíói í febrúar í leikstjórn Þóru Karítasar Árnadóttur. „Þetta er rosalega marglaga verk og bráðfyndið með djúpum undirtóni. Algjört konfekt fyrir leikarann,“ segir Þórunn um Samdrætti sem fjallar að vissu leyti um eitraða vinnustaðamenn- ingu. „Það getur bæði verið hálfsúrreal- ískt og ekki - þetta fær mann til að spyrja sig spurninga eftir áhorfið.“ Á prjónunum hjá Þórunni eru þá óupptaldir tónleikar í Salnum í Kópa- vogi 14. janúar þar sem hún stígur á stokk ásamt vinkonum sínum Margréti Eir, Siggu Eyrúnu og Hönsu. „Þetta eru skemmtilegir dívutónleikar þar sem við höfum tekið saman okkar uppáhalds leikhús- og söngleikjamúsík – ég hlakka rosalega til!“ Grímuball af stærri gerðinni Þórunn hefur venjulega þann sið að hlaða í stórt partí á afmælisdeginum en vegna aðstæðna í dag mun það aðeins frestast í ár. „Ég ætla ekki að halda upp á afmælisdaginn heldur afmælisárið,“ segir hún og er með ýmis plön til að framfylgja því. Stærsta afmælispartíið til þessa var fertugsafmæli Þórunnar þegar hún hélt grímuball af stærri gerðinni. „Ég fór alveg alla leið og það var ógeðs- lega gaman,“ minnist hún. „Ég var með vegleg verðlaun fyrir besta grímubún- inginn sem gerði það að verkum að fólk setti þvílíkan metnað í búninginn. Það er svo gaman að halda svona grímuball því þá fer fólk að tala saman sem þekkist ekkert, enda er það líklega ástæðan fyrir því að þetta er upphaflega gert.“ n Fiskisúpa á fimmtugsafmælinu Þórunn Lárudóttir er með bíómynd á prjónunum og efnir líka til tónleika um aðra helgi með vinkonum sínum. Fréttablaðið/Valli Höfuð litlu hafmeyjunnar, frægustu styttu Danmerkur og einkennistákns Kaupmannahafnar, var horfið þann 6. janúar 1998. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hafmeyjan missti höf- uðið en það hafði fyrst verið sagað af árið 1964 og var höfuðið sem nú var horfið því eftirmynd. Sökudólgarnir í skemmdarverkinu í þetta skipti fund- ust aldrei en höfðinu var skilað nafn- laust og fest aftur á þann 4. febrúar á sama ári. Litla hafmeyjan hefur í gegnum tíð- ina verið algengt skotmark skemmdar- varga sem hafa meðal annars höggvið af henni handlegginn, sprengt hana af stalli sínum, fest á hana gervilim og málað hana í alls konar litum. Styttan er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Kaupmannahöfn og sýnir umbreyt- ingu hafmeyjunnar í manneskju úr ævintýri H.C. Andersen. n Þetta gerðist: 6. janúar 1998 Litla hafmeyjan afhöfðuð Merkisatburðir 1709 Mesta kuldatímabil í Evrópu í 500 ár hefst og stendur í þrjá mánuði. Tugþúsundir manna deyja úr kulda og enn fleiri úr hungri vegna uppskerubrests um sumarið og haustið. 1902 Í Reykjavík er haldinn grímudansleikur í fyrsta sinn og þykir góð skemmtun. 1919 Frímúrarareglan á Íslandi stofnuð. 1957 Elvis Presley kemur fram í þriðja og síðasta skipti í sjónvarpsþætti Eds Sullivan og er aðeins sýndur fyrir ofan mitti, þar sem mjaðmahreyfingar hans þykja ósiðlegar. 1986 Hafskipsmálið: Íslenska skipafélagið Hafskip lýst gjaldþrota. 1990 Sjónvarpsþáttur Spaugstofunnar, 90 á stöðinni, hefur göngu sína í Ríkisútvarpinu. arnartomas@frettabladid.is Heilsuátakið Þurr janúar hefur rutt sér rúms á Íslandi á und- anförnum árum en þar er öllu áfengi sleppt í janúarmánuði. Átakið á rætur sínar að rekja til Bretlands en hefur síðan þá teygt út anga sína til fjölda landa. Á Íslandi eru bindindissam- tökin IOGT meðal þeirra sem standa að Þurrum janúar og segir Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri þeirra, að áhugi á átakinu aukist ár hvert. „Þetta er þriðja árið sem við höldum þessu úti,“ segir Aðal- steinn. „0,22 prósent þjóðarinnar notuðu appið okkar – rosa- lega lág tala en gríðarlega stórt hlutfall á svona sértæku appi. Það er mun meiri þátttaka hér miðað við aðrar þjóðir.“ Þá eru auðvitað einhverjir sem taka þátt án þess að nota appið. Heilsufarslegur ávinningur þess að hætta drykkju alfarið er títt ræddur en hefur það nokkuð upp á sig að hætta í einn mánuð? „Þú verður síður veikur, kynlífið þitt getur batnað, svefninn batnar, blóðþrýstingurinn lækkar og svo lengi mætti telja,“ segir Aðalsteinn sem bendir fólki á að kynna sér Þurran janúar nánar á Facebook-síðu átaksins. n Sleppa búsi í janúar Sífellt fleiri taka þátt í þurrum janúar ár hvert. Fréttablaðið/Getty Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, Atli Steinar Stefánsson Axfjörð Hólabraut 8, Hafnarfirði, lést föstudaginn 30. desember sl. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning nr. 0123-15-086370, kt. 280670-5539. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, 12. janúar kl. 13.00. Helga Sif Grétarsdóttir Víkingur Örn Atlason Axfjörð Kristín Þ. Matthíasd. Axfjörð Stefán Friðrik Ingólfsson Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir Aðalsteinn Leifsson Matthías Stefánsson Herdís Rut Hallgrímsdóttir Grétar Guðmundsson Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson yfirlæknir, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 4. janúar sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 13. Sólveig Þorsteinsdóttir Jorge Palmeirim Árni Þorsteinsson María Loftsdóttir Heimir Þorsteinsson Hanna Þóra G. Thordarson barnabörn og barnabarnabörn TímamóT FréttabLaðið 6. janúar 2023 FÖSTUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.