Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 28
James Dean (1931–1955) Leikarinn James Dean var aðeins 24 ára þegar hann lést í bílslysi 30. september 1955 þegar nýi Porsche Spyder sportbíllinn hans lenti í árekstri við Ford Tudor fólksbíl á gatnamótum. East of Eden hafði þá þegar verið frum- sýnd en hinar myndirnar tvær sem gerðu hann að stórstjörnu, Rebel Without a Cause og Giant, voru frumsýndar að honum látnum. Bílslysið batt snöggan enda á það sem hefði getað orðið enn glæsilegri leikferill en gerði hann um leið að goðsögn: „Too Fast to Live, Too Young to Die.“ Hetjuheppnin er ekki öllum gefin Ofurhetjuleikarinn Jeremy Renner virðist góðu heilli ætla að sleppa með skrekk- inn frá lífshættulegu slysi við snjóruðning. Saga Hollywood geymir þó því miður mörg átakanleg dæmi um að frægð og frami eru ekki öruggari slysa- og líftryggingar en þær sem sauðsvörtum almúg- anum standa til boða. toti@frettabladid.is Leikarinn Jeremy Renner státar af tveimur Óskarsverðlaunatil- nefningum, fyrir The Hurt Locker og The Town, en hefur í seinni tíð verið frekastur til fjörsins í Marvel- kvikmyndaheiminum sem bog- fimi-hefnandinn Hawkeye. Þá hefur hann komist í hann krappan í The Bourne Legacy og ýmsum hasar öðrum þar sem persónur og leik- endur hafa tilhneigingu til að sleppa lygilega vel úr bráðum lífsháska. Ofurhetjuheppnin var greinilega með h i nu m 51 á r s gamla Renner á fyrsta degi árs- ins þegar hann var að r yðja heimkeyrsluna með tæplega 7 tonna snjóplóg þegar ekki vildi betur til en svo að hann varð undir tækinu sem gerði honum lífshættulega áverka á bringu og fæti auk þess sem hann missti mikið blóð. Hann er meðal annars talinn eiga líf sitt að þakka skjótum og réttum viðbrögðum nágranna sem hlúðu að honum þar til þyrla f lutti hann á gjörgæslu. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en virðist allur vera að koma til og það lofar góðu að hann hefur sýnt ágætis lífsmörk á Insta- gram. n Jayne Mansfield (1933–1967) Leikkonan, ljóshærða þokkagyðjan og Holly- wood-goðsögnin Jayne Mansfield lést samstundis þegar hún var farþegi í bíl sem ók aftan á trukk á Route 90 austur af New Orleans í Louisiana. Bílstjórinn Ronald B. Harrison og Samuel S. Brody, lögmaður Mansfield og unnusti, létust einnig í slys- inu. Börnin hennar þrjú; Mickey, átta ára, Zoltan, sex ára, og þriggja ára dóttirin Mariska, sem voru sofandi í aftursætinu, slösuðust en lifðu slysið af. Mariska lagði leiklistina síðar fyrir sig og á að baki glæstan 24 ára feril sem kynferðisbrotalöggan Olivia Benson í Law&Order: SVU. Þættirnir eru þeir langlífustu í bandarískri sjónvarpssögu en úthald þeirra er ekki síst þakkað Marisku og vinsældum hennar í aðalhlutverkinu. Paul Walker (1973–2013) Svo kaldhæðnislega vill til að þegar leikarinn Paul Walker lést, aðeins fertugur að aldri, í bílslysi á hraðskreiðri Porsche-bifreið, hafði hann fest sig rækilega í sessi sem einn aðalleikarinn í fáránlega vinsælum og endingargóðum hasarmyndabálk- inum sem kenndur er við Fast and the Furious. Walker var farþegi en vinur hans og reyndur öku- þór, Roger Rodas, var undir stýri þegar hann missti einhverra hluta vegna stjórn á Porsche Carrera GT bifreiðinni sem hafnaði á tré. Við áreksturinn kviknaði í bílnum og vinirnir létust báðir. Anton Yelchin (1989–2016) Leikarinn Anton Yelchin fæddist í Sovétríkjunum en fluttist sex mánaða gamall til Bandaríkjanna þar sem hann hóf leikferilinn sem barnastjarna. Hann var á góðri siglingu og naut ekki síst vinsælda sem Chekov í endurræstum Star Trek-myndaflokknum. Yelchin var aðeins 27 ára þegar vinir hans komu að honum látnum þar sem hann var kraminn milli Grand Cherokee-bifreiðar sinnar og öryggisgirð- ingar heimilis hans í Los Angeles. Talið er að átakanlega einkennilegt banaslysið hafið orðið þegar Yelchin fór út úr bílnum til þess að kanna læsingu hliðsins og sækja póstinn en bílinn hafi þá runnið á eftir honum með þessum hörmulegu afleiðingum. Anne Heche (1969–2022) Leikkonan Anne Heche var 53 ára þegar hún lést 14. ágúst á síðasta ári eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél eftir að hún ók á hús með skelfilegum afleiðingum. Lítið hafði sést til Heche, sem var lengi í sambandi með Ellen DeGeneres, í seinni tíð en hún lék meðal annars í myndunum Donnie Brasco, Six Days, Seven Nights og Wag the Dog. Heche ók bíl sínum á hús í Los Angeles þannig að það kviknaði bæði í því og bíl leikkonunnar. Aðstæður á slysstað voru því með versta móti og það tók 45 mínútur að ná Heche úr brenn- andi flakinu. Áverkar hennar voru það miklir að lífslíkur hennar voru litlar sem engar og hún lést nokkrum dögum síðar af völdum reyk eitr unar og brunasára án þess að komast til meðvitundar. Harrison Ford með Heche í Six Days, Seven Nights en heppinn hefur hann lifað nokkur misalvarleg flugslys. Hawkeye sleppur oft naumlega og heppni hans elti Renner yfir í raunveruleikann. Mynd/InstagraM toti@frettabladid.is Sveinn Waage, markaðsstjóri og fyrirlesari, hefur slegið hressilega í gegn með fagnaðarerindi sitt um mikilvægi húmors fyrir heilsuna, atvinnulífið og tilveruna alla í fyrir- lestrinum Húmor virkar. „Húmor er auðvitað alls konar og ég æpi yfir einhverju sem öðrum finnst ófyndið,“ segir Sveinn. „En þessi yfirferð yfir virkni húmors í sínum fjölbreyttu myndum virðist alla vega virka. Boðskapurinn er svo dásamlegur.“ Sveinn bendir á að á milli þess sem hann steig fyrst fram í janúar í fyrra á Læknadögum í Hörpu og Heilsuþingi heilbrigðisráðuneytis- ins í nóvember hafi áhuginn og eftirspurnin verið ævintýri líkust. Hann segir fyrirspurnir og bók- anir fyrir þetta ár benda til þess að hann muni hafa enn meira að gera 2023. Þá séu ýmis sér- og samstarfs- verkefni í undirbúningi en sem fyrr verði fyrirlesturinn hryggjar- stykkið. „Hann er uppfærður reglulega en alltaf með sama fallega og mikil- væga boðskapinn u m m a g n a ð a virkni byggðum á akademísk um g r unni, rey nslu og dásamleg um dæmum sem hreyfa við öllum.“ Sveinn bætir við að meðbyrinn sé slíkur að hann heiti því að rukka ekki fyrir fyrirlesturinn ef svo ólíklega vilji til að húmorinn virki ekki. „Kannski er gamli markaðsmaðurinn að laumast að með þetta skilyrði um að ekkert verði greitt fyrir enga ánægju,“ segir Sveinn og er, a ld rei þe s su vant, ekki að grínast. „Við munum samt standa við þetta ef til þess kemur enda er ekkert eins ömur- legt og að rukka fyrir fyrirlestur eða hvaða gigg sem er ef það virkar ekki.“ Aðspurður segist Sveinn ekki hafa miklar áhyggjur af því að fólk muni gera sér upp óánægju til þess að fá fyrirlesturinn ókeypis. „En ef það er planað að sitja yfir heilum fyrir- lestri og hafa ekki gaman þá nýtist það klárlega sem efni í fyrirlestur- inn,“ segir Sveinn og hlær áður en hann laumar að netfanginu humor- virkar@gmail.com fyrir þá sem vilja láta reyna á þetta tilboð hans. n Sveinn rukkar ekki nema húmorinn virki Sveinn Waage, markaðsstjóri og fyrirlesari 16 Lífið 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðiðLíFið Fréttablaðið 6. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.