Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Nýju ári fylgja ný markmið. Oftast. Fjöldi landsmanna heitir því að verða mjórri, ríkari, sætari, hlaupa lengra eða ferðast meira. Lifa til fulls. Verða besta útgáfan af sjálfum sér. Það er reyndar fáheyrt áramótaheit að verða versta mögulega útgáfan af sjálfum sér, kannski sem betur fer. Markmið nýs árs snúa oft að ytra byrði manneskjunnar. Útliti, líkamsþyngd, getunni til að kaupa hluti og upplifanir sem verðskulda góðan póst á Instagram. Enda hendir kona í feita stöðufærslu taki hún upp á ferðalögum á framandi slóðir, svo ég tali nú ekki um hlaup, allt um eða yfir 10 kílómetra verðugt birt- ingarefni! Því er þó ekki að neita að bestu útgáfurnar, ofurfólkið sem hleypur maraþon í dögun og fastar meginhluta sólarhringsins, á aðdáun okkar skilið. Afköst og árangur. Brjálað að gera og allir sætir og mjóir. Samt verið að #lifaognjóta. En af hverju erum við ekki nógu góð? Hvað þarf að sanna, fyrir hverjum og hvers vegna? Mæli- kvarði verðleika þjóðarinnar hefur löngum falist í dugnaði. Er ekki brjálað að gera? Jú! Gott að heyra! Fólk sem hefur ekki brjálað að gera er líklega húðlatt og stærri synd er vart hægt að fremja. Við metum verðleika okkar og stundum tilverurétt út frá títt- nefndum en misskildum dugnaði. Mín (ég viðurkenni, írónísku) áramótaheit eru þess vegna að vera duglegri í ræktinni, taka gönguskíðin alla leið, hlaupa nátt- úruhlaup, hætta að borða brauð, drekka bara gulrótar- og sellerís- safa fyrir hádegi og lesa 52 bækur. Svo dugleg að #lifaognjóta! n Lifa og njóta Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur n Bakþankar lyaver.is Netapótek Lyavers Þrettándasalan er opin í dag um allt land. Okkar styrkur skiptir máli! flugeldar.is Þrettándasala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.