Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 18
Unnendur kvik- mynda og franskrar tungu og menningar ganga hér að allsnægta- hlaðborði. Fram undan er stórkostleg frönsk kvikmyndaveisla, brot af bestu kvikmyndum ársins! Franska kvikmyndahátíðin, elsta erlenda kvikmyndahá- tíðin á Íslandi, verður haldin í 23. skiptið í Bíó Paradís dagana 20. til 29. janúar 2023. Kvikmyndahátíðin er samstarf Bíó Paradísar, Alliance Française í Reykja- vík, franska sendiráðsins á Íslandi og Institut français. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Final Cut (Coupez !), frá- bær gamanmynd þar sem hópur kvikmyndagerðarmanna lendir í kröppum dansi í tökum á lítilli uppvakningamynd, en hlutirnir flækjast þegar alvöru uppvakn- ingar fara að trufla framleiðsluna. Myndin, sem var opnunarmynd Cannes-kvikmyndahátíðarinnar 2022, er endurgerð á hinni stór- kostlegu One Cut of the Dead sem sló í gegn í Bíó Paradís. Hún fer í almennar sýningar að hátíð lokinni í Bíó Paradís. Flestar myndirnar á hátíðinni hafa hlotið mikla athygli á heims- vísu. Þar má nefna nýju mynd Miu Hansen Løve, Un Beau Matin, sem hreppti Europa Cinemas Label verðlaunin í Cannes á síðasta ári og St. Omer sem er framlag Frakk- lands til Óskarsverðlaunanna. Athygli vekur að flestum mynd- anna sem sýndar eru á kvikmynda- hátíðinni í ár leikstýrir ný kynslóð kvenleikstjóra í Frakklandi eða frönskumælandi löndum. Aðrar myndir sem sýndar verða eru: Woman at Sea (Grand marin) Frumsýnd verður kvikmyndin Woman at Sea sem er frumraun leikkonunnar Dinaru Drukanova sem leikstjóra en hún leikur einn- ig aðalhlutverkið í myndinni. Myndin, sem gerist við Íslands- strendur, er framleidd af Benedikt Erlingssyni og í aukahlutverkum eru meðal annars Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jóhannsson. Lili hefur yfirgefið allt til að elta draum sinn um að ferðast um heiminn og veiða í Norður- sjónum. Hún verður eini kvenkyns meðlimurinn í áhöfn íslensks fisk- veiðibáts og fær gælunafnið Þröstur (e. Sparrow) en bak við saklaust og viðkvæmt andlitið er járnkona. Myndin er að miklu leyti tekin upp á Íslandi. One Fine Morning (Un beau matin) Ung móðir sem býr með átta ára dóttur sinni er á tímamótum þar sem hún þarf að sinna föður sínum sem er með taugahrörnunarsjúk- dóm. Hún er í miðjum klíðum að reyna koma honum á hjúkrunar- heimili þegar hún rekst á gamlan vin og þau hefja samband, en hann er þó fyrir í öðru sambandi. One Fine Morning er nýjasta kvikmynd leikstýrunnar Miu Hansen-Løve með Léu Seydoux (Blue is the Warmest Color, No Time to Die) sem sló í gegn á kvik- myndahátíðinni í Cannes 2022 þar sem hún vann Europa Cinemas Label verðlaunin. Léa Seydoux, Pascal Greggory og Melvil Poupaud fara með aðalhlutverkin. Suprêmes Ævisaga um franska hipphopp- dúettinn Supreme NTM. Sagan af því hvernig úthverfi Parísar, mót- mæli og lögregluofbeldi skapaði tónlist JoeyStarr and Kool Shen. Menntaskólanemar sem eru að læra frönsku völdu myndina sér- staklega fyrir hátíðina. Audrey Estrougo leikstýrði en Théo Christine, Sandor Funtek og Félix Lefebvre fara með aðlahlut- verkin. The Five Devils (Les cinq diables) Vicky er ung stúlka sem býr hjá foreldrum sínum. Þegar föðursystir hennar kemur inn á heimilið eftir fangelsisdvöl breytist allt og óút- skýrðir hlutir eiga sér stað þar sem fortíðin er dregin fram í dagsljósið á ofbeldisfullan hátt. Leikstjóri er Léa Mysius og Adèle Exarchopoulos, Swala Emati og Sally Dramé fara með aðalhlut- verkin. Saint Omer Rama er skáldsagnahöfundur sem mætir á réttarhöldin yfir Laurence Coly hjá Saint Omer-dómstólnum. Hún ætlar að nota sögu hennar til að skrifa nútímalega aðlögun að fornu goðsögunni um Medeu, en ekki fer allt eins og ráðgert var. Alice Diop er fyrsta svarta konan til að vera fulltrúi Frakklands í Óskarskapphlaupinu, leikstjóri sem teflir hér fram einni bestu mynd ársins. Kayije Kagame, Guslagie Malanda og Valérie Dré- ville fara með aðalhlutverkin. The Worst Ones (Les pires) Við fylgjumst með kvikmynda- gerðarmönnum í úthverfi einu í norðurhluta Frakklands þar sem fjórir unglingar fá tækifæri til að leika hlutverk. Heimamönnum kemur á óvart að þeir „verstu“ hafi landað hlutverkunum. Myndin hlaut Un Certain Reg- ard-verðlaunin á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes 2022. Lise Akoka og Romane Gueret leikstýra og Mallory Wanecque, Timéo Mahaut og Johan Heldenbergh fara með aðalhlutverkin. Hundurinn Óþefur, Líf í París! (Chien Pourri, la vie à Paris!) Stórskemmtileg teiknimynd sem fjallar um hundinn Óþef sem ferðast um stræti Parísarborgar með vini sínum Chaplapla. Sama í hvaða vandræðum hann lendir í, alltaf nær hann að koma sér út úr þeim, heill á húfi. Stórkostleg ævintýri sem gefa ungum áhorfendum innsýn í ljóð- rænu borgarinnar, hinnar einu sönnu Parísar. Nemi í frönsku við Háskóla Íslands þýddi íslenska textann fyrir hátíðina. Stéphane Aubier, Davy Durand og Vincent Patar leikstýra en Andrew Danish, Jean-Christophe Dollé og Camille Donda eru aðalleikraddir myndar- innar. Kuessipan Tvær ungar stúlkur eru bestu vin- konur og hafa heitið því að standa saman í gegn um súrt og sætt. En einn daginn breytist allt þegar önnur þeirra fellur fyrir dreng sem er hvítur á hörund. Leikstjóri er Myriam Verreault og fara Ariel Fontaine St-Onge, Katinen Grégoire-Fontaine og Joe Fontaine með aðalhlutverkin. The Wages of Fear (Le salaire de la peur) Í suðuramerísku þorpi er hópi manna heitið ríflegri áhættuþókn- un fyrir að flytja í skyndi farm af nítróglyseríni gegnum torfæran skóg. Vörubílarnir eru illar búnir til flutninga á svo hættulegum farmi. Á milli vörubílstjóranna myndast rígur um það hverjir þeirra koma farminum á áfangastað. Gríðarleg spenna myndast þegar ekið er yfir lélegar hengibrýr og drullusvöð en ekkert fær stöðvað mennina sem eiga allt undir því að hljóta laun fyrir að takast á við ómennskan óttann, komist þeir alla leið. Myndin hlaut Gullpálmann í Cannes og Gullbjörninn í Berlín árið 1953. Hún er eitt af snilldar- verkum leikstjórans Henri-Georges Clouzot og gerði aðalleikarann Yves Montand að einni af skærustu stjörnum kvikmyndanna. Pacifiction Við erum stödd á Tahítí, Frönsku- Pólýnesíu, þar sem einn æðsti emb- ættismaður frönsku ríkisstjórnar- innar skoðar sig um og mátar sig við allt það besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Hann blandar geði við eyjarskeggja sem byrja að tor- tryggja veru hans á staðnum. Nýjasta kvikmynd katalónska kvikmyndaleikstjórans Albert Serra keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2022. Benoît Magimel, Sergi López og Lluís Serrat fara með aðalhlut- verkin. Myndin er lokamynd Franskrar kvikmyndahátíðar, en fer í almennar sýningar að hátíð lokinni. Unnendur kvikmynda og franskrar tungu og menningar ganga hér að allsnægtahlaðborði. Fram undan er stórkostleg frönsk kvikmynda- veisla, brot af bestu kvikmyndum ársins! n Frönsk veisla fyrir alla í Bíó Paradís 6 kynningarblað 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURKviKmyndir mánaðarins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.