Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 54

Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 54
vinsælt hjá nemendum og þykir þeim ef til vill of mikil fyrirhöfn að notfæra sér það. Aðstoð starfsfólks bókasafns- og upplýsingamið- stöðva reyndist nægileg að mati um 68% nemenda og var lítill munur á skólunum hvað þetta snertir. í MS og FÁ töldu um 10% nemenda að þjónusta starfsfólks væri of lítil en tæplega 6% nemenda Kvennaskólans voru þeirrar skoðunar eins og fram kemur á mynd 9. Eins og fram kemur á mynd 10 taldi mikill meiri- hluti nemenda bókasafns- og upplýsingamiðstöð skól- ans mjög mikilvæga eða frekar mikilvæga, eða um 77%, og er það hvatning til bókasafns- og upplýsingafræð- inga að halda áfram að standa vörð um að ekki verði dregið úr þjónustu safnanna á niðurskurðartímum. Mynd 9 (17. sp. - aðstoð starfsfólks bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar skólans) Mjög Frekar Ekki Veit ekki Svara mikilvægt mikilvægt mikilvægt ekki ■ FÁ ■ Kvennask. ■ MS Spurt var um vinnuumhverfi, bókakost og aðstöðu á bókasöfnum skólanna. Söfnin eiga það öll sam- eiginlegt að þau búa við mikil þrengsli. Um 70% nemenda töldu bókakost safnanna góðan eða sæmilega góðan. Nemendur skólanna reyndust einnig nokkuð ánægðir með aðgengi að safngögnum, lýsingu og umgengni. Um 70% nemenda FÁ taldi vinnurými gott eða sæmilega gott, um 75% nemenda í Kvennaskólanum taldi það sæmilegt eða lélegt og 77% nemenda í MS taldi vinnurýmið sæmilegt eða lélegt. Um 80% nemenda FÁ taldi vinnufrið góðan eða sæmilega góðan, 77% nemenda í MS taldi vinnufrið sæmilegan eða lélegan og um 70% nemenda í Kvennaskólanum var sama sinnis. Húsgögnin fengu ekki góða dóma. í MS töldu um 70% nemenda borð sæmileg eða léleg og um 76% töldu stóla sæmilega eða lélega. 68% nemenda Kvennaskólans töldu borð sæmileg eða léleg og um 66% töldu stóla sæmilega eða lélega. Um 67% nemenda FÁ töldu borð góð eða sæmileg og um 77% töldu stóla sæmilega eða lélega. Um 56% nemenda MS og Kvennaskólans og um 37% nemenda FÁ töldu aðgang að skanna sæmilega góðan eða lélegan. Um 51% nemenda FÁ töldu aðgang að tölvum sæmilega góðan eða lélegan og um 77% nemenda Kvennaskólans og MS voru sama sinnis. Fátt kemur á óvart í umsögnum nemenda skólanna um vinnuaðstöðu þeirra á bókasafns- og upplýsinga- miðstöðvunum. Helst er lýst yfir óánægju með þrengsli, loftræsbngu og aðgang að tölvum, skanna og þess háttar. Enn fremur er almenn óánægja með húsbúnað en oft er húsbúnaður á bókasafns- og upplýsingamið- stöðvum framhaldsskólanna látinn mæta afgangi. Athyglisvert er hve nemendur FÁ eru ánægðari en nemendur Kvennaskólans og MS með vinnufrið og vinnurými. í Kvennaskólanum og MS höfðu einmitt um 18% nemenda sagst koma á safnið til að hitta félagana sem kann að valda nokkrum óróa á söfnun- um en nemendur treysta sér almennt ekki til að þagga niður í félögunum. Það vekur upp þá spurningu hvort að öllu leyti sé jákvætt að bókasöfn- og upp- lýsingamiðstöðvar framhaldsskóla séu miðsvæðis í skólunum þar sem það virðist fjölga heimsóknum þeirra sem ekki eiga þangað beint erindi. Nemendur voru beðnir að forgangsraða níu atrið- um sem þeir töldu að helst vantaði á söfnin. í öllum skólunum settu flestir stærra húsnæði í fyrsta sæti, fleiri lesbása í annað sæti og betri aðgang að tölvum í það þriðja. í fjórða til áttunda sæti settu nemendur fleiri bækur, betri hópvinnuaðstöðu, fleiri tímarit, myndbönd og margmiðlunarefni. Þetta vekur athygli þar sem aðeins um 3% sögðust hafa leitað upplýsinga á margmiðlunardiskum. í níunda og neðsta sæti settu flestir meiri aðstoð við heimildaöflun svo ánægja virðist ríkja með þjónustu starfsmanna safnanna. Af framansögðu má ráða að brýnt er að betrum- bæta húsnæði safnanna og bæta vinnuaðstöðu. Sér- staklega er brýnt að bæta lesaðstöðu og efla tölvukost og einnig þarf að bæta hópvinnuaðstöðu og úrval safngagna. Nemendur FÁ reyndust heldur ánægðari með húsnæði bókasafnsins en nemendur Kvenna- skólans og MS enda er það heldur stærra eða 196 m2 (4,3 nem. á m2) en 140 m2 (5,6 nem. á m2) í MS og 96 m_ (5,6 nem. á m2) í Kvennaskólanum. Þegar spurt var um afgreiðslutíma safnanna kom í ljós, eins kom fram kemur á mynd 11, að samdóma álit um 56% nemenda í öllum skólunum er að af- greiðslutími bókasafnanna væri hæfilega langur en aftur á móti töldu um 19% aðspurðra hann of stuttan. í reynd er afgreiðslutími bókasafns FÁ 42 klst. á viku, MS 43 klst. og Kvennaskólans 48 klst. en ekki virðist vera fylgni milli lengdar afgreiðslutíma og hvað nemendum finnst um lengd hans. 52 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.