Kennarablaðið - 01.06.1900, Qupperneq 4

Kennarablaðið - 01.06.1900, Qupperneq 4
132 reisn þjóðar vorrar gripið allan þorra manna hér á landi. Samfara þessu mun vera þverrandi ættjarðarást og þjóðernis- tilfinning hjá allmörgum, enda er erfitt að hugsa sér, að þjóð, sem gagntekin ei' af brennandi ást til ættjarðarinnar, geti orðið gripin af. óhug og örvæntingu um viðreisn hennar. En þetta, óhugurinn og örvæntingin, er* sorglegt ástand og meira en það; það er blátt áfram eyðileggjandi fyrir þjóðina. Verði því eigi útrýmt, þá er mjög hætt við, að það verði til að eyðileggja hana aiveg sem sérstaka þjóð, áður en langir tímar líða. Hér er stórt og þýðingarmikið verkefni fyrir kennarana og skólana, að innræta hinni vaxandi kynsióð rækt við landið og þjóðina, glæða hjá lienni ættjarðarástina og þjóðernistil- finninguna. Og kröftugasta meðalið til þessa er íslandssögu- kenslan. Sagan á að kenna unglingnum að þekkja þjóðina, upplag hennar, háttalag og ástand bæði á liðnum og yfir- standandi tíma. Hún á að sýna honum, livað það er, sem hefir orðið þjóðinni til blessunar og tjóns, hvers hún þarf með og hvað Jrún þarf að varast. Hún á að benda honum á mikil- mennin, sem mest hafa unnið að framföi'iun þjóðarinnar, til þess að hvetja harm til að iikjast þeiin, og hún á einnig að sýna honum varmennin, sem hafa unrúð þjóðinni mein, svo að liann geti lært að varast þeirra dærni. Hún á að benda honum á hagsældar-tímabilin, svo að það veki hjá honum löngun eftir þvíliku ástandi og uppörfi hann til að starfa að heill- um þjóðarinnar, og hún á líka að sýna honum hin myrkari tímabilin, svo að hann geti lært, hvað þá má helzt til bjarg- ar og viðreisnar verða. En það er stórkostlegt mein, að oss vantar kenslubókina. Og-auk þess er líka skömm að því fyrir oss — sérstaklega fyrir oss íslendinga, afkomendur og ianda þeirra „Ara og Snorra." „Tvennir eru tímarnir." Sú var tíðin, að íslendingar voru hin eina þjóð í heimi, sem átti sína eigin sögu (auk margra annara sögurita) á móðurmálinu. JSTú eiga allar mentaðar þjóðir sögu sína nema vér.

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.