Kennarablaðið - 01.06.1900, Page 5

Kennarablaðið - 01.06.1900, Page 5
133 Vér viljum að endingu skora fastlega á þáy sem til þess eru faerir, að íbuga þetta mál alvarlega, eða þó öllu heldur að reyna að framkvœma eitthvað í þessu efni, því það iieiir víst verið íhugað ekki svo lítið. En oss bráðliggur á ,að fá einhverja bók, er nota mætti sem kensluhók, einkum fyrir börn og unglinga. Pað getur varla kornið til nokkurra mála, að eigi sé möguiegt að fá þetta framkvæmt; vér eigum svo marga sögufróða menn, að einhver þeirra hlýtur að geta samið slíka sögu. Vitanlega er margt enn þá órannsakað og óáreiðan- iegt í sögu þjóðarinnar; en hór er ekki og getur ekki verið að tala um nema aðal-atriðin, og þau ætlum vér að séu nokk- urn veginn frambærileg. Það er einmitt, eins og þegar hefir verið bent á, aðal-gallinn á þessari fyrstu tilraun, sem vór höfum, að þar er minst á of margt, of mikið af upptalningum, mannanöfnum og ártölum, en þar á móti er söguheildin ekki nægilega ijós og orsakasambandið ekki nægilega ákveðið. f’essa galla þyrfti að varast framvegis, og auk þess þyrfti frásögnin að vera nokkuru léttari og fjörugri, til þess að hún yrði vel aðgengileg fyrir börn og unglinga. -------OoOx>------ jpTáein orð um BveiíofíenBÍu. Fátt sýnir betur en sveitakenslan hér á iandi, hve mjög oss íslendingum er ábótavant í frjáisum félagsskap og samtök- um. Það er auðsætt, að í því efni gæti félagsskapurinn gert mjög mikið gagn og lagfært stórum ástandið frá því, sem nú er. Ég álít, að það gæti orðið sveitakensiunni., mikið til bóta, ef félagsskapur myndaðist í hverri sókn undir stjóni sóknar- nefndar, viðkomandi prests og kennara. Öllum börnum í sókn- inni, frá 8—9 ára til fermingar, ætti svo að skifta niður eftir aldri og þroska, helzt í 2 deildir; en ef börnin yrðu þá:i of mörg í hverri deiid, svo að ekki væri hægt að kenna. þeim öllum í einu, af því að húsriím vantaði til þess, þá mætti aftur sk-ifta deildunum í 2 eða fleiri flokka.

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.