Kennarablaðið - 01.06.1900, Qupperneq 10

Kennarablaðið - 01.06.1900, Qupperneq 10
138 hljóðs þannig: Farið og gerið allar þjóðir að mínum lœri- sveinum! “: Bókin fæst í bókaverzlnn Sigf. Eymundssonar, og löyf- um vór oss að raæla með því, að sem flestir kynni sér hana. - - <*>o<>---- í&olinmœði. folinmæðin er ein af þeim dygðum, sem kennarinn fyrst og fremst verður að reyna að temja sór. Kennai'astarfið út- heimtir sanna þolinmæði. í þessu efni höfum vór kennararnir yfirleitt án efa til margra synda að svara. Oþolinmæði vor varpar vist skugga á líf ýmsra þeirra barna, sem oss er trúað fyrir. Venjulega munu foreldrarnir taka vægt á óþolinmæði kenn- aranna, því þeir vita og skilja allra manna bezt, að hér út- heimtist annað en lítið. Þetta sóst líka bezt á því, sem vana- lega er viðkvæðið hjá þeim, sem ekki eru kennai'ar: „Kennari gæti ég ekki verið; til þess brestui' mig þol- inmæði". „Nei, kennari vildi ég allra sízt vera! Að eiga að sitja dag eftir dag yfir tossa-krökkum, sem ekkert geta lært! Ég held, ég þakkaði fyrir!“ Óþolinmæðinni til afæökunar má telja það, að hún er oft af áhuga kennarans sprottin, og sér í lagi er honum full vor- kunn, þegar þannig er ástatt, að mörg börn eiga að fylgjast að í einhverri námsgrein, t. d. reikningi. Hann útskýrir hverja nýja aðferð svo vel sem honum er unt á skólatöflunni. Sum börnin skilja útskýringuna strax og geta hagnýtt sér hana við útreikning dæmanna, en sum hafa alls ekki skilið upp né niður í neinu. Hann verður að endurtaka útskýringuna, þrítaka hana, og samt er alt árangursiaust. Þá er von, að kennaranum verði hálf-gramt í geði, ekki vegna þess, að þetta eykur honum ómak,

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.