Kennarablaðið - 01.06.1900, Side 11

Kennarablaðið - 01.06.1900, Side 11
139 heldur einkum vegna greindari þarnanna* vegna þess, a.ð tím- inn verður þeim ónýtur eða þvi sem næst. En kennarinn verður eigi að siður að venja sig á að taka öllu þessu með stillingu og þolinmæði. Só eitthvert barn- anna seint að hugsa, verður hann að muna eftir þvi, að það er gott að vera fljótur að hugsa, en aðalatriðið er þó að geta hugsað. , Hþolinmæðin gerir börnin óróleg; en til þess að geta hugsað, verða þau að vera róleg. Þegar óþolinmæðin kemur að kennarnum, verður hann að muna eftir því og endurtaka það með sjálfum sér, að skólinn er fyrir lífið, og að í daglega lífinu er mest undir ,-því komið, að geta hugsað, en minna í það varið, hvort maðurinn er seinn eða fljótur að því. Þeir, sem hugsa alt rækilega, en eru oft ekki mjög fljótir að því — það eru mennirnir, sem bezt kom- ast áfram í lífinu. Það er lífið, daglega lífið, sem kennarinn stöðugt verður að hafa fyrir augum. Börnin eiga oftast erfitt með að fást við hugmyndir. En ef kennarinn tekur dæmin úr daglega líflnu, sem barnið þekkir, og meðhöndlar þau skynsamlega og með stillingu til að skýra með þeim hugmyndirnar, þá er hægt að fá börnin, jafnvel þau, sem allra-skilningsminst eru, til að fylgja með. Þá geng- ur alt eins og af sjálfu sór. Þolinmæðin er ein af aðaldygðum sveitamannsins og sjó- mannsins; en hun er þó fyrst og fremst aðaldygð kennarans. -------í«x>C>---- Jfréífir fró sííólunum. Kennaraskólinn í Flensborg. Síðast liðið skólaár voru á honum þrír nemendur, og fengu þeir þessar einkunnir við burt- fararprófið, sem haldið var 15. nraí: 1. Jón Hróbjartsson: . . . . í bóklegu dável -)-; í verkiegu dável

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.