Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reynt að myrða bróður Sirhans Pasadena, Kalifornia, 3. júlí AP ÓÞEKKTIR menn í bifreið skutu í dag tveimur skotum að bifreið, sem ekið var af Saidallah B. Sirhan, bróður Sirhans Sirhans, mannsins sem sakaður er um að hafa myrt Robert Kennedy. Said- allah Sirhan sakaði ekki, en tilræðismennirnir komust und an. Saidallah Sirhan skýrði lög reglunni svo frá, að hann hefði verið að aka eftir hrað brautinni frá Los Angeles til Pasadena, er tvær bifreiðar óku upp að sitthvorri hlið bif- reiðar hans og var t/eimur skotum skotið frá bifreiðinni, sem var á vinstri hönd. Fyrri kúlan straukst framhjá brjósti hans og staðnæmdist í hægri hurð, en sú seinni hæfði ekki því að honum tókst að beygja höfuðið. Lögreglan segir, að hefði hann setið upp réttur myndi sú kúla hafa hæft hann í hálsinn. Lögreglan hóf þegar ránn- sókn í málinu og ráðlagði Saidallah að fara til heimil- is móður sinnar, sem hefur verið undir strangri lögreglu vernd síðan Sirhan Sirhan var handtekinn. I gær var reglulegt sumarveður í höfuðborginni, sól og blíða. Fjöldi fólks notaði tækifærið og brá sér í sundlaugarnar eða suður í Nauthólfsvík, en þar rakst ljósmyndarinn á þessa ungu og sumarlegu stúlku (Ljósm. Mbl: ÓI. K. M.) Mótmæli Vesturveldanna vegna ráðstafana a-þýzkra yfirvalda Hinsvegar lýsa Sovétríkin stuðningi við þœr Moskvu, 3. júlí — NTB-AP I Moskvu hvert í sínu lagi sam- BANDARÍKIN, Bretland og | hljóða mótmælaorðsendingar Frakkland afhentu í dag í Sögulegt London 28. júní. Lögreglumaður í London skaut og særði mann í gær, og er þetta talið vera í fyrsta skipti í 57 ár, að brezkur lög- reglumaður hleypir skoti úr byssu, en Lundúnalögreglan er að jafnaði óvopnuð. Samkvæmt heimildim lög- reglunnar hefur það ekki gerzt síðan árið 1911, að lög- reglan hefur skotið mann til bana það gerðist í „orust- unni í Sydney Street“ þegar þávernadi innanríkisráðherra Winston Churchill skipaði að beita skotvopnum gegn hóp byssumanna sem höfðu gert sér vígi í húsi í austur Lond- vegna þeirra takmarkana, sem austur-þýzk yfirvöld hafa sett á ferðalög og flutninga um Aust- ur-Þýzkaland til Vestur-Berlín- ar. í mótmælaorðsendingum þessum er skorað á Sovétríkin að fullnægja þeim skyldum, sem þeim ber samkvæmt fjórvelda- samningnum frá 1949, að því er varðar flutninga um Þýzkaland og frjálsa leið til Berlínar. Þessi mótmæli Vesturveld- anna eru þau fyrstu, sem þau bera fram í sameiningu, eftir að stjórnarvöldin í Austur- Þýzkalandi tilkynntu 11. júní sl., að fólk frá Vestur-Þýzkalandi og Berlín yrðu að sýna vega- bréf og fá á þau áritun til þess að ferðast yfir austur-þýzkt landsvæði. Þá voru ennfremur lagðir nýir toilar á vörur, sem sendar eru frá Vestur-Þýzka- landi til Vestur-Berlínar með járnbrautarlestum, bifreiðum eða fljótabátum. I mótmæiaorðsendingunum segir ennfremur, að þessar nýju takmarkanir geti einungis orðið til þess að auka spennuna og spilla fyrir viðleitninni til þess að draga úr spennunni mil'li Aust ur- og Vestur-Evrópu. Þá er tek ið fram, að þeim skyldum verði ekki breytt með samningum milli sovézkra og austur-þýzkra yfirvalda, sem Sovétríkin geng- ust undir með samningunum 1949. Tekið er skýrt fram, að kraf- Framhald á bls. 27. Heimir SU 100 á siglingu Fyrsta síldin mjög góð: Pipinelis berst fyr- ir stöðu konungs Aþenu 3. júlí AP. Áreiðanlegar heimildir í Aþenu hermdu í dag, að deil- ur um hina nýju stjórnarskrá Grikklands hefðu aukizt mjög innan rikisstjómarinnar. Er deilt um hvort skerða skuli ! réttindi Konstantins konungs. Birta átti stjórnarskránna í heild í lok júnímánaðar, en deil- urnar komu í veg fyrir það. Sagt er að Pipinelis utanríkis- ráðherra sé að mestu valdur að Framhaid á bls. 27. Vorum þrjá sólarhringa og 7 klukkustundir á leiðinni í land — segir skipstjórinn á Heimi, IHagnús Þorvaldsson í GÆR náði Morgunblað- ið tali af Magnúsi Þor- valdssyni, skipstjóra á Heimi frá Stöðvarfirði, en þá var verið að landa fyrstu sumarsíldinni úr skipi hans, sem berst hér á land. Vélskipið Heimir er 366 brúttólestir og nýtt skip, sem kom til landsins í nóvember í fyrra. Magnús skipstjóri sagði svo frá: Veiðisvæði það sem við vor um á var frá 73,30 gr. N. br. aV5 74.30 og frá 11 gr. A. 1. og austur á 14.30. Á öllu þessu svæði virðist vera síld, en við fengum mest af okkar afla á 74 gr. N br. og 13,30 gr. A. 1. Á þessu svæði voru mjög mörg rússnesk skip og þegar við komum voru 10 norsk skip þar og fjölgaði mjög ört. Þetta síldarsvæði er sem næst 770 sjómílur misvísandi Fnam'hald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.