Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ1913 211. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mexíkó: Forsetinn í Hundruð manna farast í öflugum jarðskiálfta VIatÍLÁ IQ oanfanilutr AP Mexíkó, 19. september. AP. ÓTTAST er að hundruð manna hafi farist og þúsundir slasast í mjög öflug- um jarðskjálfta í Mexikó í dag. Frétt- ir eru enn óljósar, en herma að um helmingur húsa í Mexíkóborg hafi skemmst eða eyðilagst í jarðskjálftan- um, sem mældist 7,8 stig á Richter og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun að staðartíma, liðlega eitt að íslenzkum tíma. Jarðskjálftans varð vart allt norður til Houston í Texas, um 1200 kílómetra fjarlægð og kom fram á mælum hér á landi. Jarðskjálftinn Frakkland: Mitterrand krefst hreins- ana í leyni- þjónustunni Parfs, Auckland, 19. aeptember. AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakk- lands, hefur skipað Laurent Fabius, forsætisráðherra landsins, að fram- kvæma „hreinsanir" í frönsku leyni- þjónustunni vegna uppljóstrana þess efnis að franskir útsendarar hefðu verið á Nýja—Sjálandi þcgar Rainbow Warrior, skipi Greenpeace—samtak- anna, var sökkt og staðhæfinga hins virta blaðs, Le Monde, að George Hernu, varnarmálaráðherra Frakk- lands, hefði sjálfur gefið skipun um að Rainbow Warrior skyldi sökkt. Le Monde skýrði frá því í dag, að Mitterrand hefði á ríkisstjórnar- fundi krafið Hernu um „spilin á borðið" og Laurent Fabius hefði sakað varnarmálaráðherrann um linkind í rannsókn á aðild Frakka að málinu. Til þess er tekið, að Mitterrand sneri sér ekki til varnar- málaráðherrans með kröfuna um „hreinsanir" í leyniþjónustunni. Þykir staða hans innan frönsku stjórnarinnar nú mjög veik. David Lange, forsætisráðherra Nýja—Sjálands, hélt því fram í dag að staðhæfing Frakka um fimm franska útsendara á Nýja—Sjálandi til að njósna um Greenpeace— samtökin væri röng. „Ég veit þeir voru fleiri en fimm," sagði David Lange. átti upptök sín í Kyrrahafinu um 400 kilómetra suð—vestur af Mexí- kóborg og var öflugastur á vestur- strönd landsins. Sambandslaust var við borgina Acapulco á vestur- ströndinni. Gífurlegt tjón varð í Mexíkóborg. Sjónvarpsstöð í borg- inni staðhæfði að 300 manns hefðu farist. Neyðarástandi var lýst yfir í Mexíkó. Fólk var hvatt til að gefa blóð og sjúkrahús yfirfylltust af slösuðu fólki. De la Madrid, forseti Mexikó, fór um jarðskjálftasvæðin í Mexikóborg síðdegis í dag. „Því miður virðist sem fjölmargir hafi farist, en við vitum ekki hve marg- ir,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Eyðilegging blasti hvarvetna við. Hus hrundu, simasamband rofnaði, rafmagn fór af og hvarvetna mátti sjá slasað og látið fólk. Björgunar- sveitir hófust þegar handa um að bjarga fólki og grafa lík úr húsar- ústum. Sambandslaust var við strand- héruðin og því óvíst um tjón þar, en menn óttast hið versta. Sam- bandslaust var að mestu við Mexí- kóborg og fregnir af tjóni bárust með svokölluðum radióamatörum, sem höfðu ófagra sögu að segja. Þeir lýstu mikilli eyðileggingu og fjölmörgum fórnarlömbum. Herinn hafði verið kallaður til björgunar- aðgerða. Óttast er að í kjölfar jarð- skjálftans kunni flóðbylgja að skella á Kyrrahafsströnd Ameríku, allt frá Equador í suðri til Kaliforn- íu í norðri. Hollandi Opinber heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Hollands hófst í gær. Beatrix, Hollandsdrottning, tók á móti frú Vigdísi á flugvellinum í Rotterdam. Forsetinn heimsótti meðal ann- ars gróðurhús í gær og á símamynd AP sést hún ásamt fylgdarliði skoða gróðurhús í Rijsvijk. Sjá fréttir af heimsókn forseta íslands á bls. 18. Fyrrum starfsmaður innanríkisráðuneytis Nicaraguæ Sakar sandinista um fjölda- morð á þúsundum andstæðinga Washington, 19. aeptember. AP. FYRRUM starfsmaður innanríkis- ráðuneytis Nicaragua, sem flúði til Bandaríkjanna í júlí síðastliðnum, hélt því fram á fundi með fréttamönn- um í Washington, að sandínistar í Nicaragua hefðu á laun myrt þúsundir stjórnarandstæðinga frá því þeir Milesfe bekknum' Enski stórmeistarinn Tony Miles fékk bakverk á öflugu skákmóti í Tii- burg í Hollandi. Hann tefldi á nuddbekk, samkvæmt læknisráði, gegn mótmælum annarra skákmanna. Bandaríski stórmeistarinn Dzindzindhas- hvili sýndi óánægju sína í verki með því að tefla standandi. Sjá frétt af mótinu á blaðsíðu 22. komust til valda árið 1979. Maðurinn, Alvaro Baldizon Aviles, kvaðst hafa öruggar heimildir, því hann hefði starfað í innanríkisráðuneytinu, sem sérstakar öryggissveitir stjórnvalda heyra undir. Baldizon kvaðst hafa verið í sér- stakri nefnd, sem stjórnvöld skip- uðu til þess að rannsaka fjöldamorð eftir ásakanir erlendra mannrétt- indasamtaka um meint fjöldamorð í Nicaragua. Tilgangurinn með stofnun nefndarinnar hefði verið að slá ryki í augu útlendinga og hylma yfir ódæðisverk stjórnvalda. Baldizon talaði við fréttamenn í rúma klukkustund og skýrði frá nöfnum fórnarlamba, dagsetning- um og staðsetningu ódæðisverka. Hann kvaðst persónulega vita um fjöldamorð á 150 miskító-indíánum um mitt ár 1982. „Fórnarlömbin voru valin úr hópi 500 miskitó— indiána, sem höfðu verið hand- teknir og sakaðir um gagnbylting- arstarfsemi," sagði Baldizon. Hann sagði að stjórnvöld hefðu eyðilagt öll skjöl um ódæðisverk. Þá hélt Baldizon því fram, að Tomas Borge, innanríkisráðherra Nicaragua, væri yfir smyglhring, sem smyglaði kókaíni til Bandaríkjanna til þess að afla landinu gjaldeyris. Baldizon sagði að ekki hefði spurst út hve víðtæk fjöldamorðin um allt land hefðu verið vegna þess að aðstandendur fórnarlamba — flestir bændur — óttuðust hefnda- raðgerðir stjórnvalda ef fréttist af morðum á stjórnarandstæðingum. Talsmaður sendiráðs Nicaragua í Washington vísaði ásökunum Baldizons á bug og kallaði þau áróð- ursbragð bandarískra stjórnvalda. Leðurblaka sýkt hunda- æði beit danska konu Kaupmannahöfn, 19. sept. AP. DÖNSK kona var bitin af leður- blöku, sem reyndist bera hunda- æði, að því er dönsk heilbrigðisyfir- völd tilkynntu í dag. Þetta er í fyrsta sinn i Danmörku svo vitað sé að leðurblaka hefur borið hundaæði. Konan, sem er kennari í Ansager á Jótlandi, hugðist taka upp leðurblöku, sem hún hélt dauða og nemendur höfðu veitt athygli. Leðurblakan beit hana í höndina, svo hún varð að fá aðstoð samkennara til að losa sig. Árvekni dansks læknis kom í veg fyrir að konan veiktist af hundaæði. Þegar hún i varúðar- skyni sneri sér til læknisins, hraðaði hann sér til skólans, fann leðurblökuna og sendi til rannsóknar. í ljós kom að leður- blakan var sýkt og voru mótefni þegar send frá Kaupmannahöfn. Heilbrigðisyfirvöld segja að konan sé úr allri hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.