Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. nóvember 1990 Leigusamningur Skotveiðifélags Akrahrepps um Öxnadalsheiði: „Eins og högg fyrir neðan bringspalir“ - segir formaður Skotveiðifélags íslands „Þetta kemur eins og högg undir bringspalirnar,“ segir Sólmundur Einarsson, for- maður Skotveiðifélags íslands, um þann samning sem gerður hefur verið um rjúpnaveiði á Oxnadalsheiði þar sem Skot- veiðifélag Akrahrepps hefur tekið heiðina á leigu og mun takmarka fjölda veiðimanna á svæðið og selja veiðileyfi. „Það hefur svo sem mátt búast við þessu lengi en ég fagna þessu ekki. Þarna er greinilega reitt hátt til höggs. Mér er ekki kunn- ugt um tilvist þessa félags í Akra- hreppi en þetta samræmist ekki okkar markmiðum, þ.e. að við borgum fyrir það sem við teljum okkur hafa rétt á. Ég heyrði í sjónvarpsfréttum að í þessu máli beri þetta félag fyrir sig álit Páls Líndal og það að bera fyrir sig álit eins lögfræðings í afmörkuðu máli sem þessu finnst mér vera hæpið,“ sagði Sólmundur. Hann sagði þó það að vissu leyti fagnaöarefni að þetta mál komi upp því nú fáist tækifæri til að láta á það reyna fyrir dómi hvort skotveiðimönnum sé heim- ilt að gagna til rjúpna á afréttum og almenningum utan landar- eigna eins og segi í 5. grcin laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. „Það hefur komið fram í málum af þessu tagi að afsal er ekki fuli- gild sönnun. Sönnunarbyrðin er ntjög mikil og þeir sem kæra veiði- menn verða að sanna sitt mál. Því er eina leiðin að láta á þetta reyna," sagði Sólmundur. JÓH Húsavík: Auglýst eftir athafhamönnum „Við leitum að frumkvöðli sem hefur yfir að ráða markaðs- Sjávarútvegsráðuneytið: Úthafsrækju- kvótinn aukinn á næsta ári Sjávarútvegsráöuneytið hefur ákveðið að tillögu Hafrann- sóknastofnunar að auka úthafsrækjukvóta um sem nemur 4000 tonnum á einu ári. Þetta gerir 17% aukningu. Næsta fiskveiðiár stendur sem kunnugt er frá 1. janúar til 31. ágúst 1991 og verður á þeim tíma leyft að veiða 24 þúsund tonn, sem er jafn mikill kvóti og allt þetta ár. Samkvæmt mælingu Hafrann- sóknastofnunar er ástand rækju- stofnsins almennt gott um þessar mundir, bæði úthafsstofnsins og rækju á grunnslóð. Einkum er ástandið gott í ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa. Þá er búið að opna Öxarfjörð aftur eftir 5 ára hlé og rækjustofninn í Skagafirði er greinilega í sókn. óþh þekkingu, fjármagni og tækni til að framkvæma eða setja í gang slíkt verkefni,“ sagði Asgeir Leifsson, iönráðgjafi á Húsavík, aðspuröur um aug- lýsingu Iðnþróunarfélags Þing- eyinga og Atvinnumálanefnd- ar Húsavíkur eftir athafna- manni eða mönnum sem koma vilja til Húsavíkur. Um er að ræða verksmiðju sem framleiði fyrir innanlandsmarkað og er fjárfesting um 100 milljónir fyrir utan húsnæði, en alls þarf um 500m: húsnæði fyrir verk- smiðjuna og lagerrými. Auk skrifstofufólks þyrfti þrjá menn til vinnu í verksmiðjunni. Ásgeir sagði að hann væri með fyrirliggjaitdi tilboð á vélabúnaði fyrir slíka verksmiðju en enginn hér á staðnum hefði viljað sinna þessu verkefni. Þetta verkefni væri ný starfsgrein sem menn væru ekki tilbúnir að fást við þó dæntið væri í raun af svipaðri stærð og kaup á báti. Því er nú gripið til svipaðra hugmynda og Plant Location International vinnur eftir, það er leit að aðila sem tilbúinn er að fara út í slíkan rekstur. IM Þessa dagana stendur yflr sýningin Undraheimur IBM, eins og reyndar kom fram í Degi sl. miðvikudag. Hér er ekki um tölvusýningu að ræða í eiginlegri merkingu, því áhersla er lögð á það mannlega hugvit sem felst í tölvutækn- inni og þær andlegu afurðir sem úr tölvunni koma þcgar hinn skapandi hug- ur tekur hana í þjónustu sína. Sýningin sem er í Hekluhúsinu í Reykjavík, hófst sl. miðvikudag og lýkur á morgun. Á myndinni er Þórir Baldursson tónlistarmaður en hann hefur náð hvað mestum árangri íslenskra tónlistar- manna við að nýta sér tölvuna við tónsmíðar sínar. Einnig sést í bakið á Bjarna Hinrikssyni myndlistarmanni seni gerir myndverk á tölvu á sýning- unni. fréttir Sigurður Baldursson markaðsstjóri íslcnskra getrauna er nú á fcrð um Norðurland og fundar með forsvarsmönnum íþrótta- og ungmennafélaga, sölufólki og áhugasömum „tippurum“. Myndin var tekin á fundi í KA-heimilinu sl. fimmtudagskvöld. Mynd: Golli íslenskar getraunir með fundi á Norðurlandi: Ýmsar nýjungar kynntar íslenskar getraunir halda þessa dagana fundi á Norðurlandi með íþrótta- og ungmennafé- lögum, ásamt sölufólki og öðr- um áhugamönnum um getraun- ir og ensku knattspyrnuna. Fundaherferðin hófst á Húsa- vík sl. miðvikudag og henni lýkur á Siglufírði á mánudags- kvöld. I dag kl. 12 verður fundur í Hamri, félagsheimili Þórs. Á morgun veröur fundað í Gagnfræðaskólanum á Sauðár- króki kl. 15 og í Grunnskólanum á Blönduósi kl. 20. Síðasti fund- urinn á Norðurlandi verður í Kiwanishúsinu á Siglufirði á mánudagskvöld kl. 20. Á þessum fundum eru ýmsar nýjungar kynntar, eins og get- raunaforrit fyrir tölvur, hvaða möguleikar bjóðast fyrir eigend- ur pc-tölva og eyðublöð fyrir getraunafax, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að sölukerfi getrauna fór í gegnum Lottó-kassana fyrir um tveimur árum, jókst salan mikið og þá sérstaklega á lands- byggðinni. Við þá breytingu sátu landsbyggðarmenn við sama borð og aðrir, hvað varðar skila- frest á seðlunum. Síðasta ár hef- ur hins vegar dregið úr sölu aftur og hafa t.d. félögin á Norður- landi dregist aftur úr. íslenskar getraunir hafa mikinn áhuga á því að snúa þeirri þróun við, því eins og flestir vita, er það einnig hagur félaganna sem eiga get- raunanúmer að salan verði sem mest. -KK Heimahlynning Krabbameinsfélagsins: Líknarmeðferð deyjandi sjúklinga - Lilja Pormar kynnir þjónustuna á fundi á Akureyri Heimahlynning Krabbamcins- félags íslands veröur kynnt á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis næst- komandi mánudagskvöld. Lilja Þormar, deildarstjóri Heimahlynningar, fíytur erindi um starfsemina og eru allir velkomnir á fundinn. Dagur haföi samband við Lilju í gær og var hún spurð um þetta líknarstarf Heimahlynningar. Lilja sagði að starfið byggðist á hugmyndafræði svokallaðrar hospice-hreyfingar sem átti upp- tök sín í Bretlandi fyrir rúmum 20 árum. Þjónustan snýst um líkn, ekki lækningu, enda sinnir Heimahlynning sjúklingum með ólæknandi sjúkdóma á lokastigi og þá sérstaklega krabbameins- sjúklingum. „Við viljum gefa þessu fólki kost á að dvelja eins lengi í heimahúsi og mögulegt er. en aðstæður geta að sjálfsögðu verið mismunandi. Þetta reynum við að gera kleift með því að veita markvissa líknarmeðferð. Við lítum á dauðann sem eðlilega staðreynd lífsins og okkar til- gangur er að gefa viðkomandi skjólstæðingi kost á að lifa eins tilgangsríku og þjáningarlausu lífi og mögulegt er þar til yfir lýkur. Hér er um líkn að ræða sem felst mikið í einkennameð- ferð og er verkjameðferð mjög mikilvæg, enda er hægt að lina verki og önnur einkenni í lang- flestum tilvikum," sagði Lilja. Hún sagði að meðferðin væri ekki síður fjölskyldumeðferð; andlegar, félagslegar og trúarleg- ar þarfir væru líka hluti af þessari heildrænu meðferð. Áherslan er lögð á lífsgæði, í þeim skilningi sem sjúklingurinn sjálfur leggur í hugtakið. „Síðan er miðað að því að sjúklingurinn geti dáið með fullri reisn og virðingu. Viö þrýstum ekki á sjúklinga að vera heima og hvetjum þá til að fara á sjúkrahús ef aðstæður eru þannig og örygg- ið ekki nægilegt heima fyrir, en ef því verður við komið teljum við æskilegt að sjúklingurinn geti Sex umsóknir bárust um stöðu starfsmanns atvinnumálanefnd- ar Akureyrarbæjar en Halldór Jónsson bæjarstjóri vildi ekki gefa upp nöfn umsækjcnda að svo stöddu, enda hafði atvinnu- málancfnd ekki fengið þau uppgefín. Nokkrir umsækj- enda óskuðu reyndar nafn- leyndar. Aðspurður sagði Halldór að stefnt væri að því að ráða í stöð- una eins fljótt og mögulegt væri en hvort það yrði fyrir eða um áramót gat hann ekki sagt til um. „Sjálfsagt verður þetta sam- komulagsatriði við þann sem fyr- ir valinu verður en það er mein- dáið heima,“ sagði Lilja. Heimahlynning er með 24 tíma vakt og geta sjúklingar og aðstandendur haft samband hve- nær sem þörf krefur. Þjónustan er á höfuðborgarsvæðinu, eða því svæði sem kalltæki viðkom- andi lækna og hjúkrunarfræðinga dregur. Annar þáttur þjónust- unnar er ráðgjöf og getur fólk þá haft samband símleiðis og fengið ráðgjöf, t.d. þeir sem eru að sinna deyjandi fólki úti á landi. SS ingin að ráða í stöðuna sem allra fyrst og hclst strax. Atvinnumála- nefnd er að yísu með samning við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar sem gildir til áramóta en um dagsetn- inguna má eflaust semja,“ sagði Halldór. Starfsmaður atvinnumála- nefndar mun sinna almennum verkefnum sem nefndin felur honum og hann á einnig að hafa frumkvæði að því að leita eftir möguleikum í atvinnulífinu, kanna þá og leggja fyrir nefnd- ina. Halldór sagði að menn væntu mikils af þessu starfi og að það yrði atvinnulífinu á Akureyri til framdráttar. SS Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar: Sex umsækjendur um stöðu starfsmanns neftidarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.