Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 20.11.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 20. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFING/.RSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sannleikanum verður hver sárreiðastur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, lét svo um mælt á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina að ríkisvaldið gæti ekki rekið það velferðarkerfi sem hér hef- ur verið byggt upp án þess að gera eitt af þrennu: Skera niður útgjöld í verulegum mæli, krefjast hærra gjalds fyrir þá þjónustu sem veitt er eða ná meiri tekjum í ríkissjóð, m.a. með aukinni skattlagningu. Þessi orð forsætisráð- herrans hafa farið mjög fyrir brjóstið á Morgunblaðs- mönnum, ef marka má forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag. Þar segir blaðið að kjósendur megi ekki láta stjórnmálamenn komast upp með yfirlýsingar á borð við þá sem vitnað er í hér að ofan. Það er „lágmarkskrafa til stjórnmálamanna, “ segir í forystugrein Morgunblaðsins „að þeir geri alvarlega og augljósa tilraun til að þess að hemja ríkisútgjöld og stöðva þá sóun og bruðl með almannafé, sem fram fer hjá opinberum aðilum, áður en þeir koma og segja að þeir hafi gefizt upp.“ Með þessum orðum er ritstjóri Morgunblaðsins vænt- anlega að fullyrða að forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hafi gefist upp í viðleitni sinni við að ná fram sparnaði í ríkisrekstri. Sú túlkun blaðsins á tilvitnuðum orðum for- sætisráðherra er hins vegar alröng. Orð forsætisráðherra eru þvert á móti dæmigerð fyrir þá hreinskilni sem hann hefur tamið sér í málflutningi sínum. Boðskapurinn sem í orðunum felst er einfaldlega sá að tvískinnungurinn, sem um langt árabil hefur riðið húsum þegar sparnað og hag- ræðingu í ríkisrekstri ber á góma, leysi engan vanda. Nú verði að ganga hreint til verks: Annaðhvort drögum við að nokkru leyti úr umfangi núverandi velferðarkerfis eða aukum tekjur ríkissjóðs að öðrum kosti. Um aðra mögu- leika er ekki að ræða. Skömmu áður en forsætisráðherra lét þau orð falla sem Morgunblaðið fjargviðrast svo mjög út af, vék hann að velferðarkerfinu og þá sérstaklega að heilbrigðiskerfinu. Um það sagði hann m.a.: „Gegnum heilbrigðiskerfið fara u.þ.b. 40% af öllum þeim tekjum sem ríkissjóður aflar. Það er þess vegna gífurlega mikilvægt hvernig þeim fjár- munum er varið. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar við stöndum í mikilli varnarbaráttu fyrir íslenska velferðar- kerfið. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar öflug samtök boða að heilbrigðiskerfið skuli einkavætt, boða það í raun að menn skuli fá að njóta þjónustu þess eftir efnum og ástæðum. Við framsóknarmenn munum að sjálfsögðu aldrei taka þátt í að gera slíkar breytingar né heldur núverandi ríkisstjórn." Með þessum orðum er forsætis- ráðherra að minna á að innan Sjálfstæðisflokksins eru uppi háværar raddir um að einkavæða beri heilbrigðis- kerfið og láta það lúta lögmálum markaðanns. Sannleikurinn er sá að núverandi ríkisstjórn hefur gert mikið átak til þess að ná fram hagræðingu í ríkisrekstrin- um. Enginn hefur unnið eins markvisst að þessu og núverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guð- mundur Bjarnason. í viðleitni sinni hefur hann hins vegar víða rekist á veggi; sterka hagsmunahópa sem vilja ekki missa spón úr aski sínum. Það er umhugsunarvert fyrir kjósendur að sjálfstæðismenn, í lykilstöðum í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, hafa gert ráðherranum einna erfiðast fyrir að ná fram þeirri hagræðingu sem nauðsynleg er í rekstri stóru sjúkrahúsanna í höfuðborginni. Harkaleg viðbrögð Morgunblaðsins við orðum forsætisráðherra sanna e.t.v. hið fornkveðna að sannleikanum verður hver sárreiðastur. BB. Hver á Silfrastaðaafrétt? - SK0TVÍS eða Akrahreppur? Sú fullyrðing hefur komið fram frá Skotveiðifélagi íslands að eignarhald hreppsnefndar Akra- hrepps á Silfrastaðaafrétt nái ein- ungis til beitarréttar á því lands- væði. Því sé Skotveiðifélagi Akrahrepps óheimilt að leigja af hreppsnefndinni rjúpnaveiði á nefndu svæði. Þessu vill Skot- veiðifélag Akrahrepps andmæla og rekja þær staðreyndir sem fyr- ir liggja um eignarrétt leigusala á því landsvæði sem nefnist Silfrastaðaafrétt. Þann 8. júní árið 1897 var undir- ritaður kaupsamningur um sölu á Silfrastaðaafrétt ásamt hjáleigun- um Hálfdánartungum og Krók- árgerði. Seljandi er Steingrímur Jónsson bóndi og eigandi að Silfrastöðum. Kaupandi er hreppsnefnd Akrahrepps. í fyrstu grein samningsins segir svo: 1. gr. Það sem selt er, er jarð- eign þessi. a) Silfrastaðaafrétt 15 hundruð að dýrleika. b) Hjáleigan Hálfdánartungur 5 hundruð að dýrleika. c) Jörðin Krókárgerði 5 hundr- uð að dýrleika, liggjandi í Akra- hrepp í Skagafjarðarsýslu með öllum gögnum og gæðum. Kaupverð var tvö þúsund og fimm hundruð krónur og er í 3. gr samningsins tilteknir borgun- arskilmálar. í 5. gr samningsins er ritað: 5. gr. Afsalsbréf fyrir jarðeign- inni skal útgefið jafnfljótt og borgunarskilmálum er fullnægt. Afsal það sem nefnt er í 5. gr samningsins gefur seljandi þann 6. nóv 1898. í því segir meðal annars: Með því að hreppsnefndin í Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu hefur samkvæmt framanskrifuð- um samningi, mín vegna tekið að sér skuld til Marínar Lárusdóttur í Reykjavík 2300 - tvö þúsund og þrjú hundruð krónur, og greitt mér sjálfum tvö hundruð krónur sem er umsamið kaupverð á Silfrastaðaafrétt, með hjáleig- unni Hálfdánartungum og jörð- inni Krókárgerði, þá afsala ég hreppsnefndinni frá mér og erf- ingjum mínum nefnda eign mína. Undir afsalið ritar Steingrímur Jónsson ásamt tveimur vitundar- vottum. Á manntalsþingi að Stóru Ökrum þann 25. maí 1899 er afsalið þinglesið og undirritað af Eggert Briem sýslumanni Skagafjarðarsýslu. Afsal þetta og kaupsamningur sem það byggir á eru hvoru tveggja varðveitt. Þrjú skjöl til viðbótar staðfesta kaup hreppsnefndar á afréttinni. Það eru skýrslur um innborganir lögbýla upp í höfuðstól kaup- verðsins. Skýrslunar eru frá árun- um 1913 -1916. Eitt skjal til við- bótar er þinglesin viðurkennig til sex lögbýla að þau hafi greitt að fullu álögur vegna kaupa á afrétt- inum. Öxnadalsheiði 'austan Grjótár og Kaldbaksár að varnargirðingu við Bakkasel er eign Akrahrepps þó að það land liggi í Eyjafjarð- arsýslu. Kaupsamningur (jar sem hreppsnefnd Akrahrepps selur ríkissjóði þann hluta Bakkasels sem liggur austan varnargirðing- arinnar er dagsett þann 8. des 1928 og undirritað af fulltrúum hreppsnefndar og ríkisstjórnar. Landamerkjabréf sem tiltekur landamerki Bakkasels dagsett þann 8. mars 1889 er þinglesið að Staðartungu. í bréfi því kemur fram að landamerki Bakkasels að vestan eru Grjótá og Kaldbaksá. Þau skjöl sem talin hafa verið upp varða beinlínis kaup hrepps- nefndar Akrahrepps á Silfra- staðaafrétti eins og hann er í dag. Heimildir um eignarrétt Silfra- staða er að finna t.d í Jarða- og búendatali fyrir Skagafjarðar- sýslu og Ferðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalín. í Jarða- og búendatalinu er einnig getið um sölu Silfrastaðabónda á afréttin- um, til hreppsnefndar Akra- hrepps. Hér hafa verið raktar heimildir sem fyrir liggja um sölu Stein- gríms Jónssonar bónda og eig- anda Silfrastaða á eignarrétti (ath. ekki einungis beitarrétti) á Silfrastaðaafrétt og kaup hrepps- nefndar Akrahrepps á því land- svæði sem nú nefnist SilfrastáðaL afrétt. Þær fullyrðingar formanna SKOTVÍS og SKOTEY um ódrenglyndi og níðhögg af hálfu Skotveiðifélags Akrahrepps verður ekki svarað enda slíkt ekki svara vert. Að gefnu tilefni fyrir hönd Skotveiðifélags Akrahrepps. Kári Gunnarsson. Höíundur er formaöur Skotveiöifélags Akrahrepps. Samkeppni norrænu krabbameinsfélaganna um reykbindindi: íslendingar margfaldir sigurvegarar Yfir tvö þúsund íslendingar skráöu sig í samkeppni nor- rænu krabbameinsfélaganna „Hættum að reykja - til vinnings“. Þessi mikla þátt- taka tryggöi íslendingum sigur, ekki aðeins gegn Svíum, sem ásamt okkur tóku þátt í keppninni á landsvísu, heldur einnig í vinabæjakeðjunum þremur sem voru sérstaklega valdar til þátttöku. Eins og komið hefur fram í Degi, sigraði Sauðárkrókur í vinabæjakeppninni en þar skráðu sig 65 manns í keppnina. Það þýðir að 3,7% allra íbúa bæjarins 16 ára og cldri hafi tekið þátt, eða sem næst áttundi hver reyk- ingamaður á staðnum. í næstu tveimur sætum komu Selfoss og Kópavogur. Á Selfossi voru þátttakendur 88 eða um 3,2% af fullorðnum íbúuni en í Kópavogi 226, sem eru um 1,9% fullorðinna í bænum. Milljóna sparnaður í Danmörku, Noregi og Finn- landi náði þetta átak aðeins til vinabæjanna þriggja í hverju landi en bæði á íslandi og í Sví- þjóð til alls landsins. Þetta er þriðja árið sem Svíar halda verð- launsamkeppni í reykbindindi en hér á landi er það nýjung. í Sví- þjóð voru þátttakendur nú fleiri en áður eða um 20 þúsund og svarar það til 0,3% af lands- mönnum 16 ára og eldri. Á ís- landi voru þeir 2060 eða 1,1% fullorðinna íbúa og vitað er að margir voru með án þess að skrá sig. Þeir sem skráðu sig til þátt- töku hér voru á aldrinum 16-80 ára og höfðu reykt í allt að 62 ár. Ekki er óraunhæft að áætla að þessi hópur hafi sparað sér meira en átta milljónir króna í tóbaks- útgjöldum á þeim fjórum vikum sem keppnin stóð. Reykinga- mennirnir máttu velja sér stuðn- ingsmann sem reykti ekki og not- færðu sér það flestir. Sauðárkrókur fær veglegustu styttuna Bæirnir fimm sem náðu bestum árangri hver í sínu landi fá að launum styttu sem gerð var sér- staklega vegna samkeppninnar. í Svíþjóð er það Kalmar (1,6%), í Noregi Arendal (1,4%), í Dan- mörku Silkeborg (1,0%) og í Finnlandi Nyslott (0,7%). Hér á landi fær Sauðárkrókur verðlaun- in og er styttan sem þangað fer stærri en hinar fjórar. Hún er um einn metri á hæð og vegur um 150 kg. Úrslit í keppninni milli vina- bæjanna verða formlega tilkynnt og verðlaun aflient við athöfn í Stokkhólmi í byrjun desember. Fjöldi góðra verðlauna í hverju landi fengu nokkrir þátt- takendur verðlaun. Hér á landi voru þeir tíu. Dregið var úr öll- um innsendum þátttökutilkynn- ingum en skilyrði fyrir verðlaun- um var algjört tókabaksbindindi þann tíma sem keppnin stóð yfir, frá 15. okt. til 12. nóv. Verðlaun- in voru af ýmsu tagi svo sem tölva, feröir, myndbandstæki og peningar á sparisjóðsbók. Þeir sem hlutu verðlaun voru (í staf- rófsröð): Ágúst Haraldsson, Reykjavík, Ása Sigríður Sveins- dóttir, Sandgerði, Ástríður Ást- mundsdóttir, Þorlákshöfn, Berta Margrét Finnbogadóttir, Skaga- firði, Gunnar Þór Jacobsen, Reykjavík, Lilly Svava Snævarr, Reykjavík, Ólafur Sigurjónsson, Reykjavík, Níels Skjaldarson, Kópavogi, Sigurbjörg Snorra- dóttir, Eyjafirði og Svava Egg- ertsdóttir, Hverageröi. Stuðningsmenn þeirra allra fengu í verðlaun vöruúttekt fyrir tíu þúsund krónur hver. Enn- fremur voru nöfn þriggja stuðn- ingsmanna dregin út sérstaklega og fengu þeir verðlaun hliðstæð þeim sem þátttakendum voru veitt. Þeir eru: Arnfríður Arnar- dóttir, Sauðárkróki, Emilía Guðrún Harðardóttir, Húsavík og Halldóra Gísladóttir, Kópa- vogi. Öll framangreind verðlaun voru gefin af fyrirtækjum til stuðnings þessu átaki. Auk alls þessa ákváðu bæjar- stjórnirnar í Kópavogi, á Selfossi og á Sauðárkróki að leggja hver um sig fram fé til að verðlauna sérstaklega einn þátttakanda í sínu bæjarfélagi. Þá ákvað bæjar- stjórnin á Egilsstöðum, vegna góðrar þátttöku þar (2,0% full- orðinna), að veita þremur bæjar- búum viðurkenningu fyrir að vera með í átakinu. Að öðrum þéttbýlisstöðum þar sem þátttaka var mikil má eink- um nefna Hrísey (3,4%) og Dal- vík (2.4%). Fyrirfram er ekki gott að gera sér grein fyrir því hvernig þetta átak tækist en hinn mikli fjöldi þátttakenda sýnir að það átti fyllsta r'étt á sér. - Og þó að menn væru aðeins að skuldbinda sig í fjórar vikur er líklegt að flestir hafi stefnt á stóra vinning- inn, þ.e. reyklaust líf til frambúð- ar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.