Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 1
BÍLAR HEIMURINN Yfirhershöfðingi Kanada Hef séð skjalið Yfirhershöfðingi Kanada staðfestir tilvist heimildar umflutning kjarnorkuvopna til íslands. Sá skjölin sjálfur í Pentagon. Miklar deilur um málið íKanada og Bermúda. Afneitun Geirs Hallgrímssonar á tilvist heimildarinnarþarmeð ómerk Yfirmaður gervalls herafla Kanadamanna hefur lýst yfir í þarlendum fjölmiðlum, að hann hafi setið fund í Pentagon, varn- arráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann hafi séð með eigin augum skjalið, þar sem Banda- ríkjaforseti undirritar heimild til herja sinna um að flytja á stríð- stímum kjarnorkuvopn til ýmissa landa, þar á meðal Islands. Æðsti hershöfðingi Kanada hefur þar með ómerkt yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar utanríkis- ráðherra, á Alþingi, um að heim- ildin væri ekki til. Síðustu daga hefur máli verið eitt helsta mál í Kanada og Wil- liam Arkin, sem fyrstur upplýsti um tilvist heimildarinnar, hefur verið í tíu viðtölum í aðalsjón- varpstöð Kanada síðustu daga. William Arkin kom meðal annars til fslands fyrir jólin og sýndi ráð- herrum skjölin, sem Geir af- neitaði síðar. Þetta kom fram í upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér frá Kanada í gær. Þess má geta, að yfirhershöfð- inginn lýsti því yfir að hann hefði ekki haft hugmynd um tilvist skjalsins, fyrr en Arkin upplýsti hann um málið. Síðan hafi hann gengið rækilega úr skugga um sanngildi heimilda Arkins. Utan- ríkisráðuneyti Kanada er nú önnum kafið við að athuga málið. Bermúda er eitt þeirra ríkja sem Bandaríkjamenn hyggjast flytja kjarnorkuvopn til á stríðs- tímum og uppljóstranir um tilvist heimildarinnar hafa einnig verið aðalefni þarlendra fjölmiðla síð- ustu daga. Bermúda er heimast- jórnarsvæði Breta, og forsætis- ráðherra þess hefur krafist skýr- inga frá Reagan-stjórnmni, og mótmælt mjög harðlega tilvist heimildarinnar. -ÖS s Ysuveiðar Þetta gengur ekki Gísli Guðmundsson skipstjóri: Veiðarmeðó tommu netamöskva bannaðar í Faxaflóa. Ekkert veiðist Logandi óánægja er nú meðal sjómanna á smábátum gerðum út frá Reykjavík vegna þess að bát- unum var gert að taka upp 6 tommu netin og nota þess í stað net með 7 tommu möskva. Þetta verður til þess að þeir verða að hætta veiðum fram í mars. Þessir bátar hafa allir verið að ýsu- veiðum í Faxaflóa og tilgangslaust er að reyna ýsuveiðar með 7 tommu netum. „Við fórum fram á það við sjávarútvegsráðuneytið að við fengjum að veiða út janúar með 6 tommu netum, en vorum ekki einu sinni virtir svars. Þá höfum við einnig óskað eftir því að fá að veiða með þessari möskvastærð innan svæðis, þar sem dregin væri 7 tommu netin lína frá Garðskaga að Þormóðs- skeri. Það fæst heldur ekki. Það er alveg útí hött að ætla að reyna ýsuveiðar með 7 tommu möskva. Ég var með eina trossu með 7 tommu möskva á dögunum, þeg- ar hvað best veiddist af ýsu hér fyrir utan, en nánast ekki neitt veiddist í hana á meðan 6 tommu netin voru full af fiski“, sagði Gísli Guðmundsson skipstjóri á Jóhönnu Magnúsdóttur RE, sem er 36 tonna bátur. „Við getum ekkert annað gert en bundið bátana fram í mars að þorskurinn fer að ganga á grunnslóð. Manni finnst þetta helvíti hart, maður er látinn hafa kvóta og svo má maður ekki taka Gísli Guðmundsson skipstjóri: Síðan kvótakertið kom verðum við að búa við eilíf boð og bönn. (Ljósm. EOL.) þann afla á sem hagkvæmastan bönn. Þetta er bara ekki hægt Gísli að lokum og það var þungt hátt. Síðan þetta kvótakefi kom lengur, ég held að best sé að hljóðið í fleiri sjómönnum en búa menn orðið við eilíf boð og hætta þessu öllu saman“, sagði honum. -S.dór Borgin Vilhjálmur P. nýr nefndakóngur Situr í 9 nefndum og ráðum, fœr um 50þúsund á mánuði Ríkisstjórnin Verðbolga stóreykst Verðbólgan í desembermánuði svaraði til 66,3 prósenta miðað við ársgrundvöll. Þetta er reiknað út frá hækkun fram- færsluvísitölunnar í desemberm- ánuði einum, sem samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var 4,33 prósent Þessi 4,33 prósent skiptast þannig að 0,6 prósent eru vegna hækkunar á opinberri þjónustu, 0,7 prósent vegna hækkunar á áfengi og tóbaki, 1,0 prósent vegna matvöruhækkana og 2 prósent af ýmsum öðrum hækk- unum. Hækkunin á síðustu þremur mánuðum nemur tæpum 11 prós- entum sem á ársgrundvelli sam- svarar rösklega 50 prósent verð- bólgu. -Ig. Nýr nefndakóngur borgarinnar að Markúsi gengnum er Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson úr Sjálf- stæðisflokki. Borgarfulltrúinn situr í níu ráðum og nefndum og er að auki varamaður í borgar- ráði. Varlega áætlað er mánaðar- ávísun hans frá borgarskrifstof- unum uppá um 50 þúsund krón- ur. Vilhjálmur er formaður skipu- lagsnefndar, situr í heilbrigðis- málaráði, stjórn sjúkrastofnana, útgerðarráði, heilbrigðisnefnd, launamálanefnd, launanefnd sveitarfélaga og í samvinnunefnd um skipulagsmál. Laun borgarfulltrúa eru miðuð við þingfararkaup og eru nú rúm 18 þúsund á mánuði. Borgarráðs- menn fá rúm 27 þús.. Fyrir setu í helstu nefndum borgarinnar fást föst mánaðarlaun, frá 3186 til 7434 kr., en fyrir setu í öðrum nefndum kemur þúsund króna greiðsla á hvern fund. Formenn fá yfirleitt fimmtungi meira. Fastalaun Vilhjálms eru um 43 þúsund á mánuði og með þóknun fyrir aðra fundi má gera ráð fyrir reikningi uppá um 50 þúsund. Vilhjálmur kemst þó ekki þar með tærnar sem gamli nefnda- kóngurinn var með hælana: Markús Öm var í einum fjórtán nefndum og ráðum. Meirihlutafulltrúarnir Hilmar Guðlaugsson og Margrét Einars- dóttir og Alþýðubandalagsmað- urinn Sigurjón Pétursson ganga næst Vilhjálmi í nefndafjölda: sjö nefndir. Magnús L. Sveinsson og Ingibjörg Rafnar sitja í sex nefndum fyrir íhaldið. -m Akureyri Hvað vilja menn heyra? Leitað álits blaða og bœjarfulltrúa Stefnt er að því að Útvarp Ak- ureyri hefji útsendingar 1. mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að senda út tvisvar á dag, hálf- tíma í senn. Til að byrja með mun tilraunin standa í þrjá mánuði. Þjóðviljinn ræddi við bæjar- fulltrúa á Akureyri og spurði hvað þeir vildu helst heyra í hinu nýja útvarpi. Svör þeirra eru í blaðinu í dag, ásamt sjónarmið- um Akureyrarblaðanna. -hágé Sjá bls. 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.