Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 1
VÍSIR —-N.t.uinHmn^ipaiiiiMHirtiM——<.1—— Dular- fullt hvarf Enn ekkert uppv'ist um rússnesku risa- þotuna — Erfið samskipti við rússnesku flugliðana vegna málsins Fjöldamargar þjóöir hafa boðið fram aðstoð sína við leitina að rússnesku risaþotunni, sem týnd- ist á leiðinni milli Keflavíkur og Halifax í Kanada á laugardaginn, en leitin hefur hins vegar verið borin uppi af flugvélum frá Kana- da og Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli og vél frá dönsku stjóm- inni á Grænlandi, en auk þess hafa • nokkur skip leitað á þessum slóð- um. Víðtæk leit og eftirgrennslan á þessum slóðum hefur hins vegar engan árangur borið enn sem kom ið er. Hvarfið á þessari risastóru þotu virðist mjög dularfullt. Yfirlýsingin frá talsmanni rússn ; eska sendiráðsins í Lima hefur vak > ið mikla furðu en eftir honum er haft að flugvélarhvarfið sé upp- spunj og til þess gerður að spilla fyrir hiálparstarfinu. Að sögn Arnórs Hjálmarssonar, sem stiómar leitinni að Antonov héðan frá íslandi, hafa viðskipti við rússnesku flugliðanna verið dá Iftið enfið vegna málsins en þeir eiga yfirleitt í erfiðleikum með að skilja ensku, sem er algilt mál í fluginu hér. Auk þess er tækjabún aður allt annar heldur en við eig- um að venjast Leiðsögukerfið í rússnesku þotunum mun til dæmis vera allt annað en KAO-kerfið sem notað er í öllu alþjóölegu flugi. - Norðangarrinn hrekur ferða- menn að norðan og austan Snjóaði niður i skóglinu eystra Ferðafólk, sem að undan- förnu hefur streymt í stór- um hópum norður og aust- ur um land, hefur heldur betur fengið gustinn móti sér undanfarna daga. Út yfir tók þó í nótt, en þá snjó- aði niður í miðjar hlíðar sums stað ar á norð-austurlandi. Til dæmis snjóaði niður í miðja Gagnheiðina og alveg niður í skóglínu, sem er mjög óvenjulegt um hásumar. Mikið hefur verið af ferðamönn- um á Egilsstöðum, en þangað hafa verið farnar átta flugferðir á dag og sfðan eru rútuferðir á firðina f sambandi við flugið. Fólk hefur hrakizt úr tjöldum sínum vegna kuldans og hafa hótelin notið góðs af. Mjög mikil aðsókn hefur verið að hótelinu í Valaskjálf á Egils- stöðum að undanförnu. Fólk hefur staldrað stutt við þar eystra vegna kuldans, ekki búið undir neinar safariferðir. Til dæmis hrakti norðangarrinn norrænu hjúkrunarkonumar til baka, en þær komu að Egilsstöðum nú á dögun um og hurfu aftur suður um hæl. Snemm^ í morgun var aðeins tveggja stjga hiti á Egilsstöðum, og æði svarraleg noröanátt og allt ann aö en sumarlegt. — «EH Skiptimiðakerfíð aftur komið í gang Starfsemi SVR er nú óðum að komast f fyrra horf eftir brunann á Kirkjusandi. Nýjar skiptimiða- vélar komu með flugvél frá Sví- þjóð um helgina og eru komnar í notkun. í haust á SVR von á 10 nýjum strætisvögnum, sem hafa verið pantaðir, og um sama leyti verður komið upp 40 fermetra bið- skýli, sem verður staðsett á Hótel Heklu-lóðinni við Lækjartorg, en er nú í smíðum. Um áramót er þess vænzt, að nýbygging SVR á Kirkjusandi verði tekin í notkun, en þar verður verk- stæði strætisvagnanna og skrif- stofuhúsnæði á efri hæð. Fram- kvæmdum við þessa byggingu verö n r hrnAíiA Aftir fönanm on Vinn átti ekki að verða tilbúin fyrr en með næsta vori. Skúli Halldórsson, skrifstofu- stjóri hjá SVR, skýrði blaðinu frá þessu í morgun, og sagði hann enn- fremur, að verið væri að hreinsa til eftir brunann á Kirkjusandi og reynt að nýta það, sem gagnlegt sé. SVR hafi önnur verkstæði f öðr- um húsum og því sé viðgerðar- .starfseminni haldið áfram með eðli- legum hætti. Sagði Skúli, að þessir mánuðir nú væru léttastir hvað snerti umferð með strætisvögnun- um, þar sem engir skólar væru, margir í sumarfríi og í vinnu úti á landi. Ef bruninn hefði orðið um hávetur hefði SVR orðið mjög erf- itt um vik að halda áfram eðlileg- 20 kr. fyrir síldarkílóið úr Norðursjó Meðalverðið á síldinni, sem ís- lenzk skip selja um þessar mundir í Danmörku og Þýzkalandi er nú orðið nærrj 20 kr. íslenzkar og er það betra meðalverð en fengizt hef ur til þessa í sumar. Um 35 skip munu nú vera komin á miöin við Orkneyjar og í Skagerak. í síðustu viku lönduðu 26 skip í Danmörku í Hirtshals og 5 skip seldu afla sinn f Þýzkalandi, Samtals varð afli þessa 31 skips 935,7 tonn og fengust fyrir hann 18,6 milljónir fsl. kr. Verðið á markaöinum ytra virðist vera nokkuð stöðugt, en hefur heldur stigið. Skipin sem fóru suður í Norðursjó frá Reykjavfk í vikunni sem leið eru ekki farin að landa ennþá, en hver veiðiferó tek ur venjulega upp undir vik-utíma. —úH Þannig fór um sjóferð þó.... Hún endaði ekki burðuglega bátsins gerði þeim nefnilega ferðin hjá félögunum fjórum úr þann óleik að hætta allri starf- Reykjavík, sem brugðu á leik í emi, þegar leikurinn stóð senr sólskininu í gærdag á litlum hæst. Eftir nokkrar árangurs- trillubáti á ytri höfninni. Vél lausar tilraunir til aö koma henni í gang aftur tóku þeir það ráö, að grípa tH ár- anna og róa í höfn, en áttu tveir fullt f fangi með það, þar sem töluvert hvasst var orðið um þetta leyti og þungur róður- inn. En þá var það, sem 'hafn- sögumenn sáu aufur á fjórmenn ingunum og fóru til móts við þá á einum hafnsögubátnum og drógu þá síðan í land. Myndin er tekin í þann mund, sem hafnsögubáturinn er að draga trilluna inn um hafnarkjaftinn. HERMANN HYLLTUR Loksins vann Island „alvöru“ landsleik, — „frændur vorir“ Norðmenn urðu að bíta i það súra epli að tapa fyrir íslandil með 0:2 í gærkvöldi, og sannarlega voru fslendingar mun betri aðilinn i Ieiknum. En sínum augum Iítur hver á silfrið, — NTB sendi hingað fréttamann, og sama gerðu stærstu dagblöðin einnig, — Hallur Símonarson segir frá leiknum á bls. 4. og 5 í dag, og þar segir frá furðulegum fregnum NTB af leiknum. Myndin: Hermanni Gunnarssyni veittist erfitt að komast af leikvanginum í gær fyrir aðdáendum. Hann skoraði bæði mörkin —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.