Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 1
236. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. OKTÓBER 2002 RÚSSAR sögðu í gær að þeir væru reiðubúnir til að styðja nýja ályktun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um Írak til þess að gera vopnaeftirlitið virkara og draga úr vafa heimsbyggðarinnar um hernaðaráætlun Íraksstjórnar. „Ef lagðar eru fyrir öryggisráð SÞ tillög- ur sem gera vopnaeftirlit í Írak virk- ara munum við styðja þær,“ hafði rússneska fréttastofan Interfax eftir Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í gær. Ívanov sagði ekkert um yfirlýsingu eins aðstoðarmanna sinna frá því fyrr í gær þess efnis að Rússar styddu til- lögu Frakka um að Saddam Hussein Íraksforseta yrðu settir tveggja þrepa úrslitakostir – fyrst um vopna- eftirlit og hernaðaraðgerðir yrðu Írakar ekki samvinnuþýðir við vopna- eftirlitið. „Það er of snemmt að tala um tilteknar tillögur á þessu stigi,“ sagði Ívanov. Bandaríkjamenn hafa viljað að ör- yggisráðið samþykkti eina, nýja ályktun er fæli í sér ákvæði um að Írakar mættu búast við að verða beittir vopnavaldi ef þeir afvopnuðust ekki. Í gær hófst í báðum deildum bandaríska þingsins umræða um hvort George W. Bush forseta skyldi veitt heimild til að hefja herför gegn Írak, og kann þingið að samþykkja ályktun þar um strax á morgun. Í ræðu sem Bush hélt á mánudags- kvöldið lýsti hann Saddam sem „morðóðum einræðisherra sem er haldinn fíkn í gereyðingarvopn“. Þingmenn ræddu í gær tillögu sem formenn bæði repúblíkana og demó- krata í fulltrúadeildinni hafa lýst stuðningi við, en samkvæmt henni fengi Bush heimild til að grípa til ein- hliða aðgerða ef SÞ tekst ekki að svipta Íraka gereyðingarvopnum þeirra. Tvær aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og hljóða þær upp á öllu takmarkaðri heimild fyrir forsetann, en ólíklegt er að þær verði samþykkt- ar. Bandaríska dagblaðið The New York Times sagði í leiðara í gær að Bush hefði í ræðu sinni ekki náð að færa sannfærandi rök fyrir því að árás yrði gerð á Írak. Hefði forset- anum heldur ekki tekist að draga úr áhyggjum bandarísks almennings af því að afleiðingar herfarar gegn Írak yrðu meiri hryðjuverk og hert átök fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði blaðið ennfremur, að sam- kvæmt niðurstöðum nýlegrar könn- unar ætti forsetinn talsvert verk óunnið ef hann ætlaði sér að sannfæra bandarískan almenning um nauðsyn þess að ráðist verði á Írak. Lagði blaðið til að Bush myndi frekar fara þá leið sem meirihluti Bandaríkja- manna væri hlynntur, þ.e., að „beita öllum diplómatískum þvingunum sem völ er á, þ.á m. harðorðri, nýrri álykt- un frá öryggisráði SÞ, áður en Bush dregur þjóðina út í styrjöld“. Annað blað, The Wall Street Journal, var sammála Bush um að stríð við Íraka væri óhjákvæmilegt, en mælti með því að raunverulegt mark- mið aðgerðanna yrði ekki bara að koma Saddam frá völdum heldur líka „frelsun írösku þjóðarinnar og aukinn stöðugleiki í Mið-Austurlöndum“. Bandaríska utanríkisráðuneytið kvaðst í gær ánægt með þau viðbrögð sem það hefði fengið á alþjóðavett- vangi við ræðu forsetans á mánudags- kvöldið. „Við höfum séð yfirlýsingar frá stjórnvöldum nokkurra ríkja og þær eru yfirleitt jákvæðar,“ sagði Richard Boucher, talsmaður ráðu- neytisins. Rússar lýsa sig fylgjandi einni ályktun SÞ um Írak Moskvu, Washington. AFP, AP.  Bush segir tíma/20 Umræður hafnar á Bandaríkjaþingi um hvort Bush fái heimild til herfarar BRESK stjórnvöld verða að útiloka Sinn Féin, stjórnmálaarm Írska lýð- veldishersins (IRA), frá heimastjórn- inni á Norður-Írlandi ef þau vilja ekki að samstjórn kaþólikka og mótmæl- enda í héraðinu liðist alveg í sundur. Þetta sagði David Trimble, oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), eftir fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær. Trimble gaf bresku stjórninni viku- frest til að útiloka Sinn Féin frá þátt- töku í heimastjórninni. Ella myndi UUP segja sig frá henni. Tilefni þess uppnáms er aðgerðir lögreglunnar sl. föstudag en þá var framkvæmd húsleit á skrifstofum Sinn Féin, sem og á heimilum nokk- urra embættismanna flokksins. Er fullyrt að þar hafi fundist viðkvæm gögn sem ætluð hafi verið skærulið- um IRA. Blair brást ekki við orðum Trimbles í gær en hann mun í dag eiga fund með Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, og á morgun með Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin. Reuters Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin (annar frá hægri), og flokksbræður hans, Sean Crowe og Nicky Kehoe, ræða við kjósanda (t.v.) í miðborg Dublin í gær vegna væntanlegrar atkvæðagreiðslu er fram fer á Írlandi 19. október um Nice-sáttmálann um stækkun Evrópusambandsins. Vilja að Sinn Féin verði vísað úr stjórn London. AFP, AP. FRANSKUR lögfræðingur sem hefur gaman af því að leika á harmónikkuna sína á úti- mörkuðum á nú á hættu að missa málflutningsréttindi sín fyrir óvirðingu við lögfræðinga- stéttina. Eiginmaður lögfræð- ingsins spilar á fiðlu, og taka þau stundum lagið saman. Lögfræðingurinn, Valerie Faure, kom fyrir aganefnd á mánudagskvöldið þar sem hún svaraði ásökunum um að hún „gerði atlögu að heiðri laganna“ með harmónikkuleiknum. „Auðvitað hefur orðið þróun í lögfræðingastéttinni. Það er ekki lengur skylda að vera með bindi í réttarsalnum og sítt hár er leyfilegt. En að sjá lögfræð- ing betlandi á götum úti ... það eru takmörk,“ sagði Christian Tomme, forseti lögfræðinga- félags bæjarins Bergerac, þar sem Faure og maður hennar eiga heima. Nokkurt upphlaup varð á aganefndarfundinum á mánu- dagskvöldið þegar Faure dró upp nikkuna sína og spilaði stuttan polka. „Var þetta eitt- hvað óvirðulegt?“ spurði hún. Málið snýst um það hvort Faure hafi, með því að spila á hljóðfæri og falast eftir greiðslu fyrir það, rofið eiðinn sem hún sór er hún gerðist lögfræðing- ur, að gæta „heiðurs“ fagsins. „Betl er ekki glæpur og túlk- un saksóknara á eiðnum er röng. Þegar lögmenn flytja mál fyrir dómi fá þeir greitt fyrir veitta þjónustu. En þegar mað- ur leikur tónlist fær maður umbun fyrir gáfu sína. Þetta hefur ekkert með heiður að gera,“ sagði Faure. Aganefndin tók sér frest til 13. nóvember til að komast að niðurstöðu. Er harmó- nikkan óvirðuleg? Bergerac í Frakklandi. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði í gær að ísraelski herinn myndi halda áfram að gera árásir á Gaza- svæðinu, en í fyrradag voru 14 Pal- estínumenn myrtir í árás ísr- aelska hers- ins á svæð- inu. Voru Ísraelar gagnrýndir harðlega á alþjóðavettvangi fyrir árásina, m.a. af helstu bandamönnum sínum, Banda- ríkjamönnum. Í gær skutu ísraelskir her- menn palestínska stúlku til bana á Gaza-svæðinu. Þá særð- ust fjórir Ísraelar, þar af einn alvarlega, í fyrirsát skammt frá Hebron á Vesturbakkanum, og á Gaza kom til átaka milli pal- estínskra lögreglumanna og stuðningsmanna Hamas-hreyf- ingar múslíma. Sharon sagði að aðgerðir hersins á Gaza í fyrradag hefðu verið flóknar, en hefðu tekist fullkomlega. Fór herinn með um 40 skriðdreka inn í íbúðar- hverfi í bænum Kahn Yunis. Palestínumenn brugðust harkalega við orðum Sharons og sögðu þau jafnast á við stríðsyfirlýsingu. Sharon hótar fleiri árásum Jerúsalem. AFP. Sharon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.