NT - 28.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 28.03.1985, Blaðsíða 1
frá færeyskum listamönnum Stuðningsyfirlýsing við Hjört Pálsson ■ Bandalag listamanna í Færeyjum hefur samþykkt stuðningsyfirlýsingu vegna brottrekstrar Hjartar Pálsson- ar forstöðumanns Norræna hússins í Færeyjum í gær. Enn- fremur kemurfram í yfirlýsing- unni að krafist er þess að mál Hjartar verði tekið upp að nýju og ákvörðunin endur- sícoðuð. Þetta kom fram í sam- tali NT við Hjört í gærkvöldi. Hjörtur sagði að máli þessu væri ekki lokið, síður en svo, hann ætti eftir að svara frétta- tilkynningu þeirri sem stjórn Norræna hússins sendi frá sér í gær. ■ Hjörtur Pálsson forstöðu- maður Norræna hússins í Fær- eyjum hefur verið beðinn um að hætta störfum strax. NT-mynd: G.E. Eimskip: Kaupa frystigáma fyrir 65 milljónir ■ Eimskipafélag íslands hefur keypt 80 frystigáma, 40 feta langa og aukið þannig frysti- gámaeign sína um þriðjung. Kaupverð gámanna er 65 millj- ónir króna, að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eimskip. Kaup þessi fylgja í kjölfar samninga Eimskips og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna um flutning á freðfiski á Banda- ríkja- og Evrópumarkað. Að sögn Þórðar felast kostir frystigáma m.a. í því að með- ferð vörunnar verður öruggari og betri og að ekki þarf að hreyfa við vörunni fyrr en á áfangastað. Gámarnir eru framleiddir í Vestur-Þýskalandi, en kælibún- aðurinn í Mitshubishiverk- smiðjunum í Japan. Er búnað- urinn mjög fullkominn, að sögn Þórðar, og sér innibyggð tölva um að halda réttu hitastigi (allt frá 25 gráðu frosti til 25 gráðu hita). Þörungavinnslan til heimamanna Sjóefnavinnslan: ■ Unnið er að því þessa dag- ana að ganga svo frá að heima- menn í Barðastrandarsýslu geti tekið við Þörungavinnslunni til rekstrar og eignar en ríkið á nú fyrirtækið að 97%. Að sögn Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra er búist við að til þess að þetta megi verða þurfi ríkið að yfirtaka eitthvað af skuldum fyrirtækis- ins sem taldar eru nema meiru en mögulegt söluverð. Mál þetta verður lagt fyrir þingmenn stjórnarflokkanna á næstu vik- um og sömuleiðis borið upp á kynningarfundi með heima- mönnum vestra. Páskakálfur NT lokaráþriðjudag ■ Allt efni sem á að birtast í Páskablaði NT sem kemur út á skírdag verður að hafa borist fyrir hádegi á þriðjudag, svo tryggt sé að efnið komist á framfæri. Þeim, sem hafa fréttatilkynningar og ann- að efni sem erindi á í páskakálfinn, er bent á að hafa samband við ritstjórn blaðsins. „Gengur ekki svona áfram“ - segir stjórnarformaðurinn, en verksmiðjan tapar milljón á mánuði ■ Sjóefnavinnslan á Reykjanesi fékk fjögurra milljóna króna bráðabirgðalán úr ríkissjóði á þriðjudag til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Fyrir- tækið tapar nú einni milljón króna á mánuði og yfirdráttur þess í bönkum var kominn upp í eina milljón króna. Guðmundur Malmquist stjórn- arformaður Sjóefnavinnslunnar sagði í samtali við NT, að fé þetta breytti engu um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Hann sagði, að það væri á framfæri ríkisins og fyrir- tækið hefði orðið gjaldþrota, ef féð hefði ekki fengist. Sjóefnavinnslan þarf að borga um 36 milljónir króna af lánum á þessu ári. Stjórn fyrirtækisins bað um 44 milljónir króna á lánsfjár- áætlun til að standa undir afborg- ununum og 8 milljón króna kostn- aði vegna gæslu og rekstrar. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra hefur lýst því yfir, að hann vilji leggja Sjóefnavinnsluna niður, en um það mál hefur ekki náðst samstaða í stjórn fyrirtækis- ins. Einhverjir stjórnarmanna vilja hætta, en aðrir vilja sækja til fjármálavaldsins um að fá að halda starfseminni áfram og ljúka þeim tilraunum, sem verið er að gera. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar verður væntanlega haldinn í byrj- un maí og sagði Guðmundur Malmquist, að þá væri mál til komið að taka ákvörðun um áframhaldið. „Eitt veit ég, að svona vil ég ekki halda áfram. Það gengur ekki að láta reka á reiðan- um og framleiða 6-7 tonn á dag,“ sagði Guðmundur. NT ayid: Ari. 35 árekstrar í Reykjavík ■ 35 árekstrar urðu í Reykja- víkurborg í gærdag en það er meira en tvöföld tala árekstra undanfarna daga. Hálka myndaðist á götum borgarinnar í gærdag þegar snjó kyngdi niður en undanfarna daga hefur verið auð jörð og sumarblíða. Eru árekstrarnir nær allir raktir til hálku og voru flestir minniháttar. Engin meiðsl urðu á fólki svo kunnugt sé. Undirbúningur verkfalls átaka haustsins byrjaður? - ríkisstarfsmenn safna í verkfallssjóð ■ Starfsmannafélag ríkis- stofnana ætlar nú þegar að hefja undirbúning að uppsögn gildandi kjarasamninga og gerð sameiginlegrar kröfu- gerðar launafólks, þar sem áhersla verður lögð á , að engin laun verði undir 20 þús- und krónum á mánuði. Þá verður þess krafist, að fullar verðbætur reiknist ársfjórð- ungslega á öll almenn laun. Þetta kemur fram í sam- þykkt aðalfundar þessa fjöl- mennasta aðildarfélags BSRB, sem haldinn var á þriðjudag. í ályktun fundarins um kjaramál segir m.a., að ríkisstjórnin hafi kastað stríðs- hanskanum enn á ný með harkalegum viðbrögðum að afloknum samningum í haust. í ályktuninni segir, að sam- einuð verkalýðshreyfing verði að snúast til varnar gegn boð- uðum árásum ríkisstjórnarinn- ar á þá velferð, sem verkalýðs- hreyfingin hefur barist fyrir, svo sem í heilsugæslu, mennta- málum, tryggingum og sam- eiginlegri þjónustu, semvarð- ar hagsmuni alls alþýðufólks. Fundurinn krefst þess, að lögin unt samningsrétt BSRB verði tekin til endurskoðunar og að kjaradeilunefnd verði lögð niður. Þá er skorað á væntanlegt þing BSRB að stór- auka verkfallssjóði samtak- anna. Þá lýsti fundurinn yfir andstöðu sinni við fyrirhugað- an virðisaukaskatt, sem myndi stórhækka verð á öllum nauð- synjavörum -sjá viðtal við Einar Ólafsson, formann SFR á bls. 3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.