Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. mars 1989 Tíminn 7 Frumvarp um friðun hreindýra og eftirlit með þeim felur í sér aukna yfirstjórnun og gjaldtaka færist til sveitarfélaganna: LANDEIGENDUR EIGA EKKIVEIÐIRÉTTINN í nýju frumvarpi, lögðu fram af menntamálaráðherra, er tekið af skarið um að eignarréttur að landi skapar landeigendum ekki rétt til að veiða hreindýr. Er hér um takmörkun á eignarrétti að ræða sem rökstuddur er með friðunarsjónarmiðum. Lagt er til að veiðileyfi séu veitt viðkomandi sveitarfélögum gegn greiðslu gjalds í ríkissjóð, sem verja á til greiðslu kostnaðar við framkvæmd laganna. Sveitarfélög- in endurselja veiðileyfin og skal tekjum af endursölunni m.a. varið til að bæta þeim, sem að einhverju leyti verða fyrir ágangi hreindýra, tjón þeirra. Eftirlitsmaður og fimmmannanefnd í frumvarpinu er kveðið á um að stofna skuli við dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar stöðu um- sjónarmanns með hreindýrastofn- inum á íslandi. Skal hann búa á Austurlandi og vera menntaður í líffræði eða hafa sambærilega menntun. Þá er einnig nýmæli að skipuð er sérstök fimm manna hreindýranefnd sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi um framkvæmd laganna. Að fengnum tillögum umsjónarmanns ræður Menntamálaráðuneytið eftirlits- mann í hverju sveitarfélagi þar sem hreindýr ganga. Hreindýraeftirlitsmaður Fljóts- dalshrepps hefur nú umsjón með hreindýrum, svo og umsjón með störfum annarra hreindýraeftir- litsmanna sem eru 31 talsins. Nauð- synlegt þykir hins vegar að stofna sérstaka stöðu umsjónarmanns er verði tengiliður milli menntamála- ráðuneytisins og þeirra sem telja sig málefni hreindýra varða. Störf eftirlitsmanna eru samkvæmt frumvarpinu tvíþætt. Eftirlitsstörf undir stjórn umsjónarmannsins og eftirlit í cinstökum veiðiferðum. Handhafar veiðileyfa greiði þókn- un til eftirlitsmanna vegna eftirlits í veiðiferðum, en ráðuneytið vegna almennra eftirlitsstarfa. Taining á hreindýrastotnmum hefur farið fram með óreglulegu millibili a.m.k. frá árinu 1982. Samkvæmt þeim virðist stofninn vera nokkurn veginn í jafnvægi. Talning fer fram úr lofti og árið 1982 fundust 1546 dýr, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári en þá voru talin 1514 hreindýr. Taln- ingarsvæði voru: Vesturöræfi, Eyjabakkar, Kringilsárrani, Sauðafell og svæðið norðaustan Vatnajökuls. Út frá niðurstöðum talningarinnar hefur fjöldi veiði- leyfa á hreindýr verið ákveðin, en ekki hefur verið veitt upp í þann kvóta sem leyfður er frá árinu 1985 og ef til vill lengur, en blaðið hefur ekki eldri upplýsingar. Svo dæmi sé tekið frá árinu 1988, var heimilt að veiða 330 hreindýr, en 213 voru felld, samkvæmt veiðiskýrslum. Munurinn var þó öllu meiri árið 1986, en þá voru felld 209 færri dýr en heimild var til. Er stofninn áætlaður of stór? Telja verður líklegt að mun fleiri dýr séu veidd en gefið er upp, a.m.k. ef marka má veiðisögur er ganga manna á milli. Stærð hrein- dýrastofnsins er þannig áætlaður að talin dýr eru margfölduð með Hreindýr. tveimur og samkvæmt því er stofn- inn talinn vera um 3.000 dýr. Heimamenn eru margir hverjir ef- ins um þessa aðferð og telja að stofninn sé áætlaður of stór. Egill Gunnarsson hreindýraeftirlitsmað- ur á Egilsstöðum sagðist telja í samtali við blaðið að raunveruleg stærð stofnsins væri rúmlega 2.000 dýr. Samkvæmt frumvarpi þessu gef- ur mcnntamálaráðuneytið út veiði- leyfi til sveitarstjórna, þegar fyrir liggur ákvörðun hreindýranefndar sem skipuð er af ráðherra og á að vera ráðgefandi um framkvæmd laganna, ásamt því að sinna öðrum störfum. Eitt af hlutverkum nefnd- arinnar er að ákveða í samráði við eftirlitsniann, fjölda veiðileyfa ár hvert. Sveitarstjórnum er heimilt að endurselja veiöileyfi, sam- kvæmt nánari fyrirmælum í reglu- gerð. Gert er ráð fyrir að veiðar verði heimilar frá 1. ágúst til 15. sept- ember. Að binda fasta dagsetningu veiðitímans í lög er nýmæli, en áður hefur veiðitími vcrið ákveð- inn með reglugcrð frá mennta- málaráðherra. Þá er einnig tekið fram í lagafrumvarpinu að mennta- málaráðuneytiðgeti, að tillögu um- sjónarmanns, heimilað að hand- sama megi dýr handa dýragörðum, til að nema ný lönd eða í öðrum áþekkum tilgangi. Það mun ekki vera nýmæli, cn lítill áhugi viröist vera fyrir að flytja hreindýr til nýrra heimkynna í öðrum lands- hlutum. Reglur um skot- vopn gagnrýndar Margir veiðimcnn hafa gagnrýnt þær reglur scm settar eru um búnað og færni hreindýraveiði- manna. Til veiða á hreindýrum má einungis nota riífla, 243 cal. eða stærri, með minnst 100 grain kúlu. Auk þessa verða menn að hafa, að mati cftirlitsmanns, „næga skotfimi og kunnáttu í meðferð skotvopna". Bent hefur verið á að margir af eftirlitsmönnunum hal'i alls ekki næga kunnáttu í meðferð skot- vopna sjálfir, né þekkingu á skot- vopnum sem nauðsynleg er. Líka hefur verið minnt á að fáránlegt sé að hleypa mönnum með gamla og hálfónýta herriffla, eða viðlíka tól á hreindýraveiðar. Hlaupvíddin sé vissulega næg, en nákvæmni oft á tíðum ábótavant og nánast með höppum og glöppum hvert kúlan fer. Á hinn bóginn sé ekki leyfilegt að nota kalíber frá 222 til 243, sem yfirlcitt séu nákvæmari rifflar og högg kúlunnar nægt. -ág PROFASTAR FUNDA UM PRESTAKÖLLIN OG PRÓFASTSDÆMI Biskup íslands boðar til árlegs prófastafundar dagana 7.-9. mars. Fundurinn hefst með athöfn í Dómkirkjunni kl. 11.00 í dag þar sem biskup íslands setur nýjan prófast, sr. Einar Þór Þorsteinsson prófast f Múlaprófastsdæmi inn í embætti. Höfuðmál prófastafundar verð- ur skipun prestakalla og prófasts- dæma en það mál hefur hlotið ítarlega umfjöllun kirkjulegra að- ila. , Sr. Jón Einarsson prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis hefur framsögu í því máli. Þá verða rædd mál, sem Kirkju- þing 1988 vísaði til prófastafundar en þau eru: 1. Um útfararsiði, sr. Tómas Guðmundsson, prófastur Ár- nesprófastsdæmi. 2. Um embættisklæðnað og skrúða presta, sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur Húnavatns- prófastsdæmi. 3. Útdeiling sakramentis við altar- isgöngur, sr. Örn Friðriksson, prófastur Þingeyjarprófasts- dæmi. Auk þessa verða rædd önnur mál, t.d. fræðslumál kirkjunnaren Fræðsludeild hennar er nýtekin til starfa, söngmál kirkjunnar og um nafngiftir en um þær ræðir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Hagstofu íslands. Fundir prófastanna verða í safn- aðarsal Neskirkju. Auk áðurnefndra prófasta, biskups, vígslubiskups Hólabisk- upsdæmis og biskupsritara, sitja eftirfarandi prófastar fundinn: sr. Baldur Vilhelmsson. ísafjarðar- prófastsdæmi, sr. Birgir Snæ- björnsson. Eyjafjarðarprófasts- dæmi, sr. Bragi Friðriksson, Kjal- arnesprófastsdæmi, sr. Fjalarr Sig- urjónsson, Skaftafellsprófasts- dæmi, sr. Flosi Magnússon, Barða- strandarprófastsdæmi, sr. Hjálmar Jónsson, Skagafjarðarprófasts- dæmi, sr. Ingiberg J. Hannesson, Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi, sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur Reykjavíkurprófastsdæmi og vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis, sr. Sváfnir Sveinbjarnar- son, Rangárvallaprófastsdæmi og sr. Þorleifur K. Kristmundsson, Austfjarðaprófastsdæmi. Fimmtudaginn 9. mars heldur Prófastafélagið aðalfund sinn en núverandi formaður þess er sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. Prófastafundi lýkur sama dag með altarisgöngu í Neskirkju kl. 17.00. Landssamband framsóknarkvenna: Atvinnurekstur kvenna styrktur Landssamband framsóknar- kvenna hvetur til að tckin verði aftur upp sú hugmynd að veita fjármagni sérstaklega til stuðnings atvinnu- rekstri á vegum kvenna. Hugmyndin kom fram hjá Þróun- arfélagi íslands. En eftir lauslega athugun meðal örfárra kvenna var hætt við áform þessa efnis. Landssambandið telur hugmynd- ina ekki hafa verið kynnta nægilega og því sé mikilvægt að félagið endur- skoði afstöðu sína. Einnig telur sambandið eðlilegt að auglýst verði eftir hugmyndum kvenna um stofn- un smærri og stærri fyrirtækja. Sem og að ákvörðun um styrkveitingar verði tekin á grundvelli slíkra um- sókna. jkb Leiðrétting: Lokanir á Landakoti í frétt Tímans s.l. laugardag af fundi Ólafs Ragnars Grímssonar með starfsfólki Borgarspítalans, kom fram að nú væru aðeins 100 af 199 sjúkrarúmum Landakotsspítala í notkun, en þessar upplýsingar komu fram í máli eins af ræðumönn- um fundarins. Logi Guðbrandsson hafði sam- band við Tímann og vildi koma því á framfæri að þarna væri rangt með farið. Nú væru 12 rúm lokuð á Landakoti en hvað sumarlokanir varðaði þá yrði 55 rúmum lokað þegar mest væri. Þetta eru nokkru meiri lokanir en á síðasta ári en þá var mest 38 rúmum lokað. Logi sagði að þessar lokanir væru m.a. liður í að þeim sparnaði sem spítalanum væri gert að ná og það væri alveg ljóst að niðurskurður af þessu tagi myndi koma niður á þjónustunni. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.