Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 175. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
175. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 2. AGÚST 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Funda
um Hor-
muzsund
Kuwait, 1. ágúst. AP.
LEIÐTOGAR ríkja við
Persaflóa munu á næst-
unni halda íund um örygg-
ismál á flóanum ug við
Hormuzsund. að því er
blað í Kuwait, Al Watan,
sagði frá í dag. Hið mjóa
sund Hormuz, er opnar
leiðina út á Indlandshaf,
er lífæð olíuflutninga frá
hinum olíuauðugu ríkjum
við Persaflóa. Um sundið
fara daglega mörg olíu-
skip með stóran hluta
þeirrar olíu sem notuð er
víða um heim.
Blaðið sagði að ákvörðunin um
fundinn hefði verið tekin í kjölfar
viðvörunar Bandaríkjastjórnar
um hugsanlegt rán olíuskips er
það færi um sundið. Með því að
sökkva olíuskipi í sundinu yrði um
tíma stöðvaður allur olíuflutning-
ur frá hinum olíuauðugu ríkjum.
Þau ríki er munu taka þátt í
ráðstefnunni eru Oman, Bahrain,
Quatar, Saudi-Arabía og írak en
Sameinuðu furstadæmin buðu til
ráðstefnunnar að sögn blaðsins.
Ekki var minnst á Iran í þessu
sambandi.
Yamani, olíumálaráðherra
Saudi-Arabíu, hefur bent á þann
möguleika að öfgafullir skærulið-
ar Palestínumanna kynnu hugsan-
lega að reyna að sökkva olíuskipi í
Hormuzsundi og þannig stöðva
olíuflutninga frá ríkjunum og þá
myndi olíuverð hækka — síðustu
hækkanir væru smáræði í saman-
burði við það.
Kenneth Kaunda. íorseti Zambíu undirbýr ræðu sína og forsætisráðherra Breta,
Margraet Thatcher hlustar íhugul. Að baki sést skæruliðaleiðtoginn Joshua
Nkomo — að baki manni með sólgleraugu.
Pandolfi
gaf st upp
Róm. 1. ágúst — AP, Reuter
FILIPO Pandolfi, sem Sandro
Pertini forseti ítalíu fól stjórnar-
myndun, gafst upp í dag þar sem
sýnt þótti, að stjórn hans myndi
ekki fá þingmeirihluta. Pandolfi
gaf enga skýringu á því hvers
vegna stjórnarmyndunartilraunir
hans fóru út um þúfur en búist
hafði verið við, að honum tækist
að binda enda á sex mánaða
stjórnarkreppu í landinu. Fyrr í
dag birtu sósíalistar, sem hafa
lykisaðstöðu á þingi með sína 62
þingmenn, að þeir myndu greiða
atkvæði gegn stjórn Pandolfis og
er það talin skýring á að Pandolfi
hefur nú gefist upp við stjórnar-
myndun.
„Þjóðnýting BP hækkar
verð á olíumörkuðum"
London, Lusaka,
1. ágúst. AP. - Reuter.
„ÞJÓÐNÝTING Nígeríumanna á
BP í landinu miin raska jafnvægi
á olíumórkuðum heims og hækka
verð olíu á olíumörkuðum," sagði
varaforseti BP, Monty Pennell, í
Lundúnum í dag eftir þá ákvörð-
Lá við árekstri yfir
Kennedyflugvelli
New York, 1. ágúst. AP.
NÆRRI lá við flugslysi yfir
Kennedyflugvelli í New York
á föstudag er flugmaður
pólskrar þotu virti tilmæli
flugturnsins í engu, að því er
bandaríska flugmálastjórnin
sagði í dag, og jafnframt
voru segulbandsupptökur
birtar. Þar kom í ljós, að
flugturninn bað þotuna tví-
vegis að fara annan hring en
fékk aldrei svar. Pólska þot-
an fór fram úr þotu er var
fyrir framan hana og í lend-
ingu munaði minnstu að hún
rækist aftan á þotu frá Bran-
iff-flugfélaginu. Bandaríska
flugmálastjórnin sagði, að
flugmaður pólsku þotunnar
væri þegar farinn til Pól-
lands og ekki væri ljóst hvort
flugmaðurinn hefði ekki skil-
ið tilmælin, ekki heyrt þau
eða einfaldlega virt þau að
vettugi.
un Nígeríumanna í gær að bióð-
nýta brezka olíufélagið BP í
landinu. Pennell sagðist búast
við, að Nígeríumenn reyndu að
selja olíu sína hæstbjóðandi á
olíumörkuðum. Þannig að keppzt
yrði um olíuna frá Nígeríu og
það ylli verðhækkun. Pennell átti
einkum við Rotterdammarkað-
inn.
Pennell sagði, að mestur hluti
olíunnar frá Nígeríu hefði verið
seldur til meginlands Evrópu og
að þjóðnýtingin í Nígeríu þýddi að
framboð BP á olíu minnkaði um
15%. BP varð fyrr á árinu fyrir
miklu áfalli þegar byltingin í Iran
batt endi á starfsemi félagsins
þar.
Akvörðun Nígeríumanna um að
þjóðnýta hluta BP í Nígeríu kom
daginn fyrir setningu samveldis-
ráðstefnunnar í Lusaka í Zambíu.
Margret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, kom inn á ákvörðun
Nígeríumanna og brá þá útaf
texta þeim, er hafði verið saminn.
Hún gagnrýndi Nígeríustjórn,
óbeint þó. Eftir setningu samveld-
isráðstefnunnar  átti  Carrington,
utanríkisráðherra Breta, í orða-
skaki við kollega sinn frá Nígeríu,
Adefope, í boði. Greinilegt var, að
Carrington var mjög reiður og
notaði sterk lýsingarorð. Hann
þverneitaði þeim áburði Nígeríu-
manna, að BP seldi olíu til S-Af-
ríkustjórnar en Nígeríustjórn seg-
ist hafa þjóðnýtt BP vegna olíu:
sölu félagsins til S-Afríku. í
Lusaka er almennt litið á ákvörð-
un Nígeríustjórnar sem aðvörun
til Breta um að viðurkenna ekki
stjórn Muzorewa í Zimbabwe-
Ródesíu.
Ræða deilur
íslendinga o^
Norðmanna
Frá fréttaritara Mbl.
< ósló 1. ácÚHt
Sjávarútvegsráðherrar
Norðmanna og Sovétmanna,
þeir Eyvind Bolle og Vladi-
mir Kamentsev, ræðast nú
við í Ósló um versnandi
ástand nokkurra mikilvæg-
ustu fiskstofna í Barentshafi
og um skýrslur Alþjóða haf-
rannsóknastofnunarinnar
um ástand fiskstofna, sem
hrakað hefur mjög síðustu
árin. Deilur ríkjanna um
Barentshaf eru ekki á dag-
skrá fundanna en búist er
við, að deilur ríkjanna um
hin umdeildu svæði í Bar-
entshafi komi til umræðu.
Þó að deilur íslendinga og
Norðmanna um hafsvæðið
milli íslands og Jan Mayen
séu ekki á dagskrá er þó búist
við, að ráðherrarnir muni
ræða þær deilur en bæði
Sovétmenn og Norðmenn
stunda veiðar í kringum Jan
Mayen. Sovétmenn stunda
einkum veiðar á kolmunna.
Flóttaf ólki f rá
Víetnam f ækkar
16% hækkun á olí u frá
Sovét til Finnlands
Helsinki, 1. liitúst - AP
FINNAR OG Sovétmenn hafa lokið samningaviðræðum um hráolíukaup
Finna af Sovétmönnum og hækkar verð hráolíu, sem Finnar kaupa í
Sovétríkjunum, um 16%, að því er finnska blaðið Helsinkin Sanomat
skýrði frá í dag. Finnar kaupa um sjö milljarða tonna af hráolúi frá
Sovétríkjunum árlega, eða um 2/3 af olfunotkun landsins.
Hin nýja hráolía kostar finnska
skattborgara tæpa 27 milljarða
króna á síðari hluta ársins auk-
reitis en verðið nær aftur til 1.
júlí.
Samkvæmt Helsinkin Sanomat
hækkar verð fyrir hvert tonn úr
liðlega 44 þúsund krónum í liðlega
53 þúsund krónur. Neste Oy skýrði
frá því, að samningaviðræðunum
hefði lokið í síðustu viku en
ástæðan fyrir því hve langan tíma
þær tóku, var að sögn talsmanns
Neste Oy, að Finnar vildu full-
vissa sig um að þeir greiddu ekki
meira fyrir sína olíu en ónnur
Norðurlönd. Neste Oy hefur í
kjölfar hinna nýju samninga lagt
inn verðhækkunarbeiðni á olíu til
ríkisstjórnarinnar.
Kuala Lumpur — 1. ágúst — AP —
Reuter
STRAUMUR flóttafólks frá Víet-
nam hefur minnkað verulega, að
sögn vestrænna aðila, sem að-
stoða flóttafólk. í júlí komu til
Malasíu um 5000 flóttamenn en
næstum allt það fólk var rekið
aftur á haf út.
Hins vegar er ekki búist við, að
fólksflótti frá Víetnam hætti,
heldur sé hér aðeins um tíma-
bundið ástand að ræða í kjölfar
flóttamannaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Genf en þar voru
Víetnamar gagnrýndir mjög. Haft
var eftir háttsettum fulltrúa
flóttamannaaðstoðarinnar, að í
september eða nóvember ykist
tala flóttafólks frá Víetnam aftur
vegna þess, að Víetnamar vildu
losa sig við tæpa hálfa aðra
milljón manna.
Á níunda þúsund Víetnömum
var komið til Vesturlanda í júlí
frá Malasíu en þar af fór meir en
helmingur til Bandaríkjanna.
ítölsk  herskip hafa undanfarna
daga bjargað 909 flóttamönnum af
bátskeljum á Suður-Kínahafi.
Svíþjóð:
Banaslys-
um fækkar
Stokkhólmi. 1. á>íúst. Reuter.
TALA dauðsfalla í umferðar-
slysum lækkaði mjög í Svíþjóð
í kjólfar hraðatakmarkana úr
110 kflómetrum í 90 á þjóðveg-
um landsins. að þv/ er lals
maður sænska umferðarráðs-
ins sagði í dag. í jiílí létust 52 í
umferðarslysum í Svíþjóð en
að meðaltali hafa 84 látist f
umferðarslysum í júií sfðan
1974.
Sænska stjórnin setti há-
markshraðann niður í 90 kíló-
metra í júní til að spara benzín,
jafnframt því að fargjöld með
sænskum járnbrautarlestum
voru lækkuð um helming og er
það einnig talið eiga þátt í
færri dauðsföllum í umferðar-
slysum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48