Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 220. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
13
Að Kjarvalsstöðum
Leikmyndin
Kjarvalsstaðir hafa síðustu
viku boðið upp á tvo merka
listviðburði, annars vegar sýn-
ingu á verkum nokkurra ís-
lenzkra leikmyndateiknara í
vestri sal, en hins vegar á göng-
um hússins og er þar um að ræða
sýningu á framlagi Norðurlanda
til Biennalsins í Feyneyjum
sumarið 1978. Hyggst ég fjalla
um þessar sýningar í þessu skrifi
mínu og vil strax í upphafi vekja
sérstaka athygli á því, að báðum
sýningunum lýkur í dag, sunnu-
dag, og er hér um alltof stuttan
sýningartíma að ræða.
Sýning leikmyndateiknara er
mjög fjölþætt, en þeir sýna allt í
senn frumteikningavinnu, bún-
inga og búningatillögur, grímur,
líkön af leiktjöldum, mynda-
styttur og svo margvíslega hluti,
er tilheyra leiksýningum, t.d.
gervimatvörur o.fl. Hér er þó
ekki verið að rekja neina þróun
heldur er stefnt að því að tína
sem flest til, er þarf við gerð
leikmynda, þannig að skoðand-
inn fái sem gleggsta innsýn í
starf leikmyndagerðarmannsins
og „ramma, stíl og heildaryfir-
bragð leiksýningar", svo sem
stendur á fjölprentuðu blaði, er
liggur frammi og þjónar sem
sýningarskrá. Fjórtán leik-
myndagerðarmenn eiga nafn sitt
undir samantekt um eðli sýning-
arinnar og er hér bæði um að
ræða atvinnumenn svo og mynd-
listarmenn, er tekið hafa að sér
að gera eina og eina leikmynd.
Ekki er hér veglega að verki
staðið, og missa leikmyndar-
gerðarmenn af gullnu tækifæri
til að kynna listgrein sína í
veglegri sýningarskrá, sem hefði
í senn getað þjónað sem heimild
og uppsláttarrit um eðli leik-
myndagerðar. Sjálf sýningin
stendur hins vegar fyfir sínu, er
mjög lifandi og fjölþætt, og
henni tengist að auki heil leik-
mynd og lifandi leiksýning,
Flugleikur Þjóðleikhússins, sem
er sýndur á hverju kvöldi kl.
20.30. Þetta var skemmtileg hug-
mynd, en hún þrengir óneitan-
lega að sjálfri sýningunni og
takmarkar hana um leið, svo það
er umdeilanlegt hvort hún eigi
heima þar, einnig í ljósi þess að
leikurinn var sýndur á alþjóð-
legu vörusyningunni nú nýlega.
Sá, er kemur að kvöldi til að sjá
sýninguna sjálfa, lendir því í
myrkvuðum sal og eru slíkir
árekstrar jafnan til ama og eiga
helst ekki að eiga sér stað.
— Það er fróðlegt að bera
saman gjörólík vinnubrögð leik-
myndateiknaranna þrátt fyrir
sameiginlegt lokamark, — hver
og einn velur sína sérstöku leið.
Vinnubrögðin við gerð frum-
drátta geta verið mjög skemmti-
leg og listræn, dæmi um það er
t.d. riss Magnúsar Pálssonar við
leikþáttinn „Loki þó", en þar fer
hann alveg á kostum. Þá eru
líkön Birgis Engilberts ákaflega
myndræn og jafnframt gædd
mögnuðum tjáningarkrafti.
Sama má segja um líkön Stein-
þórs Sigurðssonar, en þau eru
ekki eins vel staðsett og koma
ekki nægilega vel fram, — þau
voru ólíkt áhrifameiri í Bogasal
Þjóðminjasafnsins um árið.
Annars var hér ekki meining-
in að fara í neina samanburðar-
fræði, til þess þyrfti að skrifa
mjög ítarlega um sýninguna, en
á því eru engin tök hér að sinni.
Sýningin virkar annars þannig á
mig, eins og aðstandendur henn-
ar hafi verið í miklu tímahraki
við uppsetningu hennar, þá
koma gallar salarkynnanna
meira í ljós heldur en kostir og
masónit-plötur, sem eru notaðar
sem bakgrunnur skissuvinnu,
auka á þyngsli rýmisins. Þessi
sýning sýnir berlega hina miklu
þörf, sem er á léttum, meðfær-
Myndllst
ef tir BRAGA
ÁSGEIRSSON
anlegum skilrúmum á þessum
stað, og ætti það að hafa algjör-
an forgang að bæta úr því og það
hið bráðasta.
Æskilegt væri, að næst þegar
leikmyndagerðarmenn halda
sýningu, verði undirbúningurinn
meiri og betri og helst þyrftu
þeir að taka alla Kjarvalsstaði
undir þá sýningu. Slíkt fyrirtæki
er vel framkvæmanlegt og ætti
að geta skilað drjúgum hagnaði í
sjóð samtaka þeirra og verðá
leikmyndagerð mikil lyftistöng,
því að samanburður á vinnu-
brögðum er hér mjög hollur sem
á öðrum sviðum. Ég hafði mikla
ánægju af heimsóknum mínum á
sýninguna og hefði viljað gera
henni betri skil — sannast sagna
þykja mér þessi skrif mín helst
til snubbótt, en það er vísast í
fullu samræmi við lengd sýning-
artímans — og svo er einungis
að þakka fyrir sig með virktum.
einskorða hugtakið um of við
ákveðnar stefnur og viðhorf í
nútímalist.
Nú hef ég mjög takmarkaða
hugmynd um útlit Biennalisins,
siðan hann var endurreistur, hef
enga sýningu séð og ei heldur
sýningarskrá, nema þá er fylgir
framlagi Norðurlanda þessu
sinni. En ég sá nokkra Biennala
af eldri gerðinni og voru þeir
mjög misjafnir en jafnan áttu
nokkrar þjóðir stórathyglivert
framlag, og það gerði sýningarn-
ar heimsóknar virði.
Þekkingarskortur minn gerir
mig óhæfan um samanburðar-
fræði og skal því aðeins fjallað
um sýninguna að Kjarvalsstöð-
um, eins og hún kemur mér fyrir
sjónir og vel ég að taka þjóðirnar
fyrir eftir stafrófsröð.
Finnar sýna umhverfiskúlptúr
eftir Olavi Lanu (f. 1925) frá
Viapori í Suður-Karelíu, sem nú
telst á rússneksu landsvæði.
Myndir Olavi Lanu eru mjög
sérkennilegar og eiga vafalítið
uppruna sinn að rekja til endur-
minninga frá æskuslóðunum í
Karelíu, ég þykist merkja það,
þótt ég hafi rétt aðeins tyllt þar
tá fyrir rúmu ári. Það er eitt-
hvað dulúðugt og magnað í
umhverfismyndum  Lanu, eitt-
Olavi Lanu: óraunverulegur veruleiki.
Sigurður Guðmundsson: Rendez — vous.
Lárus Ingólfsson og Steinþór Sigurösson á sýningunni.
Norðurlönd á Fen-
eyjabiennalinum
Það iðar allt af lífi í göngum
Kjarvalsstaða, en þar sýna 7
listamenn myndverk sín, sem
voru sameiginlegt framlag
Norðurlandanna til Feneyja-
biennalsins 1978.
Sú stefna, sem hefur verið
tekin, síðan Biennalinn var
endurreistur, verður að teljast
mjög heilbrigð, en hún byggist á
því að sýna hið framsæknasta,
sem telst að verið sé að gera á
hverjum stað hverju sinni. Hér
ber  þó  mjög  að  varast  að
hvað í bland við þjóðarsálina og
ævintýrin og djúp samsemd með
nátturunni. Það er eins og ég
finni og þekki hið finnska um-
hverfi í þessum myndum. Ljós-
myndirnar þykja mér torráðn-
ari, en þær eru gott tillegg við
umhverfismyndirnar á gólfinu
og hinar bestu þeirra búa yfir
miklu áhrifamætti. Ljósmynd-
irnar eru allar teknar af lista-
manninum sjálfum og eru hon-
um til sóma um vinnubrögð----
Það eru þrír kennarar við
húsagerðardeild Listaháskólans
í Kaupmannahöfn, sem standa
að baki framlagi Danmerkur, —
þrír, sem vinna sem einn. Þeir
nefna list sína „skalakunst", —
nýja fagurfræði. Þessir menn
nefnast Stig Brögger (1941),
Hein Heinsen (1935) og Mogens
Möller (1934). Það vantar ekki
hugmyndafræði né „spekúla-
sjónir" í þessa menn, en satt að
segja fer þetta fyrir ofan garð og
neðan hjá mér, — ennþá
a.m.k----
Fulltrúi íslands er Sigurður
Guðmundsson         (1942)
(Ámasonar frá Stóra-Hrauni).
Það er skemmst frá að segja, að
Sigurður blómstrar á þessari
sýningu, og þessar myndir hans
eru það langsamlega hrifmesta,
sem hann hefur sýnt hérlendis
til þessa. Sigurður virðist vera í
stöðugri sókn í list sinni og
hvílíkur munur er t.d. á þessum
vinnubrögðum og myndum þeim,
er hann sýndi í Galeríe SÚM
forðum daga eða t.d. því sem
Gallerí Suðurgata 7 sýnir iðu-
lega eftir Pétur og Pál, innlenda
sem útlenda. Listamaðurinn
hlýtur að vera í fremstu röð
þeirra, sem iðka hugmynda-
fræðilega gjörninga á narkis-
sísku sviði í Hollandi og þá
jafnframt í heiminum í dag.
Mynd hans „Un mobile", sem
gerð er á þessu ári, er líkust
þrumuskoti í bláhornið, líkt og
menn orða það stundum um
einstaklega vel heppnaðar
myndir og eftirminnileRar___
Norðmenn hafa valið að kynna
einn sérstæðasta kólorísta
þeirra í málaralist í dag, Frans
Widerbe(1934). Hann málar
stórar myndir sem einkennast í
senn af frumlitum og frum-
krafti. í myndum hans bregður
fyrir erfðavenju úr norskri
myndlist, áhrifum frá Edvard
Munch, Thorvald Erichsen o.fl.
Málverk Widerbergs eru mjög
kraftmikil og áhrifarík, og sting-
ur framlag hans skemmtilega í
stúf við allt annað á sýningunni.
Hér er sterkur og tilþrifamikill
málari á ferð.
Framlag Svíanna eru svo þrí-
víddarmyndir Lars Englunds
(1933). Hann er svo sannarlega
allur í þrívídd og skúlptúr, hvar
sem hann ber niður, í teikning-
um, lituðum myndum eða áþreif-
anlegum mekkanó- móbilum sín-
um. Það er mjög lærdómsríkt að
fylgjast með því, hvernig Eng-
lund rissar upp myndir út frá
lögmálum frumformanna og
kemst stöðugt að nýjum niður-
stöðum, slíkt staðfestir einmitt
óþrjótandi         möguleika
frumformanna___
— í heild hygg ég, að framlag
Norðurlandanna til Biennalsins í
Feneyjum hafi verið fullnægj-
andi að þessu sinni, en hvort það
sé hið þróttmesta og lífvænleg-
asta sem gert er í framúrstef nu í
hverju landi fyrir sig er annað
mál. Gæði sýningarinnar komu
mér mjög á óvart og ég get með
góðri samvisku hvatt sem flesta
til að leggja leið sína á Kjarvals-
staði til að njóta þess, sem þar er
að sjá.
Bragi Ásgeirsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32