Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34  FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
BALDUR GEORGS
TAKACS
+ Baldur Georgs
Takacs var
fæddur í Reykjavík
22. október 1927.
Hann lést á St. Jó-
sefsspítala í Hafn-
arfirði 26. ágúst
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ágústa Thoraren-
sen og Georg
Takacs, tónlistar-
maður. Systkini
hans voru Atli,
Kristinn og Anna
Bjorn. Anna er ein
eftirlifandi     af
systkinunum. Bald-
ur kvæntist Sigurbjörgu
Sveinsdóttur, fædd 28. janúar
1926, þann 10. desember 1948.
Þau skildu 1972. Þau eignuðust
þrjú börn: Svein Kristin, kvænt-
an Auði Vésteinsdóttur, Rann-
veigu Kristínu, gift Viðari
Helgasyni, þau skildu, og Bald-
ur Georg, kvæntan Maríu Jóns-
dóttur. Barnabörn Baldurs eru
Ágúst Freyr, Sölvi Már, Nanna,
Heimir Órn, Brynjar og
Sandra. Baldur starfaði lengi
sem skemmtikraftur ásamt
skrifstofustörfum. Síðar stund-
aði hann kennslu um árabll á
Akranesi og Eskifirði. Baldur
verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag.
.'jfaOliH!l)*'>     ***

EINN besti vinur minn er látinn.
Hann afí. Með okkur afa var mjog
náið samband frá því ég man eftir
mér. Hann passaði mig mikið á
, mínum fyrstu bernskuárum, það
mikið að fyrsta orðið sem ég sagði
var „afí". Á seinni árum var því
snúið við og fór ég oft í heimsókn
til hans eða þá að við settumst inn
á kaffihús, þar sem hann naut sín
oftast best. Spjölluðum við um allt
milli himins og jarðar, en oftast
leiddist talið að ferli hans sem
galdramaður og búktalari.
Afí hafði áhuga á sjónhverfing-
um frá því hann mundi eftir sér.
Notaði hann hverja frístund sem
hann hafði til að æfa sig og lesa
til um galdra. Hafði hann mest
gaman af því að gera galdra með
spil og peninga, og náði hann útrú-
legri leikni með höndunum. Þegar
hann var 16 ára var hann fenginn
til að sýna í fyrsta sinn opinberlega
fyrir fullu húsi áhorfenda. Tveimur
árum seinna var hann búinn að
sýna á yfir 200 sýningum. Ein-
kenndi það hann á sýningum að
hann reyndi alltaf að vera gaman-
samur og spjalla við áhorfendur
meðan á sýningu stóð. Afí var allt-
Bamaskórfrá Bopy
Margar gerðir í st. 18-34.
Margir Htir.
Ath.: Smáskór erfluttur
inní DÓ-RE-MÍvid
Fákafen í eitt afbláu
húsunum.
smáskór
Suðurlandsbraut 52,
sími 683919.
of mikill trúður til þess
að vera alvarlegur.
Seinna meir kom
Konni inn í atriðið hjá
honum og urðu þeir
hinir mestu mátar, allt
að óaðskiljanlegir.
Sýndu hann og Konni
meðal annars við góðar
undirtektir í Tívolíinu
sem var um árabil í
mýrinni gegnt háskól-
anum, á árunum 1947
til 1960.
Afi gerði meira en
að sýna sjónhverfingar
og aðstoða Konna við
tal, hann tók þátt í og
samdi ásamt öðrum revíur og leik-
rit. Hann gaf einnig út tvær bækur
með gamanefni eftir sig og Konna.
Plötur voru líkar hljóðritaðar með
Alfreði Clausen og Skafta Ólafssyni
ásamt því sem afi lék í kvikmyndun-
um Brekkukotsannál og Með allt á
hreinu. Oft var það nú Konni sem
var í aðalhlutverki, en þeir voru nú
einu sinni óaðskiljanlegir énda voru
þeir best þekktir sem Baldur og
Konni.
Afí var ekki bara listamaður,
hann hafði einnig mikinn hug á að
mennta sig og tók stúdentinn frá
Menntaskólanum í Reykjavík utan-
skóla samhliða skrifstofustörfum,
sýningum og fjölskyldustörfum 33
ára gamall. Hann hóf nám í ensku
í háskólanum, en hafði ekki ráð á
að klára það nám. Einnig nam hann
'stutta stund í leiklistarskóla, en
draumur hans var alltaf að fara til
Bandaríkjanna og nema auglýs-
ingateiknun, en úr því varð aldrei.
Skömmu eftir stúdentspróf hóf
hann að kenna og kenndi meðal
annars á Akranesi og Eskifirði, og
var vel liðinn og virtur sem kenn-
ari. Að vísu kom fyrir að Konni
komst í próf hjá honum og hrekkti
hann með því að setja spurningar
sem ekkert vit var í og náttúrulega
enginn gat svarað.
A seinni hlpta ævi hans fór að
síga á ógæfuhliðina og varð hann
eins og margir aðrir áfenginu að
bráð. Honum tókst þó að ná sér
upp úr því og sagði hann mér alltaf
að hann lét alltaf einum degi nægja
sína þjáningu í eijiu. Eitt það síð-
asta sem hann gerði var að semja
barnaleikritið „Galdraland", sem
bæði var sýnt á leiksviði og í sjón-
varpi. Hann ætlaði alltaf að skrifa
leikrit, en úr því varð ekkii Þótt
hann hafi hætt sýningarmenrisku,
fylgdist hann alltaf vel með og fékk
reglulega sendar fréttir frá Hinu
breska galdrafélagi sem hann og
var virtur meðlimur í.
Afi var fjölhæfur maður og ef
hanri fékk áhuga á einhverju, þá
tók hann sig til og drakk í sig allan
þann fróðleik sem hann gat um þau
mál, en þegar hann missti áhugann
á því efni kastaði hann því frá sér
eins og lítið barn kastar frá sér
leikfangi sem það hefur ekki gaman
af lengur. En hans munu flestir að
sjálfsögðu minnast sem Baldurs og
Konna, hann var fyrst og fremst
listamaður, bóhem, fyrsti galdra-
maðurinn og búktalari á íslandi.
Attu von á	barni?
Undirbúningsnám-	íf'-'íÆfe?*
skeið fyrir verð-	
andi mæður/for-	1|S«wm1Íí«
eldra. Innritun	SÍ'" -~ ^P
í s. 12136/23141.	^w
Pantið tímanlega.	tojj - - f
Hulda Jensdóttir.	; <M
Ég vil þó minnast afa fyrir að
hafa alltaf varðveitt húmorinn og
barnið í sjálfum sér, sama hvað á
dundi. Einnig var hann heiðursmað-
ur mikill og lagði aldrei illt orð til
nokkurs manns.
Ég kveð þig í hinsta sinn afi
minn og þykir mér leitt að hafa
ekki fengið að spjalla við þig undir
það síðasta, þar sem ég var staddur
erlendis. En þú hefur' alltaf verið
og verður hjá mér í huganum. Vertu
sæll að sinni, eða eins og Konni
hefði sagt: „Saltkjöt og baunir, tú-
kall."
Ágúst Freyr Ingason.
Fallinn er frá fyrrverandi sam-
starfsmaður minn og jafnframt
góður vinur, Baldur Georgs Takacs.
Okkar kunningsskapur hófst í
kringum 1950 þegar ég var í
skemmtinefnd VR, að undirbúa úti-
hátíð verslunarmanna í Tívolíinu
sem þá var í Vatnsmýrinni. Baldur
var þá nýkominn frá Kaupmanna-
höfn með ný töfrabrögð og Konna
í ferðatöskunni. Jafnframt kom
hann með frá Danmörku kærustuna
Sigurbjörgu sem átti eftir að standa
við hlið hans gegnum þunnt og
þykkt megnið af lífsleiðinni.
Á útihátíð þessari var hann okk-
ar aðal skemmtikraftur og gerði
stormandi lukku, bæði með töfra-
brögðum og búktali Konna. Næstu
ár var hann einn af aðal skemmti-
kröftum landsins og mjög eftirsótt-
ur. Ferðaðist hann um allt land með
stjórnmálaflokkum fyrir kosningar,
sem frægt varð á sínum tíma.
Þekktur fjöllistamaður sem verið
hafði í frægustu fjölleikahúsum
heims, tjáði mér, að list Baldurs
væri á heimsmælikvarða. Vissi ég
til þess að hann lagði mikla áherslu
á að fá Baldur til að koma fram
erlendis. En Baldur var þá kominn
með fjölskyldu og fór hvergi. En
eitt er víst að enginn hérlendis hef-
ur náð slíkri leikni og hann með
búktali.
Nokkur ár liðu þar til leiðir okk-
ar lágu aftur saman. Þá hafði hann
um nokkurn tíma starfað sem skrif-
stofumaður hjá Agli Vilhjálmssyni
hf. við góðan orðstír. Ég bauð hon-
um starf hjá Pólum hf. og þar starf-
aði hann á annan áratug. Hann var
mjög fær og samviskusamur starfs-
maður. Hann var hvers manns hug-
ljúfi. Hann var einnig frábær mála-
maður. Þegar hann var um þrítugt
réðst hann í það þrekvirki að lesa
undir stúdentspróf með fullri vinnu.
Þá voru ekki komnar neinar öld-
ungadeildir við framhaldsskólana
svo að hann varð að lesa sjálfur
og treysta algjörlega á sjálfan sig.
Hann fékk að vísu af og til að sitja
í kennslustundum í Menntaskólan-
um í Reykjavík.
Stúdentspróf tekur hann rúm-
lega 33 ára og hefst þá nýr kapítuli
í lífi hans. Hann hafði lengi haft
mikinn áhuga á að snúa sér að
kennslu og nú fékk hann tækifær-
ið. Næstu ár starfaði hann sem
kennari. Fyrst nokkur ár á Akra-
nesi og seinna á Eskifirði. Sam-
kennarar og nemendur eru flestir
sammála að hann hafi verið frábær
kennari og að hans hæfileikar hafi
notið sín vel í þessu starfi. Því mið-
ur brást heilsan, eins og oft vill
verða, alltof snemma. Hann hefur
verið sjúklingur, meira og minna í
nokkuð mörg ár. Síðustu árin hafa
verið honum mjög erfið en nú hefur
hann fengið frið.
Ég þakka samstarfið og nú, þeg-
ar leiðir skilja, ber ég börnum hans
og fjölskyldum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar.
Magnús Ó. Valdimarsson.
LAUFEYÞORA
EINARSDÓTTIR
+ Laufey Þóra Einarsdóttir
fæddist 22. júlí 1939. Hún
lést á St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði 19. júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru Steinunn
Rósa ísleifsdóttir, f. 7. júní 1912,
d. 13. júlí 1994 og Einar Illuga-
son, f. 1. apríl 1911, d. 28. ágúst
1972. Sonur Laufeyjar er Hlyn-
ur Rafnsson, f. 4. nóvember
1970. Laufey átti sex systkini:
Marlaugu, Rögnu, látin, Harald
Grétar, látinn, Baldvin, Fjólu,
látin, og Einar Vigni, látinn.
Laufey lauk unglingaprófi frá
Barnaskóla Vestmanuaeyja.
Hún starfaði um túna í snyrtiv-
öruverslun, fór þá í nám til
Englands. Síðustu þrjátíu árin
starfaði hún í Landsbanka ís-
lands. Útför hennar fór fram í
kyrrþey frá Kapellunni í Hafn-
arfirði 22. júlí síðastliðinn.
Á 55 ÁRA afmælisdegi sínum var
Laufey, vinkona okkar, lögð til
hinstu hvílu. Hún barðist hetjulega
við krabbamein í rúm sex ár, síðast-
liðinn tvö ár voru henni erfíð. Lík-
lega væri henni þvert um geð að
láta minnast sín, en við vinir hehnar
viljum þakka 30 ára vináttu sem
hófst á árunum 1961-1962 í Cam-
bridge. Þar kynntist höpur ungs
fólks sem haldið hefur hópinn síðan.
Cambridge-hópurinn hefur komið
saman af og til í gegnum árin. Þá
var oft glatt á hjalla og mikið hleg-
ið þegar rifjuð voru upp gömul atvik
og ævintýri.
Með sinni glaðværð og smitandi
hlátri var Laufey ætíð hrókur alls
fagnaðar. Litli fallegi sólargeislinn
sem læddist inn um glugga kapell-
unnar og varpaði heitum geislum á
kistu Laufeyjar minnti okkur á þann
gyllta bjarma sem svo oft sló á fal-
lega hárið hennar.
Laufey, vinkona okkar, hafði mik-
inn áhuga á eilífðarmálum og var
viss um að lífið á jörðinni væri að-
eins áfangi í himinhvolfinu sem okk-
ur öllum cr gert að ganga í gegnum
með misþungum sporum þó. Laufey
kaus að lifa lífi sínu hljóðlega, ann-
ast son sinn, Hlyn, af mikilli ástúð
og umhyggju.
Systir Laufeyjar Mallý (Marlaug)
og hennar fjölskylda á um sárt að
binda að þurfa að sjá á bak móður
og systur í sömu vikunni. Auk þess
létust fyrir fáum árum tvær systur
þeirra á sama ári.
Skömmu fyrir andlát sitt lét Lauf-
ey þessi orð falla: „Ég veit ekki
hvað ég hefði gert ef Mallýar systur
nyti ekki við." Mallý hefur sýnt mikla
hugprýði og annast móður og systur
af miklum kærleika.
Það er þung raun fyrir 23 ára
pilt að missa móður og ömmu í sömu
vikunni. Elsku Hlynur, megi minn-
ingin um ástríka móður ylja þér um
ókomna framtíð.
Guðrún, Gunnar, Hrafnhildur,
Inga, Sigríður, Sigtryggur
og Þorbjörg.
BRAGIHARALDSSON
+ Bragi Haraldsson fæddist á
Borgarfirði eystra 19. des-
ember 1918. Hann lést á dvalar-
heimili aldraðra á Eskifirði 8.
ágúst síðastliðinn og fór útförin
fram frá Eskifjarðarkirkju 12.
ágúst.
EG KYNNTIST Braga þegar ég var
krakki á Eskifirði, Bragi og Guð-
björg, kona hans, voru mikið vina-
fólk Sveins afa og Köllu ömmu
minnar á Eskifírði. Þegar Bragi og
Guðbjög komu í heimsókn til ömmu
og afa kom Guðbjörg oftast með
eitthvað góðgæti til hennar ömmu
minnar og á meðan töluðu afi og
Bragi um pólítík og voru sjaldnast
sammála eins og gengur og gerist,
en samt var það alltaf í bróðerni.
Leiðir Braga og mín áttu oft eftir
að liggja saman, við unnum saman
í frystihúsinu á Eskifírði og kenndi
Bragi mér meðal annars að hand-
flaka grálúðu. Bragi reyndist mér
afskaplega vel. Þegar ég var að lesa
fyrir bílpróf, þá hlýddi hann mér
yfir spurningarnar.
Bragi hafði mikinn áhuga á fé-
lagsmálum og var meðal annars for-
maður og gjaldkeri Verkamannafé-
lagsins Arvakurs á Eskifirði og var
hann síðar gerður að heiðursfélaga
í Árvakri. Vinskapur okkar Braga
hélst þótt ég flytti til Reykjavíkur
og þegar ég fór austur hitti ég allt-
af Braga og Guðbjörgu og var alltaf
velkominn á þeirra heimili.
Það er oft undarlegt hvað lífið
getur verið tilviljanakennt. Fyrir
rúmu ári lagðist Bragi inn á Land-
spítalann í Reykjavík og kom ég
þangað nokkrum sinnum til að heim-
sækja hann. Sjálfur var ég að bíða
eftir stórri aðgerð á sama spítala.
Eitt kvöldið þegar ég sat fyrir fram-
an sjónvarpið var hringt í mig frá
Landspítalanum og ég látinn vita
hvenær ég ætti að koma í aðgerð-
ina. Þegar á spltalann var komið er
mér fengið herbergi og svo undar-
lega vildi til að Bragi var herbergis-
félagi minn, en ekki nóg með það,
heldur vorum við skornir sama dag
og af sama lækninum. Já, lífið er
oft tilviljanakennt. Við Bragi áttum
góðar samverustundir á Landspítal-
anum og spjölluðum mikið saman
um alla heima og geima og stytti
það bið okkar eftir að komast heim.
Ég hitti Braga síðast í júlí þegar
ég var á ferðalagi á Eskifirði, en
þá dvaldi hann í Hulduhlíð á Eski-
firði. Ég er þakklátur fyrir það að
hafa kynnst manni eins og Braga,
manni sem var vel liðinn af öllum
sem þekktu hann. Ég og fjölskylda
mín sendum Guðbjörgu og öllum
aðstandendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þórir Karl Jónasson
frá Eskifirði.
Formáh
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Sérhæft skrifstofutækninám
Tölvunám 82 klst.
Tölvur í fyrirtækjum 88 klst.
Bókhaldsnámskeið o.m.fl.
"S;i^»M» ¦ ¦ ¦•
u Tölvuskóli Revkiavíkur
r-"-"-"-"-"i H HORCflRTÚNI 28. 105 REyKJWÍK. sínil 616699. fax 616696

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56