Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 27 legra að spila en Möggu, svo brenn- andi var áhugi hennar og ánægja af spilamennskunni. Og þá dægra- styttingu iðkaði hún mikið, einnig öðrum til ánægju, eftir að hún kom á dvalarheimilið Heiðarbæ, þar sem hún dvaldi síðustu árin, og síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Við spilamennsk- una komu líka fram góðar gáfur Magneu. Hún var ekki í neinum vafa um hvaða spilum hún og aðrir væru búin að spila og ekki var held- ur lengi verið að reikna út í hugan- um gróða og tap, þegar spilinu var lokið. Hún þurfti heldur ekki að fletta upp afmælisdögum og fæð- ingarárum ættingja og sveitunga. Það stóð allt eins og stafur á bók í minni hennar. En samskiptin við Efri-Víkur- hjónin voru ekki aðeins vegna fjöl- skyldutengsla, því að bæði voru hjónin góðir stuðningsmenn félags- og menningarlífs í sveitinni. Á ung- lingsárum Magneu var öflugt starf í Ungmennafélaginu Ármanni, þar sem allir lögðu sitt af mörkum því til styrktar. Greip hún þá stundum til harmonikunnar til að spila fyrir dansi félaganna. Síðar tók við starf í kvenfélagi og góðtemplarastúku. Árið 1948 var hún einn af stofnend- um kirkjukórs Prestsbakkakirkju og eftir það var alltaf mætt á söng- æfingar og kirkjulegar athafnir meðan geta leyfði. Það eru góðar minningar, sem fylgja hinni öldruðu frænku minni að leiðarlokum. Það var mikil ró yfir svip hennar, þar sem Magnús Bjarnfreðsson, fóstursonur hennar, sat við beð hennar á síðasta ævi- degi, enda hvíldin kærkomin og endurfundir við ástvini. Við fjölskyldan þökkum liðnar stundir og sendum Magnúsi og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Jón Helgason. Mig langar að minnast í fáum orðum Magneu Magnúsdóttur, sem reyndist fjölskyldu minni svo vel. Kynni mín af Möggu og Páli hófust þegar ég sem barn dvaldist með foreldrum mínum á sumrin í húsi þeirra í Efri-Vík. Foreldrar mínir höfðu afnot af hluta hússins og var samgangur mikill milli íbúa. Magga var iðin við að bjóða okk- ur systkinunum niður í heimsókn til þeirra hjóna. Sagði hún okkur oft sögur á sinn skemmtilega og glaðlega hátt eða að gripið var í spil en Magga hafði mikla ánægju af að spila. Enginn fór svangur frá þeim hjónum, bakkelsi var ávallt á boðstólum og kaffí á könnunni fyr- ir eldra fólkið. Á heimili mínu í dag er ávallt talað um „möggukaffi“ ef kaffið er ilmandi, sterkt og gott. I gamla húsinu þeirra hjóna ríkti góður andi og töluðu foreldrar mín- ir oft um hversu vel þeim leið í Efri-Vík. Eftir að Magga og Páll fluttu í íbúðir fyrir aldraða að Klausturhólum árið 1979 myndað- ist ákveðið tómarúm í húsinu þó minningin um veru þeirra í húsinu lifði í hugum okkar. Er farið var austur að vori árin á eftir var ætíð byijað á að heim- sækja þau heiðurshjón á Klaustri áður en farið var niður í Efri-Vík. Magga fylgdist vel með högum okkar þó svo hún væri komin á háan aldur og sýndi áhuga á hvetju því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur. Undraði ég mig oft á því hversu minnug hún var á fjöl- marga hluti og mundi hún meðal annars afmælisdaga og fæðingarár nær allra sveitunga sinna. Magga hafði unun af lestri bóka og las hún flestar þær bækur sem á heimilið komu en þær voru ófáar vegna starfs Páls sem bókbindara. Nú hefur Magga fengið hvíldina eftir langa og gæfuríka ævi. I huga mínum stendur eftir minning um góða, glaðlega konu sem lagði sjtt að mörkum við að gleðja aðra. Ég og fjölskylda mín kveðjum Möggu með þakklæti fyrir vinsemd og hlý- hug gegnum árin. Magnúsi og fjöl- skyldu vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Magneu Magnúsdóttur. Gyða Sigríður Einarsdóttir. A UÐBJORG SIGRIÐ- UR ALBERTSDÓTTIR + Auðbjörg Sig- ríður Alberts- dóttir fæddist á Neðstabæ í Norð- urárdal í A-Hún. 27. september 1908. Hún andaðist á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 13. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hólmfríður Mar- grét Guðjónsdóttir og Gottskálk Al- bert Björnsson á Neðstabæ. Þau voru bæði ættuð úr Skaga- firði. Systkini Auðbjargar: Jó- hanna Guðbjörg, sem dvelur á Iléraðssjúkrahúsinu á Blöndu- ósi, Sveinbjörn, d. 1924, Guð- rún Margrét, d. 1970, og Indí- ana sem býr í Kópavogi. Auð- björg giftist Sigurði Guðlaugs- syni, f. 12. janúar 1902, d. 19. júlí 1992, frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Þau hófu búskap á Neðstabæ, en fluttust þaðan að Hafursstöðum og bjuggu þar um 30 ára skeið. Þau flutt- ust að Árbraut 3 á Blönduósi árið 1972. Börn Auðbjargar og Sigurðar eru: Hólmfríður Auðbjörg, f. 31. ágúst 1933, Albert Sveinbjörn, f. 6. febrúar 1938, maki Svava Leifsdóttir; Hafþór Örn, f. 24. mars 1945, maki Ragnheiður Þorsteins- dóttir; Sigrún Björg, f. 22. nóvember 1948, maki Hörður Kristinsson; Bergþóra Hlíf, f. 5. júní 1953, maki Ólafur Þor- steinsson. Barnabörn Auð- bjargar og Sigurðar eru sjö og barnabarnabörn þijú. Útför Auðbjargar fer fram í Blöndu- óskirkju í dag. Þá hinsti garðurinn úti er. Ég eygi land fyrir stöfnum. Og eftir sóifáðum sæ mig ber að sælum, blælygnum höfnum. Og ótal klukkur ég heyri hringa og hersing ljósengla Drottins syngja: „Verið velkomin hingað heim til vor!“ (Þýð. Vald. Snævarr.) Á fögrum haustdegi barst mér sú fregn að móðursystir mín, Auð- björg Sigríður Albertsdóttir, hefði kvatt þetta jarðlíf og lagt upp í þá ferð sem allra bíður, en frænka mín hefur átt góða heimkomu. 'Hún var elskuleg góð kona sem vildi hvers manns vanda leysa, trúði á guð sinn og hið góða í manninum. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða og hefur því verið hvíld- inni fegin. Árið 1901 fluttust foreldrar Auðbjargar frá Litladalskotj í Skagafirði að Neðstabæ í Norður- árdal, Húnavatnssýslu. Þá jörð hafði Albert faðir hennar fengið í skímargjöf frá Gottskálki afa sín- um. Jörðin var á marg- an hátt erfið, lítið und- irlendi en brött og há fjöll. Þrátt fyrir þetta búnaðist þeim nokkuð vel og höfðu komið sér þar upp myndarlegu steinhúsi undir lokin, enda voru þau bæði myndarleg og harð- dugleg til allra verka. Hulda Stefánsdótt- ir, skólastýra, lýsir vel heimilinu á Neðstabæ í minningum sínum er hún kom þar sem gest- ur og sá listræna handavinnu húsmóðurinnar, einnig var við húsið fallegur blóma- og grænmetisgarður sem ekki var al- gengt á þeim tíma. Auðbjörg var yngst 5 barna þeirra hjóna, er upp komust. Átti hún glaða og áhyggjulausa æsku. Hún unni dalnum sínum og oft minntist hún ýmissa atburða frá æsku sinni í bréfum til móður minnar, Guðrúnar, sem bjó í öðrum landshluta. Hún skrifaði skemmti- leg bréf og oft fylgdu með vísur og ljóð eftir hana sjálfa. Hún var líka ólöt að skrifa okkur systkinun- um þótt ekki værum við há í loft- inu og sagði hún okkur þá frá dýrunum sínum. Frásagnir eftir hana hafa birst í tímaritinu „Heima er best“, þar segir hún sögur af dýrum og ýmsum atburðum en hún var mikill dýravinur. Systkinin á Neðstabæ voru fróð- leiksfús og fundu upp á ýmsu sér til gagns og gamans. í fórum mín- um er lítið handskrifað kver, „Aft- anskin". Byijað er að skrifa í það 1920 og í þetta kver skrifa systkin- in ýmsar frásagnir úr dalnum sín- um, þarna eru einnig sögur og ljóð eftir móður þeirra, Hólmfríði. Auðbjörg naut ekki langrar skólagöngu fremur en títt var til sveita í þá daga en gott veganesti fékk hún úr föðurhúsum og einn vetur stundaði hún nám við Hvítár- bakkaskólann. Ung giftist Auðbjörg góðum dreng, Sigurði Guðlaugssyni. Þau hófu búskap á Neðstabæ en fluttu síðar að Hafursstöðum á Skaga- strönd. Ekki mun það hafa verið sársaukalaust fyrir frænku mína að fara úr dalnum sínum en jörðin Hafursstaðir var betur í sveit sett og meiri og betri ræktunarskilyrði til búskapar. Með þeim flutti Al- bert, faðir Auðbjargar, og átti þar skjól hjá dóttur sinni og tengda- syni þar til yfir lauk. Gott var að koma til Audu frænku og Sigurðar. Þau tóku okkur alltaf opnum örmum, gestr- isin og skemmtileg enda vel heima í þjóðmálum þó að ekki gerðu þau víðreist um dagana. Heimilið bar vott um smekkvísi og handlagni húsbænda og garðurinn fallegur og vel hirtur við húsið en frænka mín hafði mikið yndi af ræktun og bárum við oft saman bækur okkar í þeim efnum. Auð sinn áttu þau hjón í börnum sínum sem urðu fimm, allt dugnað- ar- og manndómsfólk. Er aldur tók að færast yfir og bömin að flytjast að heiman brugðu þau búi og keyptu sér lítið og notalegt hús á Blönduósi. Þar leið þeim vel og áttu þar góð ár uns þrek og heilsa tók að bila. Stuttu eftir andlát Sigurðar flutti Auðbjörg á Héraðssjúkrahús- ið á Blönduósi, þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Ég kveð frænku mína og bið henni fararheilla. Á ströndinni fyr- ir handan bíða vinir í varpa. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Laufey S. Valdimarsdóttir. Auðbjörgu Sigríði Albertsdóttur vantaði aðeins fáa daga í 86 æviár er hún lést. Með Auðbjörgu er gengin ein hinna hógværu og hljóðlátu ís- lensku húsfreyja, sem prýtt hafa þjóðlífið um aldir. Erfiðað í önn daganna, alið börn sín ,4>g komið þeim til þroska. Unnið hörðum höndum allt sitt líf, án þess að hafa nokkurn tímann lært að gera kröfur til annarra en sjálfra sín. Þetta getur í raun verið ævi- saga margrar íslenskrar bónda- konu, sem flestir 'íslendingar eiga minningar um. Svo ramman þátt, sem sveitamenningin á í gerð og skaphöfn margra einstaklinga, sem komist hafa í snertingu við hana á mótunarárum sínum. Víst er, að þeir hinir sömu eiga oft minningar, sem koma í hugann þegar vandamál dagiegs lífs ber fyrir. Sá, sem hér heldur á penna, er einn af þeim, sem urðu þess láns aðnjótandi að hafa kynni af Auð- björgu og manni hennar Sigurði hátt í þijá áratugi. Börn okkar hjóna voru líka oft samvistum við þessi heiðurshjón um lengri og skemmri tíma, bæði meðan þau bjuggu á Hafursstöðum og eins eftir að þau fluttust á Blönduós. Auðbjörg átti því sinn sess í okkar fjölskyldu, sem vandfylltur verður. Hún var vegna gáfna sinna og manngæsku eftirsótt til sam- ræðna fyrir unga og aldna. Hún var og glaðsinna og hafði yndi af dansi, tónlist og skáldskap. Lengi verður í fjölskyldunni minnst föstudagsins langa á Blönduósi 1993. Þá var veður svo gott, að fjölskyldan og gestkom- endur sátu á palli úti við hús Hlíf- ar og Ólafs. Lék tengdasonurinn og rithöfundurinn Hörður Kristins- son hvert lagið af öðru á harmon- iku, af mikilli snilld þarna í góð- viðrinu. Ekki hafði hann lengi leik- ið, þegar Auðbjörg vildi stíga dans og gerði það með glæsibrag þarna undir bláhimni blíðum. Þessi gleði stóð lengi dags og var leikið á als oddi. Inn á milli voru sumir að lauma ferskeytlum að Auðbjörgu og leið ekki langur tími þar til að seðlar bárust til baka. Því Auðbjörg var fljúgandi hagmælt. Við undirritað- an háði hún til dæmis ljóðasennu um langan aldur, sem hún byijaði að gefnu tilefni undirritaðs. Hún var nefnilega eindregið þeirrar- skoðunar, að íslendingar hefðu ekkert við það að gera að fá ölið inn í landið. Þessa skoðun sína setti hún fram í kviðlingum, sem hún sendi undir- rituðum, svo lítið bæri á, þessa áratugi, sem okkar kynni stóðu. Var oft mesta basl að veija Bakk- us konung fyrir atlögum hennar. Enda karlinn sá sagður af sumum vera beggja handa jám og ekki alveg blásaklaus, eins og Auðbjörg taldi sig vita. Ljóðabréf þessi gengu milli ok^*- ar með hvíldum allan þennan tíma. Höfðu bæði mikið gaman af þessu glingri. En hvorugt gerði mikið uppskátt innihaldið við aðra, svo ekki verður útaf brugðið hér. Auðbjörg ól sinn aldur í sveit. Sveitalífið og náttúran átti því hinn ríkasta þátt í henni. Hún unni gróðrinum, dýrunum og fegurð himinsins og hún veitti þeim straumum, sem frá þessu um- hverfi falla, til barnanna, sem ól- ust upp og mótuðust í návist henn- ar. í bióma lífsins kvað Auðbjörg bóndakona svo við sveitina sfna, í niðurlagi stærra kvæðis sem hún kallaði „Sveitin mín“. ... Áin sína stillir strengi, standa fyöllin vörð um krir.g. Bið ég Guð að blessa iengi byggðina um Húnaþing. Þar kom, að þau Auðbjörg og Sigurður bóndi hennar fengu ekki risið lengur undir því erfiði, sem sveitabúskap fylgir. Þau brugðu því búi 1972 og bjuggu sér heim- ili að Árbraut 3 á Blönduósi. ÞaE- stóð heimili þeirra í þá tvo ára- tugi, sem þau áttu eftir að vera samvistum. En Sigurður Guð- laugsson lést 1992 níræður að aldri. Höfðu þau þá verið í hjóna- bandi nærri 60 ár og orðið fimm barna auðið. Þegar Auðbjörg brá búi á Haf- ursstöðum við Húnaflóa, þaðan sem er víðsýnt bæði til sjávar og sveita, varð henni að orði: Þig ég kvaddi, því er ver, þín eru fógur löndin. Ellin bar mig burt frá þér blessuð Skagaströndin. Nú eru leiðarlok. Sól er hnigin, í sæ og erfiði dagsins er að baki. Verkalaun Auðbjargar verða ekki greidd í verðmætum, sem mölur og ryð frá grandað. Þau verða hins vegar lögð inn sem „auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“. Þar verður því Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir rík kona og vinmörg. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi ástvinum hennar virð- ingu okkar og samúð og þökkum henni samfylgd og tryggð. Þar sem góðir fara eru Guðs vegir. Halldór Jónsson verkfr. + Ása María Áskelsdóttir var fædd á Drangsnesi 14. janúar 1915. Hún lést á ísafirði 17. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Jónsdóttir, f. 21. 10. 1873, d. 24. 7. 1947, og Áskell Pálsson, bóndi á Bassastöð- um í Steingríms- firði, f. 12. 9.1875, d. 11. 5. 1951. Þau áttu alls 22. börn og eru tvö þeirra á lífi. Ása María giftist Torfa Guð- mundssyni, f. 1. 1. 1906, d. 12. 9. 1990, og eignuðust þau átta börn. Þau eru í aldurs- röð: Dagbjört, f. 18. 2. 1934; Guðmundur, f. 4. 7. 1935; Haukur, f. 15. 3. 1937; Áslaug, f. 3. 1. 1939; Gunnar, f. 3. 9. 1941; Guðjón, f. 31. 4. 1944; Þórdís, f. 30. 12. 1945; Anna, f. 10. lj. 1953. Barna- börn Ásu Maríu og Torfa eru 36 og barna- barnabörnin 60. Útför Ásu Mar- íu fer fram frá Kapellu Mennta- skólans á ísafirði í dag. MEÐ nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar. Veit ég að afi Torfi er lést 12. september 1990, bíður komu ömmu við hliðið og leiðir hana inn í Paradís. Amma og afi bjuggu allan sinn búskap á Drangsnesi en síðustu árin á heimilinu Hlíf á Isafirði. Amma var stolt af sínum hóp og verður hennar sárt saknað. Áttum við barnabörnin ógleymanlegar stundir hjá ömmu á Drangsnesi. Þar var ætíð gott að koma. Alltaf hafði hún tíma fyrir okkur og alltaf átti hún pijónaða vettlinga, sokka og annað sem hún hafði unnið. Með okkur öllum vildi hún fylgjast. Það var alltaf stutt í bros ömmu til mín og mun ég minnast hennar sem sterkrar stoðar sem gott var að halla sér að á hvaða stund sem var. Minnisstæðastar eru mér þær stundir er ég ung, aðeins 20 ára, missti mann minn, Loft Ingimund- arson, árið 1977. Stóð ég þá ein með tvö litil börn. Amma veitti mér svo mikið í vonleysi mínu og finn ég enn til hlýjunnar og kærleikans sem streymdi frá henni. Elsku amma, ég mun miðla þeim gjöfum sem þú gafst mér er þú hlúðir að okkur, mér og börnunum mínum. Vafðir okkur að hjarta þínu, með þinni óeigingjörnu ást. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Lóa. > * ASA MARIA ASKELSDOTTIR \ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.