Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						A   B   SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ásgeir ásamt Paolo Soprani fyrir utan harmonikusafnið. (Ásgeir er sá með gleraugun!)       Ásgeir og Messíana í harmonikusafninu. Besta gestaherbergið hefur verið lagt undir safnið.
Norskir hvalfangarar
báru með sér harmonik-
una vestur á fírði á síð-
ustu áratugum 19. aldar
og svo vill til að þar er
að verða til fyrsta harm-
onikusafn landsins. Pét-
ur Bjarnason kom við
hjá einum heittrúuðum
aðdáanda harmonik-
unnar, Ásgeiri S. Sig-
urðssyni á ísafírði, sem
á ótrúlega skömmum
tíma hefur komið sér
upp álitlegu safni af
þessum hljóðfærum.
ASIÐUSTU áratugum
nítjándu aldarinnar var
stóriðja á íslandi eink-
um bundin athöfnum
Norðmanna á Vest-
fj'örðum við hvalveiðai-. Þeir reistu
hverja hvalveiðistöðina af annarri og
veiddu fyrst upp hvalinn sem fékkst
fyrir vestan land en fluttu sig síðan
austur fyrir og þaðan til Suðurhafa.
Á Vestfjörðum voru mest sjö hval-
veiðistóðvar Norðmanna og starf-
ræksla þeirra breytti mörgu í dag-
legu lífi íbúanna.
Meðal nýjunga sem Norðmennirn-
ir báru með sér til íslands og íslend-
t inga var harmonikan. Þetta undra-
verkfæri var Islendingum sem
opinberun og reyndar tiltölulega
•íýtt í sögunni, því það var fyrst
i'ramleitt um 1830. Norðmennirnir
komu á hvalveiðistöðvarnar snemma
íumars og voru til haustsins. Þeir
comu með einfaldar og tvöfaldar
aarmonikur og kenndu innfæddum
að meðhöndla þessi galdratól. Það
leiddi aftur á móti til þess að dansinn,
þessi heillandi og að sumra mati sið-
spillandi athöfn, komst aftur til vegs
og virðingar í íslenskum sveitum eft-
ir að kirkjan hafði bannfært hann um
langt skeið sem hvert annað Satans
verkfæri til spillingar landslýð.
Á rúmri öld sem liðin er síðan
Norðmennirnir komu hefur margt
gerst á íslandi. Tími harmonikuball-
anna hefur komið, farið og komið aft-
ur. Fram um miðja öldina var
harmonikan í hávegum höfð, hvort
heldur var í sveit eða bæ sem hið
ákjósanlegasta danshljóðfæri en þá
tók við nokkurt tímabil þar sem hún
féll í gleymsku og dá. Rafmögnuð
tónlist hélt innreið sína með Bítlana,
Rolling Stones og Shadows framar-
lega í flokki að ógleymdum Flowers,
Hljómum og Ragga Bjarna. Ef til vill
hefði verið eðlileg þróun að gleyma
harmonikunni sem danshljóðfæri,
jr, rétt eins og ferðaorgelunum sem
stundum var notast við, en svo fór þó
ekki. Harmonikan hélt velli allan
tímann og vegur hennar fór vaxandi
að nýju á síðasta fjórðungi þessarar
aldar. Hljóðfærið hefur tekið miklum
breytingum til batnaðar og sérvitr-
ingarnir sem héldu tryggð við það
hnöppuðust saman og tóku að mynda
Hér hefur
T^Jialdið velli
félög og klúbba um starfsemi sfna
fyrir um aldarfjórðungi. Þeim óx síð-
an ásmegin og 1981 var stofnað
Samband íslenskra harmoniku-
unnenda sem varð vettvangur félag-
anna sem nú eru 19 talsins og félags-
menn skipta þúsundum.
Á ísafirði býr einn þessara furðu-
fugla sem unna harmonikunni og
töfrum hennar og spilar sér til sálu-
bótar hvenær sem tóm gefst til.
Samhent hjón
Hann heitir Ásgeir S. Sigurðsson,
er Þingeyingur að uppruna og hefur
verið formaður Harmonikufélags
Vestfjarða nær óslitið frá stofnun
þess 1986. Hann lét einungis af
stjórn meðan hann var formaður
Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda 1993-1996, en hann hefur
verið mjög virkur í Sambandinu síð-
an. Eiginkona hans er Messíana
Marzellíusdóttir, sem var píanó-
kennari við Tónlistarskóla ísafjarðar
um árabil. Hún lét Ásgeir algjöriega
um harmonikuspilið lengi vel en
hreifst að lokum af áhuga hans á
harmonikutónlistinni, fór að kynna
sér hljóðfærið og hóf að kenna á það
fyrir rúmum áratug. Árangurinn er
sá að óvíða á íslandi er áhugi meiri á
harmonikunámi en við Tónlistar-
skóla ísafjarðar. Hátt á þriðja tug
nemenda eru þar við nám og tveir
þeirra unnu til viðurkenningar á
hæfileikakeppni í harmonikuleik
1999 auk þess að leika á landsmóti
SÍHU á Siglufirði í fyrrasumar við
góðan orðstír. Messíana hefur einnig
komið að gerð námskrár fyrir harm-
onikuna og átt þátt í mótun hennar.
Ákveðið var að taka hús á þessum
heiðurshjónum til þess að forvitnast
meira um þetta ágæta hljóðfæri
harmonikuna, en þó einkum til þess
að berja augum harmonikusafn Ás-
geirs, sem mér vitanlega er hið eina
hérlendis. Ásgeir er tiltölulega ný-
byrjaður að safna harmonikum og
honum hefur orðið ótrúlega vel
ágengt eins og meðfylgjandi myndir
sýna. Ég byrjaði á því að hringja í
Asgeir til þess að boða komu mína og
Ijósmyndarans, Halldórs Svein-
björnssonar. Eftir þrjár hringingar
án svars komu dillandi harmoniku-
tónar í símann og síðan skilaboðin:
Ásgeir tekur hér lagið á fyrsta safngripinn, Soprano-harmoniku. Hann
lét gera hana upp svo hún er nú í'spilahæfu standi. Innfellda myndin
hér til hliðar sýnir vel hvflíkur kjörgripur hún er.
„Þetta er hjá Ásgeiri og Messý, við
erum ekki heima, en þú getur lesið
inn skilaboð eftir að hljóðmerkið
heyrist." Nú var haldið úti rann-
sóknarstarfi     sem
leiddi til þess að áður
en Iangt um leið vor-
um  við  mættir  á
Urðarveginn og sest-
ir yfir rjúkandi te-
bolla.
Mikið tónlistarlíf
Laxárdal
Þessi áhugi á harmon-
ikum. Hvernig stendur á
honum?
„Ja, það var nú þannig
að föðurbróðir minn, Hall-
grímur Hallgrímsson hálf-
bróðir pabba, hann var
harmonikuleikari og þegar ég
man fyrst eftir mér þá spilaði
hann oft heima á sunnudags-
morgnun) og við ýmis tækifæri. Ætli
áhuginn hafi ekki byrjað við það. Það
var tvíbýli þarna heima, eða raun-
verulega þríbýli fyrst þegar ég man
eftir mér og svo tvíbýli, þannig að
hálfbræðurnir, pabbi og hann bjuggu
sinn á hvorum jarðarhlutanum. Þessi
fóðurbróðir minn, Hallgrímur, þótti
mikill ballspilari
og hann sagði
mér, man ég,
að það sem
hann fékk fyrir
böllin voru
tvær krón-
ur þegar
hann var
sem mest
ið spila.
Innifalið í því
var að labba
kannske úr
næstu sveit
með harmon-
ikuna á bakinu
- og til baka
aftur fyrir
tvær krónur!
Nú svo voru
náttúrlega í Þingeyjarsýslu þegar ég
var að alast upp þekktir harmoniku-
leikarar, miklir og góðir ballspilarar
víða í flestum sveitum og strax og
maður fór að fara eitthvað, sérstak-
t-ssi harmonika kom
frá Hnitbjörgum á
Ströndum. Uóiiiant íkin
hefur blómstrað við ttína
hennar á liðnum árum.
lega á böll, þá heyrði maður í þessum
snillingum. Ogleymanlegt var að fara
á tónleika Toralfs Tollefsen og Johns
Molinari upp úr 1950. Það jók á
áhugann.
Harmonikan kom í mína heima-
sveit um eða upp úr 1870, það veit ég
með vissu, því það eru til nótur að
sálmalagi fyrir einfalda harmoniku
frá þeim tíma, skrifaðar af þeim
merka menningarfrömuði, Benedikt
frá Auðnum og það er merkt á þessar
nótur hvort draga á harmonikuna
sundur eða ýta henni saman. Svo má
náttúrlega segja frá því að það er tal-
ið að Hjálmar afi minn frá Skútu-
stöðum hafi heillað skólastjóradótt-
urina, Áslaugu Torfadóttur, þegar
hann var við nám í Ólafsdal hjá Torfa
Bjarnasyni, laust fyrir 1890, með
harmomkuleik. Hann lék svo vel á
harmoniku fyrir hana að hún fór með
honum norður í Þingeyjarsýslu og
þau giftust þar. Þetta er að vísu
munnmælasaga og hann var fyrst og
fremst orgelleikari. Ég er ekki einu
sinni viss um að hann hafi spilað á
harmoniku þarna í Olafsdal, en ég
get samt vel trúað því!"
Hvenær byrjaðirðu að spila sjálf-
ur?_
„Eg eignaðist mína fyrstu
harmoniku þegar ég var fimmtán
ára, það var 80 bassa harmonika. Svo
hafa þetta nú svona orðið vandaðri
og dýrari hannonikur þegar tíma-
rnir hafa liðið. Mín spilamennska var
nú að mestu heima í Laxárdalnum.
Það vöru svo góðir spilarar í sveit>
unum í kríng að það var ekki algengt
að ég væri fenginn til að spila. Það
var þá hélst til að hvíla hina. Annars
var tóhlistaiiíí' ótrúlega mikið í dain-
um. VÍða voru tií orgel og fiðlur voru
til á flestum bæjum og margir sem
náðu góðum tökum á þeim. Þessi
fiðlumenning var reyndar fyrir mína
tíð, en fiðlurnar voru enn til, víðast
hvar.
Að mestu var þarna spilað á píanó-
harmonikur. Það voru reyndar menn
á Húsavík sem spiluðu á
hnappaharmonikur en frammi í
sveitunum held ég hafi verið lítið um
það eftir að gömlu diatonisku harm-
onikunum sleppti."
Af Hauga-Laugu og
fleiri góðum gripum
Þetta safn, sem er orðið býsna
verklegt. Hvenær vaknaði hugmynd-
in að því?
„Hugmyndin að safninu kom þeg-
ar til mín kom kona sem heitir Soffía
Ingimarsdóttir og gaf mér harmon-
iku sem maðurinn hennar, Baldur
Sigurlaugsson hafði átt, eða þeir
bræðurnir, Baldur og Trausti Sigur-
laugs. Hún gaf mér hana og það var
fyrsti gripurinn og upphafið að þessu
safni. Það er þessi hérna með bogna
borðinu, Soprani," segir Ásgeir og
klappar harmonikunni ástúðlega.
„Svo kom næst þessi Seandalli harm-
onika, sem Haukur heitinn Daníels-
son gaf mér. Hún fannst á öskuhaug-
unum á ísafirði og hefur gengið
undir nafninu Hauga-Lauga og verið
mikið notuð af harmonikufélögum
sem rigningarharmonika. (Rigning-
arharmonika er notuð þegar spila
þarf utan dyra í óvissri veðráttu og
menn þora ekki að hætta rándýrum
harmonikum út undir bert loft).
Þetta hefur sennilega verið rétt fyrir
1990, svo að það er kominn rúmur
áratugur. Ég hef síðan fengið aðra
harmoniku af ruslahaug annars stað-
ar en ómögulegt er að segja til um


					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36
B 37
B 37
B 38
B 38
B 39
B 39
B 40
B 40
B 41
B 41
B 42
B 42
B 43
B 43
B 44
B 44
B 45
B 45
B 46
B 46
B 47
B 47
B 48
B 48
B 49
B 49
B 50
B 50
B 51
B 51
B 52
B 52
B 53
B 53
B 54
B 54
B 55
B 55
B 56
B 56