Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Blaðsíða 11
Kveðjuorð Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Rósberg G. Snædal, rithöfundur Margra glaðra og góðra stunda minnist ég og mitt fólk í návist Rós- bergs G. Snædal, sem nú er kvadd- ur með söknuði af þeim, sem hann þekktu, nutu samfyigdar hans og vináttu. Hans er gott að minnast, og nú þegar hann er allur er mér efst í huga þökk fyrir framlag hans allt í þágu stjórnmálasamtaka sósíalista þar sem leiðir okkar lágu saman um langt skeið. Ég minnist þess þakklátum huga hvern stuðning og uppörvun hann veitti mér, þegar að mér var lagt að taka efsta sæti á framboðslista Al- þýðubandalagsins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar vorið 1970, en sá slagur allur þótti eng- um, sem til þekkti, árennilegur. Þá átti Alþýðubandalagið sann- arlega í vök að verjast hér á staðnum. Harðvítug innanflokks- átök voru nýafstaðin, og hart var að því sótt úr öllum áttum. Þá var hans liðveisla þung á metum, og Rósberg dró ekki af sér. Hann var gæddur glöggskyggni á málefnin hverju sinni og þeirri ratvísi, að ævinlega stóð hann þeim megin víglínunnar sem réttlátur málstað- ur og framsækinn átti á brattann að sækja. Rósberg átti um áratuga skeið drjúgan hlut að blaðaútgáfu sósíal- ista hér um slóðir, og hún hefði verið snauðari að líflegu framlagi og ekki eins vakandi hefði hans ekki notið við. Þar var skarð fyrir skildi, þegar hann fluttist héðan fyrir nokkrum árum. Af löngum kynnum er mér minnisstæð sú samræðulist, sem honum var lagin og ef til vill er sem óðast að hverfa í hringiðu nútím- ans. Hann var horttveggja í senn listfengur sögumaður og íhugull áheyrandi. Alltaf var hann sama prúðmennið á hverju sem gekk, varkár í dómum og velviljaður í garð samferðamanna. Skopskynið brást aldrei, heldur ekki þegar harðast blés. Margvísleg störf stundaði Rós- berg um dagana. Af ritstörfum er hann löngu þjóðkunnur bæði í bundnu og óbundnu máli, og kvið- lingar hans urðu snemma fleygir. Hann vann algeng verkamanns- störf, og um árabil kenndi hann við Barnaskóla Akureyrar. Er mér vel kunnugt um að þar hafði Rósberg þau tök á ungviðinu, að þeir bekk- ir, sem ekki þóttu til þess fallnir að lúta hefðbundnum aga í hvívetna, voru spakir og ljúfir þegar hann stóð að uppfræðslunni. Hann tal- aði ekki til barnanna á neinni tæpi- tungu, en tók þau alvarlega eins og hvert annað fullgilt fólk. Nú að leiðarlokum er mér þökk í huga fyrir vináttu og alla sameigin- lega baráttu, og ég votta börnum hans og öðrum vandamönnum innilega samúð. Soffía Guðmundsdóttir. Þótt gleðibikar gjarnan tœmist fljótt oggœfuhnoðann undan renni skjótt, þóttgrösin sölni bœði á akri og engi, er eilífðin til augnabliksins sótt og örskotsstundin getur varað lengi. Svo kvað skáldið og fræðarinn Rósberg G. Snædal, sem nú hefur kvatt vora jarðnesku vist. „Vertu sæll“, sagði hann við mig á börunum í sjúkrabílnum, sem flutti hann í sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þar sem hann lést um kvöldið. Ekki átti ég von á því að þetta væri hinsta kveðja hans til okkar. Rósberg Guðnason Snædal fæddist 8. ágúst 1919 í Kárahlíð í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. í Laxárdalnum ólst hann upp, eins og alþýða manna í þá daga, við heldur kröpp kjör, en með vonarneista í brjósti. „Islandi allt“ var kjörorð æsku- fólks þeirra tíma. Rósberg G. Snæ- dal var ekki hlutlaus áhorfandi þegar íslenska þjóðin braut af sér viðjar erlends oks og aldabasls, heldur var í fylkingarbrjósti þeirra, sem vörðuðu leið sjálfsbjargar og sjálfstæðis og börðust fyrir frelsi og jafnrétti allra manna. Fagnið þið, börn mín, frelsi sumardags, fagnið, því nú er runnin langþráð stund, fagnið og njótið vorsins Ijóðalags, lagt er hið dýra gull í ykkar mund. Rósberg G. Snædal átti vopn, sem hafa orðið íslensku þjóðinni drýgri til sigurs en járn og púður. Þau voru skáldskapargáfa og beinskeyttur-penni. Með hvössum greinum, vísum og ljóðum vakti hann með þjóðinni og hvatti til dáða: Frumburðarrétt átt þú til þessa lands, þessvegna skaltu vaka oggœta hans. Síðari hluta ævi sinnar var Rós- berg við kennslu, og lét honum vel að miðla æskufólki af nægtbrunni sagna og fróðleiks, innræta virð- ingu og ást á íslenskri tungu og ís- lenskri náttúru. Síðustu sex árin var hann barnakennari hér á HóÞ um í Hjaltadal. Tók hann tryggð við dalinn, er minnti hann á æsku- slóðir, sem nú eru eyddar byggð. Ljómi fornrar helgi og sagna lét vel að skaphöfn hans: Gusti svalt um koll og kinn, kostur valtur falinn, leitar alltaf andi minn inn í Hjaltadalinn. Leiðir okkar Rósbergs lágu saman fyrir tæpum tveimurárum. Varð hann strax fjölskylduvinur. Börn hændust að honum hvar sem hann kom. Gerði hann sér jafnan far um að sýna málum þeirra áhuga, hlusta og fræða. Litla dóttir okkar, Laufey, taldi hann sinn besta vin. Rósberg var félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Kímni hans, hnyttni og hreinskilni var viðbrugðið. Hér söknum við vinar í stað, en erum jafnframt þakklát fyrir að hafa kynnst og átt „örskotsstund" með Rósberg G. Snædal. Og megi „skeyti“ hans verða hverjum og einum áminning og hvatning: Geta hverja gróðurnál glatt með von og trausti þeir, sem eiga í sinni sál sumarmál að hausti. Börnum hans og öðrum aðstand- endum sendum við samúðar- kveðjur. Jón Bjarnason. Stundum erum við sátt við okkar nánustu tilveru og allt það sam- ferðafólk, sem við eigum að ættingj- um og vinum. Og við uggum ekíci að okkur og finnst að þetta ástand sé varanlegt um langa framtíð. Síðan gerist það alloft að dauðinn lætur snögglega og óvænt til sín taka og tilveran hefur skipt um svip, það er skarð fyrir skildi og við finnum til svíðandi tómleika- kenndar. Okkur hjónunum hafði alltaf fundist sjálfsagt að það gerðist í nokkur skipti árlega að Rósberg G. Snædal kæmi á heimili okkar sem einn af okkar bestu heimilisvinunt og ræddi við okkur um liðna daga og líðandi stund af því lífræna fjöri og einlægni, sem honum var svo eiginleg. Á meðan ekki var vík milli vina, bar fundum oft saman og hann leit inn til okkar, stundum árla dags en stundum síðla kvölds. Ævinlega heilsaði hann okkur af hlýju og fögnuði og hafði um okkur fögur orð, og þá gat okkur stundum fundist að ánægjulegt hefði verið að vera dálítið betur úr garði gerður og verðskulda þau bókstaf- lega. Sú stund, sem hann stóð við, var ævinlega skemmtileg sem best mátti verða. Hann hafði oftast nýj- ar stökur að færa, kveðnar af fimi, glettni og gáska, og nýjar uföu til á stundinni og við hjálpuðumst að við rím og hugdettur, þó að Rós- F. 8. ág. 1919 D. 9. jan. 1983 bergværi raunar ekki hjálparþurfi í þeim efnum. Og hann sagði tíð- indi, forn og ný og sagði frá á kj arn- góðu máli, færði í stílinn og hag- ræddi orðum og atvikum svo að engin hætta væri á að hversdags- leikinn setti svip á umræðuefnið. Gott er nú að minnast svo góðra stunda, þó að það veki sakn- aðarkennd að hugsa til þess, að hér eftir gerast'ekki fleiri slíkar. Þegar síminn hringdi hjá okkur að morgni 10. janúar og Guðrún svaraði, sá ég samstundis að henni var sárlega brugðið, og vissi að nú var ekki góðra tíðinda að vænta, enda reyndist svo. Rósberg Snædal var dáinn. Fregnin sú var svipleg og óvænt, því að ekki vissum við annað en að hann væri heill heilsu og hefði ekki kennt sjúkleika á undanförnum árum. Én nú hafði verið kveðinn upp sá dómur, sem ekki verður áfrýjað. Þegar við komum til Akureyrar árið 1946, var Rósberg sá maður, sem við kynntumst einna fyrst og best af bæjarbúum. Hann var þá ritstjóri „Verkamannsins" og sú staða þótti á þeim árum hvorki veg- leg né arðvænieg og hefur að líkind- unt mátt teljast til þegnskyldu- vinnu. Kynnin við Rósberg voru okkur mikils virði því að auk þess sem við nutum hans lífræna og sérstæða persónuleika, kom hann okkur fljótlega í kynni við bæjarskáldin, Heiðrek Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Guðmund Frímann, Sigurð Róbertsson, Davíð Áskels- son og fleiri. Þessi kynni hafa orðið okkur dýrmæt og heldur væri dauflegra um að litast í veröld minninganna hefðu þessir menn og þeirra konur aldrei komið þar við sögu. Leiðir okkar Rósbergs hafa legið nokkuð mikið saman á liðnum árum, bæði í einkamálum og ekki síður í félags- málum og einnig kenndi hann um skeið við Barnaskóla Akureyrar, þar sem ég var húsvörður. Kennslustarf fór honum vel úr- hendi og ekki mun hann hafa þurft stríða við agavandamál, því að honum var lagið að vera félagi nemenda sinna og smámunasemi átti hann ekki til. Rósberg var hagleiksmaður og stundaði smíðar og skrautritun fékkst hann við í tómstundum. Rit- störfin voru honum tómstundaiðja og þó að mikið liggi eftir hann í rituðu máli, er það skaði að hann sinnti þeim ekki meira en raun varð á, því að hann var með afbrigðum vel ritfær, ekki síst þegar hann ræddi sögulega fortíð og skráði mannlífsþætti af reynslu sinni og annarra. Fáir munu jafnast á við hann sem vísnasmið og kemur þar til einstök rímleikni og kímnigáfa og tilfinningahiti, þar sem við á. Um nokkurt skeið vann hann sem verðgæslumaður á Akureyri, en síðustu árin fékkst .hann að mestu við kennslu, fyrst á Skaga, bæði í Húnavatnssýslu og Skaga- firði en nú allra síðustu árin var hann kennari við Barnaskólann á Hólum í Hjaltadal. Rósberg var giftur Hólmfríði Magnúsdóttur, hins þjóðkunna fræðimanns á Syðra-Hóli í Húna- þingi, og konu hans, Jóhönnu Albertsdóttur. Hólmfríður er hin ágætasta kona, eins og hún á ætt til og heim- ili þeirra hjóna var hið geðfelld- asta og þar var gott að koma sem gestur. Þau hjónin slitu samvistum íyrir allmörgum árum. Börn þeirra hafa öll reynst hinar mætustu manneskjur og hafa erft mannkosti og margvíslega hæfni frá foreldrum sínum. Þau eru: Húnn, flugumferðarstjóri, Ak- ureyri, Hólmsteinn, húsasmiður, Akureyri, Aðalgunnur Gígja, hús- freyja Dagverðareyri, Þórgunnur Harpa, starfar við Norrænu þjóðfræðastofnunina í Stokkhólmi við rúnalestur, Magnús Hreinn, háskólanemi, Reykjavík, Guðni Bragi, iðnaðarmaður, Akureyri. Ég naut þess einn vordag að ganga með Rósberg fram og aftur um allan Laxárdalinn í Húnaþingi, en þar eru æskustöðvar hans og flestir bæir komnir í eyði, þar á meðal Kárahlíð þar sem hann var fæddur og foreldrar hans bjuggu, Guðni Sveinsson og Kleminsína Klemensdóttir. Þetta ferðalag var góð kennslu- stund fyrir mig, bæði í landafræði og mannlífsfræði, því að Rósberg kunni skil á bæjuni og búendum langt aftur í fortíðina. Hann fór einnig með mig á heimili foreldra sinna sem bjuggu á Skagaströnd, og þar var hann auðsjáanlega hafður í miklum kærleikum. Þó að Rósberg ætti við ýntsa örðugleika að stríða í lífsbaráttunni og ekki gengi ævinlega allt að ósk- um, mátti hann teljast mikill gæfumaður. Hann átti margt til að miðla öðr- um, og því verður hans saknað lengi. Hann var maður, sem ekki gleymist fyrst um sinn. Einar Kristjánsson. Rósberg G. Snædal er látinn. Á miðjum degi eins og hann átti að sér, að kvöldi allur, hjartað brostið. Það var haustið 1976 að leiðir okkar lágu saman. Þá réðst Rós- berg kennari að Barnaskólanum á Hólum í Hjaltadal, en ég var þá kennari við Bændaskólann á staðnum. Við höfðum ekki sést, en ég hafði heyrt og séð vísur hans og ljóð og kunni jafnvel örfáar vísur hans. Þótt margar þeirra væru ort- ar með snilldartökum, þá reyndist sem endurskin eitt að hafa heyrt þær miðað við að kynnast mannin- um sjálfum. Saga Rósbergs var orðin löng áður en hann fluttist í Hóla. Hann fæddist í Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 8. ág- úst 1919. Foreldrar hans voru Klemensína Klemensdóttir og Guðni Sveinsson, bóndi þar og á fleiri jörðum í sömu sveit, en Lax- árdalur er nú að mestu í eyði. Á uppvaxtarárum Rósbergs var hér kreppa í landi og rnótaði hún án efa lífsskoðanir hans. Utan barnaskól- anáms í nokkra mánuði átti hann ekki kost á annarri skólagöngu en skammri skólavist í Reykholts- skóla, þá kominn fast að tvítugu. Sjálfsnámið varð honum drýgst. Með áhuga og ástundun náði hann afburða góðum tökum á íslensku máli. Málið varð honum lifandi vopn og fátt var það sem hann velti meira fyrir sér en þanþol þess, ný- yrði og orðaleikir. Rósberg var t.d. eitt sinn í fram- boði til Alþingis í N-Þingeyjarsýslu fyrir Sameiningarflokk alþýðu sós- íalistaflokkinn og ferðuðust fram- bjóðendur saman í bíl milli fundar- staða. Áðu þeir í Ásbyrgi í blíðskaparveðri og þar orti hann eftirfarandi vísu til Hermanns Jónssonar, frambjóðanda Þjóð- varnarflokksins: Hér er ró og hér er friður, hér er rómantíkin nóg. Halla ég mér helst að yður „Hermanns hvíld í dimmum skóg.“ Eftir að hafa leitað fyrir sér að lífsbraut settist Rósberg að á Akur- eyri, kvæntist þar Hólmfríði Magn- úsdóttur, Björnssonar, bónda og fræðimanns á Syðra-Hóli, hinni ágætustu konu. Börn þeirra eru: Húnn, flugumferðastjóri á Akur- eyri; Hólmsteinn, byggingameist- ari á Akureyri; Gígja húsfrú á Dagverðareyri í Eyjafirði; Þór- gunnur, fil.kand. og rúnafræðingur, búsett í Svíþjóð, Magnús, cand. ntag. í íslenskum fræðum, í Reykjavík og Guðni Bragi, pípu- lagningamaður á Akureyri. Þau Hólmfríður slitu samvistum árið 1971. Framan af vann Rósberg hvers kyns verkamannavinnu á Akur- eyri, síðar varð hann m.a. starfs- maður Verðlagsskrifstofu og eftir það barnakennari á Akureyri. Þar sem hann hafði ekki réttindi hélt hann ekki þeirri stöðu til lengdar, og réðst þá kennari á Vopnafirði einn vetur og Stórutjarnarskóla annan. Eftir það var liann farkenn- ari í báðunt hreppunum á Skaga í fjóra vetur og að lokum við Barna- skólann á Hólum til dauðadags eða á sjöunda vetur. Þetta er sá ytri rammi sem líf Rósbergs fellur í og fletta má upp í opinberum gögnum, að því við- bættu að hann átti sæti í stjórnum margra félaga, og oftast ritari, þ.á.m. í Verkamannafélaginu Ein- ingu í unt aldarfjórðung. En hvernig var svo maðurinn sjálfur sem að baki bjó? Eðli hans var ekki að brjótast áfram til auðs og frama, heldur að skipa sér í sveit með þeint minni máttar, níðast ekki á neinum en gefa af sjálfum sér. Sérréttindi höfðuðu ekki til hans. Eftir að hann fluttist í Hóla urðu margir til að falast eftir hon- um til smíða. Þá vinnu seldi hann ódýrt og kunni ekki að innheimta. Fljótlega á Akureyrarárum Rós- bergs var farið að leita til hans um að yrkja og flytja skemmtiþætti á samkomum. Það var hlutverk sem lét honum afar vel. Þar naut sín hagmælska hans, orðsnilld og leikarahæfileikar. Slíkur kveð- skapur er oftast burtdinn stund og stað og fyrnist fljótt. Rósberg safn- aði þessum kveðskap saman, bæði eftir sig og aðra Akureyringa og gaf út ásamt öðru gamanmáli í bókinni „Nú er ég kátur“, sem er reyndar safnrit fjögurra bóka þar sem hver lína í hinni kunnu vísu „Nú er hlátur nývakinn" er bókarheiti. Á Akureyri var á þeim árum einstakt mannval skálda, hagyrðinga og húmorista, oft í einni og sömu per- sónunni og er reyndar enn, þótt nokkrir séu farnir yfir móðuna miklu og aðrir fluttir burt. Þessi hópur var Rósberg afar kær, en efst bar þar þá Heiðrek Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk og Einar frá Hermundarfelli. Einstök dæmi segja oft meira en langt mál. Mig langar því að nefna dæmi um þennan þátt í lífi Rós- bergs. Eitt sinn gerðist það að ólæti urðu á dansleik á Akureyri og var lögreglan kölluð til að skakka leikinn. Hún réð þó ekki við ofur- eflið og gat lítið aðhafst, en um málið var að sjálfsögðu skrifuð skýrsla eins og önnur lögreglumál. Um þetta atvik orti Rósberg gam- anbrag í orðastað lögreglunnar, fékk lánaðan lögregluþjónsbúning Framhald á bls. 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.