Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
MANUDAGUR 26. MARS 2001
:
Sport
- ÍS og Þróttur N. bikarmeistarar
Bikarúrslitin 1 blaki fóru fram
um helgina og þar bættu nýkrýndir
deildarmeistarar bikurum í safniö
og sönnuöu styrk sinn.
íþróttafélag stúdenta tryggöi sér
bikarmeistaratitilinn í þriðja skipt-
ið í röð þegar félagið skellti Stjörn-
unni i fimm hrinu leik í Digranesi
á laugardaginn. Það má segja að
heilladísirnar hafi verið réttum
megin fyrir leikmenn ÍS sem unnu
oddahrinuna 20-18 eftir að leik-
menn Stjörnunnar höfðu glutrað
niður tveimur tækifærum á að
klára hrinuna.
Leikurinn var spennandi og í
heildina góður bikarúrslitaleikur,
nokkuð vel leikinn og hreinlega ekki
hægt að biðja um meira þar sem að úrslitin réðust
með „guUhávörn" frá örvhenta smassaranum Gal-
in Raditchkov sem var sá leikmaður sem halaði inn
flest stig fyrir ÍS. Það skildu aðeins tvö stig liðin í
heildina en Srjarnan skoraði 107 gegn 109 frá ÍS.
Hrinurnar enduðu 25-23, 16-25, 25-16, 23-25 og
20-18. Leikurinn tók kúvendingu um miðbik fjórðu
hrinunnar þegar ÍS leiddi með sex stiga forskoti en
Stjarnan náði að skora sjö stig í röð og vinna hrin-
una með minnsta mun. Það var greinilegt að leik-
menn ÍS voru slegnir yfir þessari stöðu enda virtust
þeir með leikinn í höndum sér en klaufagangur í
sókninni og góðar uppgjafir frá Emil Gunnarssyni
gerðu gæfumuninn fyrir Garðabæjarliðið sem sýndi
tennurnar hressilega. Leikmenn ÍS voru alltaf
skrefinu á undan í oddahrinunni, allt þar til í blá-
lokin að Stjarnan jafnaði og komst einu stigi yfir og
átti tvisvar möguleika á að klára leikinn. Það gekk
hins vegar ekki eftir þar sem smass í netstrenginn
á lokakaflanum og frábær hávörn Galins varð stúd-
entum að vopni.
Bikarmeistaratitillinn hafhaði því enn eitt árið
hjá ÍS og leikmenn liðsins voru vel að þeim titli
komnir þar sem þeir náðu að þjappa sér saman þeg-
ar mest á reyndi og þar átti uppspilarinn Martin
Raditchkov, bróðir Galins, stóran þátt og Davíð Búi
Halldórsson sem lék einn af sínum betri leikjum í
vetur.
Zdravko Demirev, leikmaður og þjálfari ÍS, var
ánægður með úrslit leiksins og sagði að þetta hefði
verið sannkölluð töfrastund hjá liðinu í lokin.
„Við virkuðum frekar spenntir og náðum því
ekki að sýna okkar besta blak en leikmenn Stjörn-
unnar léku lika nokkuð vel og þeir komu okkur
nokkuð á óvart. Við héldum þó haus í oddahrin-
unni og náðum að klára okkar ætlunarverk þrátt
fyrir að það stæði tæpt. Það var frábært að vinna
með minnsta mun og það gefur þessu meira gildi."
„Við erum búnir að vera alloft í þessari stöðu síð-
ustu árin og höfum tapað á ögurstundu í úrslita-
hrinu, það hefur loðað við okkur. Þetta var rosalega
sárt að þurfa að kyngja þessum ósigri og það kem-
ur vonandi að því að vinnum eitthvað. Við lögðum
okkur allir 100% fram í þessum leik en það dugði
þvi miður ekki núna," sagði Emil Gunnarsson, leik-
maður Stjörnunnar, eftir leikinn.
Annan áriö í röð
Kvennalið Þróttar frá Neskaupstað skellti stúdín-
um í þremur hrinum gegn engri í Digranesi á laug-
ardaginn. Félagið hampaði þar bikarmeistaratitlin-
um í annað sinn í röð, vann hrinurnar 25-23,25-14
og 25-16.
Það má segja að stúdínur hafi átt á brattann að
sækja frá fyrstu mínútu og það var einungis í fyrstu
hrinunni sem þær áttu fræðilega möguleika á að
krækja sér í hrinu en af því varð ekki.
Eftir það má segja að Þróttarastúlkur hafi haft
vinninginn á öllum sviðum leiksins með þær Önnu
Pavlouka ásamt fyrirliðanum Huldu Elmu Eysteins-
dóttur sterkar á köntunum og þetta var aldrei nein
spurning. Sæunn Svana Ríkharðsdóttir kom líka á
óvart með góðum leik á miðjunni fyrir Þróttara-
stúlkur.
Móttakan var hins vegar slök hjá stúdínum og
uppspilið gekk heldur ekki nægjanlega vel. í kjölfar-
ið gengu sóknarskellirnir illa og það var hálfgerð
veisla fyrir Þróttarastúlkur sem fiskuðu marga
þeirra upp úr gólfinu og skoruðu grimmt á stúdín-
ur.
Þrátt fyrir þetta var Dagbjört Víglundsdóttir öfl-
ug í liði stúdína og lék vel en hún fékk ekki nægj-
anlega aðstoð frá stallsystrum sínum til þess að geta
breytt gangi leiksins. Það má segja að stúdinur hafi
aldrei komist almennilega inn í leikinn og Þróttara-
stúlkur voru heldur ekkert á því að hleypa þeim
neitt áfram eins og úrslitin í tveim síðustu hrinum
leiksins staðfestu. Norðfjarðarliðið mun mæta stúd-
ínum í úrslitaleik íslandsmótsins og ljóst er að
mikið þarf að breytast hjá stúdinum til þess að þær
eigi möguleika þar.                   -GHÞ
Islandsmótiö
ijudo
15 ára og eldri / Konur
Þyngdarflokkur -52 kg
1. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ármanni
2. Arnfríöur G. Arngrímsdóttir, JR
Þyngdarflokkur -57 kg
1. Urður Skúladóttir, KA
2. Hjördis Ólafsdóttir, JR
3. Heiða Dögg Jónsdóttir, JR
Þyngdarfiokkur -63 kg
1. Berglind Andrésdóttir, KA
2. Margrét R. Bjarnadóttir, Ármanni
3. Olga Kolbrún Vilmundardóttir, JR
Þyngdarflokkur -70 kg
1. Gígja Guðbrandsdóttir, JR
2. Anna Soífía Víkingsdóttir, JR
3. Gígja Gunnarsdóttir, KA
Þyngdarfiokkur -78 kg / +78 kg
1. Bettina Wunsch, UMFF
2. Sólborg B. Heimisdóttir, JR
Opinn flokkur kvenna
1. Berglind Andrésdóttir, KA
2. Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni
3. Bettina Wunsch, UMFF
3. Gígja Guðbrandsdóttir, JR
15 ára og eldri / Karlar
Þyngdarflokkur -60 kg
1. Höskuldur Einarsson, JR
2. Heimir Kjartansson, JR
Þyngdarflokkur -66 kg
1. Snævar Már Jónsson, JR
2. Jósep Þórhallsson, JR
3. Einar Jón Sveinsson, UMFG
3. Karles Ólafsson, KA
Þyngdarflokkur -73 kg
1. Vignir Grétar Stefánsson, Ármanni
2. Tómas Sigursteinsson, KA
3. Hinrik S. Jóhannesson, Ármanni
3. Hilmar Trausti Harðarson, KA
Brnna
- varð tvöfaldur meistari á íslandsmótinu í júdó
Islandsmótið í júdó fór
fram í Austurbergi á laugar-
daginn. 119 þátttakendur
voru mættir til leiks í
karla- og kvennaflokkum.
Alls voru þátttakendur frá 7
félögum og gekk mótahald
vel fyrir sig í öruggum
höndum Jóns Óðins Óðins-
sonar mótsstjóra.
JR vann 11 gull
Það Júdófélag sem bar
sigur úr býtum á laugardag-
inn var Júdófélag Reykja-
víkur með samtals 26 verð-
laun, þar af 11 gullverðlaun.
Ármenningar og KA voru
samstíga með 14 verðlaun
hvort félag og 5 gull hvort.
Ef skoðað er vinnings-
hlutfaU út frá fjölda þátttak-
enda frá hverjum félagi er
UMFF örugglega með vinn-
inginn því einn keppandi
kom frá Framtíðinni og
hafði með sér tvenn verð-
laun, eitt gull og eitt brons.
Vernharö í fínu formi
Einstaklingssigurvegari
mótsins í karlaflokki er án
efa Vernharð Þorleifsson,
KA, en hann sigraði í -100
kg flokknum og opnum
flokki karla. Vernharð er í
fínu formi þessa dagana og
glímdi með miklum ágæt-
um.
Berglind lagöi meist-
arann
í kvennaflokki var Berg-
lind Andrésdóttir (KA) kona
mótsins, sigraði i sínum
flokki í -63 kg og lagði svo
íslandsmeistarann frá því i
fyrra í opnum flokki
kvenna, Gígju Gunnarsdótt-
ur, sem er einnig gamli
þjálfarinn hennar Berglind-
ar. Þetta er ótrúlegt afrek
hjá Berglindi þar sem hún
var að glíma við sér miklu
stærri og sterkari stelpur.
Það má því segja að
Akureyringarnir Vernharð
Þorleifsson  pg  Berglind
Andrésdóttir hafi stolið sen-
unni á Islandsmótinu að
þessu sinni. Þau unnu bæði
til tvennra gullverðlauna.
Þyngdarflokkur -81 kg
1. Karl Erlingsson, JR
2. Bergur Pálsson, JR
3. Max Jónsson, KA
3. Björn Blöndal Harðarson, KA
Þyngdarflokkur -90 kg
1. Bjarni Skúlason, Ármanni
2. Guðmundur Sævarsson, Ármanni
3. Gunnar Fannar Gunnarsson, JR
Þyngdarflokkur -100 kg
1. Vernharð Þorleifsson, KA
2. Þorvaldur Blöndal, Ármanni
3. Ásmundur Steindórsson, KA
Þyngdarflokkur +100 kg
1. Heimir S. Haraldsson, Ármanni
2. Guömundur Gunnarsson, UMFÞ
3. Gunnar B. Sigurðsson, JR
Opinn flokkur karla
1. Vernharð Þorleifsson, KA
2. Bjarni Skúlason, Ármanni
3. Þorvaldur Blöndal, Ármanni.
3. Heimir S. Haraldsson, Ármanni
Vernharð Þorleifsson
úr KA sést hér í einni
af sigurglímum sínum
um helgina.
DV-mynd Þök
'¦¦¦-:...*
wmmu

i

:-
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32