Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 23 DV M agasm „Nei. Kristur er hafinn yf- ir alla póli- tiska merki- mióa. Hins vegar gerir boóskapur hans kröfu um um- hyggju fyrir öörum, sam- stööu meö nóunganum og þeim minni mótt- ar. Oröræöa Krists er öörum þræöi spómannleg og ögrandi viö valdhafa í samfélag- inu. Um- bótamenn ó öllum tímum hafa sótt skotfæri í þann boö- skap og þaö er vel." ur ber samt skylda til að stuðla að mót- un þess þjóðfélags þar sem ríkir jöfnuð- ur og réttlæti. Það á að vera eitt megin- viðfangsefni okkar, ekki bara hér inn- anlands heldur líka á alþjóðvettvangi. Bilið milli allsnægta og örbirgðar er að aukast í heiminum. Vonleysi hinna snauðu og yfirgengileg auðsöfnun hinna auðugu ógnar heimsfriðnum og er stóralvarlegt mál fyrir framtíð mannkynsins. Við erum að belgja okk- ur út á sama tíma og heil álfa, Afríka, er að farast úr hungursneyð og alnæmi. Við látum eins og ekkert sé. Viljum ekkert af þessum vandamálum vita.“ Leggjum viö of mikió upp úr verald- legum gæöum og kannski yfirborös- mennsku? „Menning okkar og samtíð er undir- lögð neyslunni. Við viljum verða ríkari og álítum að vöxturinn eigi að vera tak- markalaus. Við hugsum í auknum stærðum og lítum á það sem sjálfsagð- an hlut að allt vaxi og þenjist út. Þama erum við að blekkja okkur. Gæði jarð- ar eru ekki ótakmörkuð og vöxtur i stærð er ekki það ákjósanlegasta. Risa- eðlumar uxu og uxu en við vitum hvernig það fór. Kannski erum við í dag risaeðlur lífríkisins. Við hrifsum til okkar æ meir af gæðum jarðar. Hvað em lífsgæði? Þau felast ekki endi- lega í því að eiga stærri og flottari bíla íburðarmeira húsnæði eða meira úrval neysluvöru. Lífsgæði eru allt annað. Kærleikurinn er dýrmætastur alls. Gott líf er ekki að hafa það gott heldur að láta gott af sér leiða. Og mikið eig- um við slíku fólki að þakka.“ -KB s eru ástin, trúin og siðgæðið. Ast án trúar, ást án tryggðar, hvað er það? Og hvaö er slðgæði án kærleika? Þarf þetta ekki aö haldast í hendur? Ég held það. Við þurfum á siðgæöinu að halda. Vlð þurfum á trúnni að halda. Við þurfum á tryggðlnnl við Guð og við annaö fólk að halda. Við erum ekki bara neytendur í stórmarkaði. Vlð llfum í samfélagi þar sem hver og einn skiptir rnáli." við skoðanir. Trú er hins vegar samheiti við tryggð og traust. Það er það sem skilur., á milli, að treysta á Guð og halda tryggð við hans orð þó að máður efist um eitt og annað í glímunni við lífið. Þar eru alltaf átök.“ Efeinhver afkomehda þinna segói þér að hann vceri trúlaus, tœkiröu þaó nærri þér? „Já, af því að trúin er mér mikil- væg. Auðvitað bið ég þess og þrái að niðjar mínir njóti þess sem mér er dýrmætast en það er ekki mitt að ákveða það fyrir þeirra hönd.“ En þú heldur aö maóur án trúar sé miklu verr staddur en maöur sem á trú. „Andlega er hann tvímælalaust verr staddur, veraldlega kannski alls ekki. Trúin leysir ekki öU vandamál. Hún skapar margvísleg vandamál. Á sama hátt og ástin leysir ekki aUan vanda, hún getur skapað ótal vandkvæði - en enginn vildi án hennar vera. Aumur er ástlaus maður. Það er eins með trúna. GrundvaUarþættir í persónu mannsins eru ástin, trúin og sið- gæðið. Ást án trúar, ást án tryggð- ar, hvað er það? Og hvað er sið- gæði án kærleika? Þarf þetta ekki að haldast í hendur? Ég held það. Við þurfum á kærleikanum að halda. Við þurfum á siðgæðinu að halda. Við þurfum á trúnni að halda. Við þurfum á tryggðinni við Guð og við annað fólk að halda. Við erum ekki bara neytendur í stórmarkaði. Við lifum í samfélagi þar sem hver og einn skiptir máli.“ Eiga prestar aö taka opinberlega afstööu til þjóófélagsmála? „Það er ekki hægt að neita prest- um um þann rétt að taka þátt i hinni pólitísku umræðu. Og jafnvel tjá sig um hana á predikunarstóli. Predikun sem ekki snertir með ein- hverjum hætti málefni þjóðfélags- ins er ekki góð en predikun sem er pólitísk og er rökstuðningur fyrir pólitískan málstað er heldur ekki góð. Predikun á að hafa áhrif á gildismat okkar og breytni. Ef hún gerir það ekki er hún lítils virði. En engin ein stjómmálastefna eða stjómmálaskoðun getur haft einka- rétt á fagnaðarerindinu.“ Þú vilt þá ekki meina aö Kristur hafi veriö kommúnisti eöa jafnaöar- maöur. „Nei. Kristur er hafinn yfir alla pólitíska merkimiða. Hins vegar gerir boðskapur hans kröfu um umhyggju fyrir öðmm, samstöðu með náunganum og þeim minni máttar. Orðræða Krists er öðrum þræði spámannleg og ögrandi við valdhafa í samfélaginu. Umbóta- menn á öllum tímum hafa sótt skotfæri í þann boðskap og það er vel.“ Vonleysi hinna snauðu Þaö er sífellt leitaö meira til Hjálpar- starfs kirkjunnar, Mœörastyrksnefndar og annarra líknarsamtaka. Er kirkjan nógu virk í baráttunni fyrir því aó út- rýma fátœkt? Á hún ekki að reyna aö taka einhvern þátt í því? „Áreiðanlega ekki. Það á að vera ein af frumskyldum þjóðkirkjunnar að standa vörð um velferðarsamfélagið í landinu. Krafan um samfélagslega ábyrgð er samofin arfi okkar þjóð- kirkju. Það eru mjög alvarleg tíðindi hversu margir þurfa að leita til líknar- félaga, og ekki bara um jólin heldur allt árið um kring. Þaö er ljóst að það eru ýmsir sem velferðin nær ekki til. Hitt er ljóst að það samfélag mun seint fyr- irfinnast þar sem allir hafa nóg en okk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.