Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 HelQctrblaö 13 "V 55 Kolviður Ragnar Helgason blikksmíðameistari í Kópavogi verður 50 ára á mánudaginn+ Kolviður Ragnar Helgason blikksmíðameistari, Digranesheiði 3, Kópavogi, verður fimmtugur á mánu- daginn. Starfsferill Kolviður fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í Smá- ibúðahverfinu. Eftir skólagöngu í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla fór hann í Verknámsskóla og verk- námsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Kolviður stundaði jafnframt sjómennsku og ýmsa verkamannavinnu með skólanum. Hann hóf síðan nám í blikksmíði í Blikksmiðjunni Vogi í Kópavogi, lauk sveinsprófi þaðan 1976 og öðlaðist meistararétt- indi í greininni 1979. Kolviður starfaði hjá Landvélum á árunum 1979-81 eða þar til hann stofnaði eigin blikksmiðju, Funa ehf. Hann hefur verið framkvæmdastjóri þess fyrirtækis síðan. Kolviður hefur tekið virkan þátt í félagsmálum á vegum samtaka iðnaðarins og félags blikksmiðjueig- enda. Hann hefur verið í stjórn Félags blikksmiðjueig- enda frá 1990 og formaður þess félags sl. sjö ár. Hann hefur einnig setið í sveinsprófsnefnd frá 1994. Kolviður hefur löngum haft gaman af söng og annarri tónlist og syngur nú með Karlakórnum Þröst- um úr Hafnarfirði. Sigvaldi Hólm Pétursson vélfræðingur á Seltjarnamesi verður sextugur á sunnudaginn Sigvaldi Hólm Pétursson vélfræðingur, Látraströnd 4, Seltjarnarnesi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Sigvaldi fæddist í Ólafsfirði og ólst þar upp til 1951 og á Hofsósi til 1960. Hann lauk námi í vélvirkjun við Vélskóla íslands 1965 og síðar við Tækniskóla Islands í útgerðartækni 1979. Sigvaldi var vélstjóri til sjós 1968-79, á Ásbergi RE og Guðmundi RE. Árið 1984 stofnaði hann ásamt Kristni Halldórssyni fyrirtækið Stjörnustein hf. sem framleiðir frauðplastumbúðir og starfaði þar um ára- bil. Hann er nú stjórnarformaður Tempru hf. 1 Hafn- arfirði. Fjölskylda Sigvaldi kvæntist 13.5.1967 Ragnheiði Pálsdóttur, f. 17.2. 1941, íþróttakennara. Hún er dóttir Páls Diðriks- sonar og Laufeyjar Böðvarsdóttur, bænda að Búrfelli í Grímsnesi. Sigvaldi og Ragnheiður eiga þrjú börn, þau eru Páll Sigvaldason, f. 16.11. 1966, iðnhönnuður og fram- kvæmdastjóri Tempru hf. en dóttir hans og Guðrúnar Margrétar Hannesdóttur markaðsfræðings er Stefan- ía Hanna Pálsdóttir, f. 9.1. 1994; Ásta Sig- valdadóttir, f. 18.1. 1971, bókari, en mað- ur hennar er Harald- ur Eyvindur Þrast- arson og er dóttir þeirra Ragnheiður Kristín, f. 4.6. 2000; Laufey Alda Sig- valdadóttir, f. 30.12. 1972, kennari, en sonur hennar og Eggerts Garðarsson- ar er Sigvaldi Egg- ertsson, f. 9.6. 2000. Systkini Sigvalda eru Sigríður, f. 5.4.1944, d. í októ- ber 2000, húsmóðir í Reykjavík; Sigurður, f. 1.4. 1948, vélvirki, kvæntur Jónínu Pálsdóttur. Faðir Sigvalda var Pétur Sigurðsson, f. 15.7.1920, d. 6.10. 1972, vélstjóri. Móðir hans er Ásta Sigvaldadótt- ir, f. 8.3. 1924, húsmóðir í Reykjavík. Sigvaldi verður ásamt fjölskyldu sinni í felum á af- mælisdaginn. Álfþór B. Jóhannsson fyrrv. bæjarritari á Seltjamarnesi verður 70 ára á sunnudaginn Alíþór Brynjarr Jóhannsson, fyrrv. bæjarritari á Seltjarnarnesi, Látraströnd 2, Seltjarnarnesi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldr- um sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnamesið. Álfþór lauk stúdentsprófi frá VÍ 1953. Hann var full- trúi hjá Innflutningsskrifstofunni til 1960, aðalbókari Tóbakseinkasölu ríkisins 1960-61, fulltrúi hjá Ríkis- endurskoðun 1961-66, skrifstofustjóri hjá Fosskrafti við Búfellsvirkjun 1966-69, skrifstofustjóri Heildversl- unar Alberts Guðmundssonar 1969-73, aöalbókari Sel- tjarnarnesshrepps frá 1973 og hefur verið bæjarritari Seltjarnarnesshrepps frá 1976. Álfþór sat í stjórn Gróttu 1971-73 og 1978-82 og sat í stjórn UMSK 1980-82. Fjölsltylda Álfþór kvæntist 6.10. 1956 Björgu Bjarnadóttur, f. 7.7. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Bjarna Björnsson- ar, leikara og gamanvísnasöngvara, og Torfhildar Dalhoff gullsmiðs. Börn Álfþórs og Bjargar eru Álfhildur, f. 8.6. 1956, BA og starfsmaður á nefndarsviði Alþingis, búsett í Reykjavík; Bjami Torfi, f. 8.5. 1960, kerfisfræðingur hjá Skýrr og bæjarfulltrúi, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Erlu Lárusdóttur leikskólakennara og eiga þau fjögur böm; Þóra Björg, f. 19.9. 1962, húsmóðir á Sel- tjarnarnesi, gift Kjartani Felixsyni húsasmíðameistara og eiga þau fimm börn; Bergur Brynj- ar, f. 20.7. 1964, út- flytjandi, búsettur í Vogum á Vatnsleysu- strönd, kvæntur Svanborgu Svavars- dóttur, þjónustufull- trúa hjá SPK, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Jóhann Frimann, f. 24.9. 1968, píanó- og sembalsmiður, búsettur á Sel- tjarnarnesi, og á hann þrjú börn. Systir Álfþórs er Brynhildur Hjördís, f. 26.8. 1926, ekkja eftir Albert Guðmundsson sendiherra og eiga þau þrjú börn. Önnur systir Álfþórs lést í barnæsku, Álfhildur Helena, tvíburasystir Brynhildar. Foreldrar Álfþórs voru Jóhann Fr. Guðmundsson, f. 14.1. 1899, d. 1966, framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði og síðar starfsmaður hjá Verðlagseftirlitinu í Reykjavik, og k.h., Þóra Aðal- björg Jónsdóttir, f. 23.8. 1895, d. 1966, húsmóðir. Álfþór og Björg taka á móti ættingjum og vinum í Golfskálanum í Suðurnesi, Seltjarnarnesi, laugardag- inn 11.1. kl. 17.00-20.00. Fjölskylda Kona Kolviðs er Margrét Hreinsdóttir, f. 11.3. 1954, skrifstofumaður. Foreldrar hennar: Hreinn Hauksson, framkvæmdastjóri frá Mosvöllum Önundarfirði, og Ragnheiður Þorbjarnardóttir, húsmóðir frá Kambsseli í Álftafirði. Þau búa í Kópavogi. Börn Kolviðs og Margrétar eru Helgi Kolviðsson, 13.9. 1971, knattspyrnumaður í Austurríki, en hans kona er Michaela Deni og barn þeirra er Anna Karen; Ragnheiöur Kolviðsdóttir skrifstofumaður, búsett í Hafnarfirði, en hennar maður er Halldór Helgi Back- man og börn Sylvía Líf og Margrét Eva; Hrönn Kol- viðsdóttir nemi, búsett í Svíþjóð, en hennar maður er Gustaf af Ugglas og börn Ludvig Emil og Victor Helgi. Systkini Kolviðs eru Jónína Helgadóttir, f. 19.5 1947, búsett í Keflavík, en maður hennar er Víkingur Sveinsson; Einar Helgason, f. 14.6. 1949, búsettur i Kópavogi, en hans kona er Inga Guðmundsdóttir. Foreldrar Kolviðs eru Helgi Óskar Einarsson frá Ur- riðafossi í Flóa, bifreiðastjóri, og Rósa Sveinbjarnar- dóttir frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi, matráðskona. Þau búa í Reykjavík. Kolviður tekur á móti gestum í Félagsheimili Kópa- vogs Fannborg í kvöld, laugardaginn 11.1. 2003, kl. 20.00. Höfuðstafir nr. 61_____ Þann 10. desember sl. var haldið hagyrðingamót á Selfossi. Þar áttust við tvö lið, annars vegar alþingis- menn og hins vegar svokallað landslið. Hér verða tínd- ar til helstu perlur kvöldsins. í liði þingmanna var Jón Kristjánsson sem kynnti sig þannig: Ég er drengur aó noröan, hef dvaliö á Austurlandi, hjá Davíö ég nú viö Lœkjartorgið sit. Heilbrigöiskerfinu aö stjórna víst er vandi og vera aöfjalla um krampa og þursabit. í liði alþingismanna var líka Halldór Blöndal. Hann gerði að umtalsefni þá nýafstaðna skoðanakönnun sem leitt hafði í ljós að Guðni Ágústsson væri langvin- sælasti ráðherrann: Dómgreind svíkur margan mann, ég marka af Guðna lœrdóm þann. Veslings þjóó sem velur hann vinsœlasta ráöherrann. Hákon Aðalsteinsson, sem var í landsliðinu, orti líka um Guðna. Þá var til umræðu umsókn Húsvík- inga um leyfi fyrir krókódílarækt: Húsvíkingar sitja nú í sárum, sviptir eru góöri tekjuvon. Grætur köldum krókódílatárum kvikindiö hann Guöni Ágústsson. Og enn var ort um Guðna. Að þessu sinni var það séra Hjálmar Jónsson, sem var í landsliðinu: Orstír hans aldreigi deyr, ekki er hann veikur sem reyr. Þótt elski hann kýr og alls konar dýr þá elskar hann Margréti meir. Steingrímur Sigfússon var í liði þingmanna. Hann orti til gestgjafanna á Suðurlandinu: í Þistilfiröi erfegurö slíka að finna, aö Drottinn sjálfur hrœrist, en í Flóanum er fallegt líka og flatneskjan sem slík, hún lœrist. Einn af landsliðsmönnum var Flosi Ólafs- son. Hann hafði þetta að segja um námsfer- il sinn: Las ég mér til menntunar margan doörant vœnan. En lœrdómsríkust lesning var Litla, gula hœnan. Og svo að öðru. Fyrir jólin birti ég vísu þar sem vísað var í netfangið gud@himnum.com. Þessi kveðskapur mæltist vel fyrir meðal lesenda. Frá Helga Haraldssyni í Noregi hefur nú borist önnur visa sem sýnir aðra hlið á málinu: Þá hátíö er liöin heims um ból og hljóðnaö er skraf í Paradís, trúi ég sumir sœki í skjól hjá satan@viti.is Umsjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.