Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 12
21 12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Gunnar Páll hefurforustu — ívíðavangshlaupum FRÍívetur Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, hefur hlolið flest stig í stigakeppninni i viöavangshlaupum FRÍ, sem staðið hafa yfir i vetur. Alls hafa átta hlaup veriö Stig Hlaup 112 8 84 6 81 6 73 7 71 7 58 6 75 5 63 5 58 5 42 3 41 3 Sl. haust var gefin út mótaskrá fyrir víöavangs- hlaup vetrarins og hafa öll hlaupin sem á henni hafa verið farið fram á tilsettum tima nema Kambaboð- hlaupið sem féll niður vegna ófærðar. Ætlunin er að halda það um næstu helgi ef færð og veður leyfir en' ef ekki mun fara fram ca 15 km götuhlaup i Brcið- holti undir stjórn Guðmundar Þórarinssonar. Þau hlaup sem eftir eru á vetrardagskránr.i eru þessi: 21. marz Viðavangshlaup íslands, Selfossi 4. april Viðavangshlaup KA, Akureyri 11. april Álafosshlaup Umf. Aftureldingar, Mosfellssveit 23. april Viðavangshlaup ÍR, Reykjavík 26. april Drengjahlaup Ármanns, Reykjavík l.mai Eyrarbakkahlaup, Eyrarbakka Nú í sumar verður i fyrsta sinn keppt i 25 km hlaupi og maraþonhlaupi á meistaramóti íslands. Ákveðið er að 25 km hlaupið fari fram i Keflavík 16. mai kl. 14 og verður hlaupinn hringur um Rosm- hvalanes um Garð og Sandgerði. Hið forna Álafosshlaup sem endurvakið var í sumar verður haldið sunnudaginn 5. júlí kl. 10. Hlaupið verður sem leið iiggur frá Álafossi til Reykjavikur og endað á Laugardalsvelli. Maraþonhlaupið veröur haldið sunnudaginn 19. september annaöhvort á Selfossi eða í Reykjavík. háð. Staðan er nú þannig: Karlar 1. GunnarP. Jóakimsson, ÍR 2. MikoHáme, ÍR 3. Ágúst Ásgeirsson, ÍR 4. Óskar Guðmundsson, FH 5. Magnús Haraldsson, FH Drongir 1. Einar Sigurðsson, UBK Konur 1. Guðrún Karlsdóttir, UBK 2. Linda B. Loftsdóttir, FH 3. Linda B. Ólafsdóttir, FH 4. Thelma Björnsdóttir, Á 5. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK Landsleikiríblaki — við Færeyinga um helgina Um helgina leika íslcndingar landsleiki við Færey- inga. Það eru kvennalið og unglingaliö (drengir 17— 19 ára) þjóðanna sem eigast við. Þetta eru 5. og 6. kvennalandsleikur íslands, en í fyrsta sinn sem ungl- ingalið fær að spreyta sig. Flogið var lil F'æreyja í gær, leikiö i Vogi i dag og Þórshöfn á morgun. Liðin eru þannig skipuð: Kvennalið: Nr. 3 Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, UBK 4 Birna Kristjánsdóttir, ÍS 6 Guðrún Guðmundsdóttir, UBK 7 Þóra Andrésdóttir, ÍS 8 Jóhanna Guöjónsdóttir, Víking 9 Málfriður Pálsdóttir, ÍS 11 Hulda Laxdal, Þrótti 12 Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK Unglingalið Nr. 1 Magnús K. Magnússon, HK 2 Jón Rafn Pétursson, ÍMA 3 Kristján Sigurðsson, ÍMA 5 Þorvarður Sigfússon, ÍMA 6 Karl Valtýsson, ÍMA 7 Jón Árnason, Þrótti 9 Haukur Magnússon, Þrótti 10 Ástvaldur Arthursson, HK Þjálfarar eru þeir félagar Leifur Harðarson og GuðmundurE. Pálsson, Þrótti. íslendingar og Færeyingar hafa leikið 4 A-lands- leiki kvenna og íslenzku stúlkurnar hafa sigrað örugglega 3-0 I öllum leikjunum. í íslenzka liðið vantar nú nokkrar af máttarstólpum fyrri leikja og Færeyingar hafa verið i stöðugri sókn, þannig að bú- ast má við jöfnum og spennandi kvennaleikjum. Mun fleiri félög í Færeyjum en á íslandi hafa yngri flokka, þannig að hætt er við að færeysku unglingarnir verði þeim íslenzku skeinuhættir, þótt íslenzka karlalandsliðið hafi sigrað Færeyinga með nokkrum yfirburðum, þegar þjóðirnar mættust fyrir 2 árum. við stórkostlegum leik Vals — Hlíðarendaliðið vann annað árið í röð með 90-84 sigri yf ir íslandsmeisturunum í bezta leik vetrarins Valsmenn urðu i gærkvöld bikar- meistarar annað árið i röð er þeir unnu Njarðvíkinga, 90-84, i stórskemmti- legum úrslitaleik í Laugardalshöllinni að viðstöddum 7—800 áhorfendum, sem lögðu þangað leið sina þrátt fyrir vonzkuveður. Þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum því körfuknatt- ieikurinn sem boðið var upp á var sá bezti í vetur. Pétur Guðmundsson lék lykilhlutverk í Valsliöinu og allt spil Norðmaður til Forest Nottingham Forest keypti í gær norska varnarmanninn Jan-Einar Aaas frá Bayern Miinchen fyrir 700 þúsund mörk. Aas er 25 ára og getur byrjað að leika með Forest eftir þrjár vikur. Hann byrjaði að leika með Bayern Munchen fyrir 14 mánuðum og kostaði þýzka liðið 400 þúsund mörk. Honum tókst ekki að vinna sér fast sæti í liði Bayern og um tíma var útlit fyrir að hann gerðist leikmaður hjá Arsenal. Lundúnafélagið hætti þó við kaupin. byggðist upp í kringum hann. Áttu Njarðvikingar ekkert svar við honum eins og Danny Shouse sagði eftir leik- inn: „Peter killed us”. Án þess þó að hafa neitt af neinum leikmanna Vals er það Ríkharður Hrafnkelsson, sem Valsmenn geta þakkað sigurinn. Þegar svo virtist sem Njarðvíkingar ætluðu íþróttir HALLUR SÍMONARSON, „Við erum með betri heild" — sagði Torfi Magnússon fyrirliði Vals „Við vorum með miklu betri heild og það gerði að mínu mati útslagið I þessum leik,” sagði fyrirliði Vals- ^manna, Torfi Magnússon, kampakátur eftir sigurinn í gærkvöld. „Það er staðreynd að við erum með betra lið núna eins og er en sigur þeirra í íslandsmótinu var sanngjarnt aftur á móti. Þessi sigur sýndi okkur það svart á hvitu að við stöndum þeim ekkert að baki. Þeir byggja allt of mikið upp á Danny Shouse á sama tima og við höfum 5 menn inn á, sem allir geta skotið og skorað. Þetta gerði gæfumuninn,” sagði Torfi. -SSv. að þoka sér fram úr Valsmönnum var það Ríkharður sem dreif liðið áfram og hitti stórkostlega. Skoraði ein 14 stig á örskömmum tima eftir að hafa aðeins skorað 2 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Þegar rúmar 6 minútur voru til leiks- loka höfðu Valsmenn 11 stiga forystu, 71-60, en þá tóku Njarðvíkingar að „pressa” þá og við það kom upp nokk- urt fát i Valsliðinu, sem gengiö hafði eins og vel smurð vél fram að því. Njarðvikingum tókst þó ekki að ná yfirhöndinni og sigur Vals var þvi i höfn. Valsmenn sterkir Það fór vel á því að þessi lið skyldu leika til úrslita því þau hafa verið í nokkrum sérflokki í úrvalsdeildinni í vetur. Fram að leiknum í gær voru þau jöfn, þ.e. hvort um sig hafði unnið tvo Fylkirsló ÍR-inga út Fylkir sló ÍR út i bikarkeppni HSÍ fyrr í vikunni, 24—19, eftir 11—11 í hálfleik. í síðari hálfleiknum náði Ár- bæjarliðið, sem féll niður i 2. deild nýlega, sér vel á strik. ÍR-ingar hins vegar slakir. Tveir leikir hafa farið fram í meist- araflokki kvenna i bikarkeppninni að undanförnu. ÍR sigraði ÍA 21—12 og Fram vann Fylki einnig 21—12. Hinn öruggi sigur ÍR-stúlknanna, sem leika í 2. deild og hafa þar yfirburðastöðu gegn ÍA, sem leikur i 1. deild, kom nokkuð á óvart. Þar er efnilegt lið á ferð. Sex unglingar á HM í badminton í Helsinki — Mótið hefst í dag með landsleikjum Sex íslenzkir unglingar héldu i gær til keppni í Norðurlandameistaramóti unglinga i badminton sem háð verður i Helsinki dagana 5.-8. marz. Þeir eru Inga Kjartansdóttir, TBR, Laufey Sigurðardóttir, ÍA, Þórdís Eðvald, TBR, Gunnar Björnsson, TBR, Þor- geir Jóhannsson, TBR og Þorsteinn Páll Hængsson, TBR. Fararstjóri er Hængur Þorsteinsson. í dag verður byrjað á að spila lands- leiki milli allra 5 Norðurlandanna. Hver landsleikur verður 5 leikir; 2 einliðaleikir telpna og drengja, 2 tvíliðaleikir telpna og drengja og einn tvenndarleikur. Fyrst leikur ísland við Noreg, síðan ísland — Finnland, ísland — Danmörk og ísland Svíþjóð. Er þetta í 1. sinn, sem mótið hefst á landsleikjum milli allra þjóðanna. Þetta verður erfiður dagur fyrir unglingana okkar, en þeir eru, að Þorgeir undanskildum, allir að 7. marz hefst svo einstaklings- keppnin. Allir keppendumir sem íslendingar mæta eru mjög sterkir. Laufey keppir við danska stúlku, Lisbeth Lauritsen, Þórdís keppir við finnska, Sara Ussher og Inga keppir við sænska, Christina Magnusson. Þorgeir keppir viðFinnann Pekka Sarasjárvi, Þorsteinn Páll við sænskan, Ola Lang- marker (4. sterkasta) og Gunnar við sænskan, Ulf Persson. Þetta eru fyrstu umferðir í einliðaleik. sigra í úrvalsdeildinni. Fyrst i leiknum virtist svo sem um jafna viðureign yrði að ræða en síðan tóku Valsmenn öll völd. Varnarleikur liðsins var ótrúlega sterkur framan af og það segir sina sögu að Njarðvík skoraði aðeins 33 stig í fyrri háífleiknum. Brad Miley kom geysilega vel út á móti Danny Shouse án þess að brjóta á honum og blökku- maðurinn, sem venjulega hefur fundið leið út úr öllum ógöngum, stóð ráð- þrota í gær. Hann skoraði aðeins 10 stig í fyrri hálfleiknum.en Valsliðið safnaði þá á sig villum og það ótæpi- lega. Var svo komið í byrjun síðari hálfleiks að bæði Kristján og Torfi voru komnir í villuvandræði. Það virt- ist þó ekki há þeim verulega, en fyrir vikið drógu þeir aðeins úr hörkunni í vörninni og slepptu Shouse meira laus- um. Hann kunni vel að meta frelsið og skoraði 33 stig í siðari hálfleiknum. Hitti hreint ótrúlega lokakafla leiksins. Það varð fljótlega ljóst hvert stefndi. Valsmenn komust í 18-9 eftir 7 mínútna leik og mesti munur varð 33-21 í fyrri hálfieiknum. Skömmu síðar tóku Njarðvíkingar að leika maður á mann og það gaf mun betri raun en svæðis- vörnin framan af. Þeim tókst að minnka muninn í 8 stig fyrir hlé og staðan var því 33-41 Val í vil er flautað var til hálfleiks. Þáttur Ríkharðs Njarðvíkingarnir komu geysilega ákveðnir til leiks eftir leikhléð og áður en varði var staðan orðin 43-41 Val i hag. Það var þá sem þáttur Rikharðs hófst. Valur komst i 51-43, en Njarð- víkingar svöruðu með 6 stigum í röð og aftur munaði aðeins tveimur stigum. Munurinn komst síðan í eitt stig, 55-54, eftir 9 mínútur og allt virtist geta gerzt. En Valsmenn settu einfaldlega í næsta gir og ruku fram úr á ný. Það var svo ekki fyrr en rétt í lokin að einhver spenna komst í leikinn á ný. Staðan var 82-78 er 106 sek. voru eftir, en með yfirveguðum leik tókst Valsmönnum að halda fengnum hlut og reyndar gott betur. Juku muninn og sigruðu 90-84. Frábær samvinna Það sem var mest áberandi við frammistöðu Valsmanna í gær var hin frábæra samvinna Péturs Guðmunds- sonar og Brad Miley. Þeir eru greini- lega báðir þrælvanir kerfisbolta og skilningurinn á milli þeirra er geysilega góður. Hvað eftir annað mataði Pétur Brad með snilldarsendingum á milli þess sem hann sendi ævintýralegar sendingar til annarra samherja sinna. Tvímælalaust bezti sóknarleikur hans síðan hann kom heim í vetur. Þá var hann klettur í vörninni og hirti flest frá- köst allra í leiknum. Brad Miley lét ekki eins mikið að sér kveða í sókninni og oft áður enda er hann fyrst og fremst varnarmaður og það kom ber- lega í ljós í gærkvöld. Varnarleikur hans hreint út sagt frábær og blokker- ingar hans margar hverjar snilldarlega framkvæmdar. Þáttar Ríkharðs hefur áður verið getið en ekki má gleyma fyrirliðanum Torfa Magnússyni og Kristjáni Ágústssyni, sem reyndar átti í villuvandræðum frá fyrstu mínútun- um. Torfi var afar grimmur, bæði í vörn og sókn, og Kristján sterkur þótt hann léki ekki nema hálfan leikinn. Þeir Jóhannes Magnússon og Jón Steingrímsson skiptu hinum hálfleikn- um með sér á móti honum en Jón náði sér ekkiástrik. Danny Shouse, Jónas Jóhannesson og Gunnar Þorvarðarson voru nokkuð sér á báti í Njarðvíkurliðinu. Danny sá algerlega um sóknarleikinn í gærkvöld og aðrir virtust hreinlega ekki hafa kjark 1 sér til að skjóta oft á tíðum. Þrátt fyrir að meiðslin háðu honum áberandi var Jónas geysilega sterkur í vörninni. Gunnar var að vanda sá sem aldrei brást og keppnisskapið er svo sannarlega í lagi á þeim bæ. Aðrir liðs- menn Njarðvíkur náðu sér ekki al- mennilega á strik og munar um minna þegar menn á borð við Guðstein Ingi- marsson eiga í hlut. Árni Lárusson sýndi reyndar góð tilþrif en var ekki ýkja mikið inn á. Þrátt fyrir að Njarð- víkingarnir töpuðu leiknum geta þeir í raun vel við unað því íslandsbikarinn langþráða hafa þeir allténd í höndun- um. Stigin. Valur: Pétur Guðmundsson 20, Torfi Magnússon 19, Ríkharður Hrafnkelsson 18, Kristján Ágústsson 14, Brad Miley 13, Jón Steingrímsson 4, Jóhannes Magnússon 2. Njarðvík: Danny Shouse 43, Árni Lárusson 12, Gunnar Þorvarðarson 11, Þorsteinn Bjarnason 7, Jónas Jóhannesson 5, Guðsteinn Ingimarsson 4, Jón Viðar Matthíasson 2. Dómarar í gær voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Jón Otti Ólafs- son og sluppu sæmilega frá erfiðum leik. Ósamræmi var einna helzti löstur- inn á þeim en það kom nokkuð oft fyrir að dómar á sams konar brot stöng- uðust á. - SSv. Njarðvíkingar áttu ekkert svar Skíðamóti framhaldsskólanna var haldið við skiðaskálann i Hveradölum i gær. Mótið átti að fara fram á öskudag, en var frestað vegna veðurs. Þá voru mættar 18 sveitir i svigið og 6 sveitir í gönguna, en í gær mættu til leiks 11 sveitir i svigið og 3 sveitir í göngu. Finnbogi Baldvinsson frá Akureyri kom nú tvíefldur til leiks, bæði með sveit í svigið og gönguna. Sjálfur átti hann mestan þátt í sigri svigsveit- arinnar, þar eð hann náði þar lang- beztum tíma. í göngusveit þeirra norðanmanna voru þrír Ólafsfirðingar sem munu vera í unglingalandsliðinu, enda sigruðu þeir méð miklum yfir- burðum. í hverri sigsveit voru 5 keppendur, en 4 beztu tímar reiknaðir sveitinni. í hverri göngusveit voru 3 keppendur. Menntaskólinn við Sund hafði unnið svigbikarinn tvö síðastliðin ár en missti hann nú til Akureyrar. Haraldur Pálsson lagði að vanda svigbrautina (35 hlið). Magnús Jónas- son, lyftuvörður, lagði göngubrautina. Mótstjóri var Matthías Sveinsson, for- Pietro Mennea hættur keppni Pietro Mennea, Ítalíu, einn mesti spretthlaupari heims siðasta áratuginn, tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur keppni. Mennea er 28 ára, Torino-búi. Hámark ferils hans var sigurinn i 200 m hlaupinu á ólympíuleikunum i Moskvu i fyrra- surnar. Hann á heimsmetið í 200 m — 19.72 sek. Sett í Mexíkó-borg 1979. Islandsmót Badmintonfólkið, sem keppir á Norðurlandamóti unglinga. Frá vinstri Hængur Þorsteinsson, fararstjóri, Gunnar, Þorstcinn Páll, Þorgeir, Inga og Þórdis. Á myndina vantar Laufeyju, Akranesi. Bikarmeistarar Vals eftir leikinn i gærkvöld. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Jóhannesson, Torft Magnússon, Pétur Guðmundsson, (Kristján Ágústss., Jóhannes Magnússon, Brad Miley, Hilmar Hafsteinsson. Fremri röð frá vinstri: Guðbrandur Lárusson, Rfkharður Hrafnkelsson, Sigurður Hjörletfsson, Jón Steingrfmsson og Bjartmar Bjarnason. DB-mynd S. MA ijudo Fyrri hluti íslandsmeistaramótsins i júdd 1981 fer fram nk. sunnudag, 8. marz. Keppnin verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14.00. Á sunnudaginn verður keppt í öllum þyngdarflokkum karla, sjö að tölu, samkvæmt alþjóðlegri tilhögun. Keppt er um verðlaunabikar f hverjum þyngd- arflokki. Seinni hluti íslandsmótsins verður svo viku siðar 15. marz, og verður þá keppt í opnum flokki, flokkum kvenna og flokkum unglinga. Nokkrar breytingar voru gerðar á keppnisreglum alþjóða-júdósam- bandsins á siðasta ári og hafa nýju reglurnar verið þýddar á fslenzku. Skíðamót framhaldsskólanna: á Akureyri sigraði maður Skíðafélags Reykjavíkur. Sú sem mestan veg og vanda hefur haft af þessum skólamótum frá byrjun er hin mikla skíðaáhugakona frú Ellen Sig- hvatsson. Þá skal þess getið að lokum að nú var brugðið frá þeirri venju að keppendur fengju ókeypis í lyftu, meðan keppni færi fram. Munu flestir hafa undrazt „gestrisni” Reykjavíkur- borgar. Svig Menntask. Akureyri Finnbogi Baldvinsson Þorsteinn Guðbrandsson Steingrímur Birgirson Ásta Ásmundsdóttir Menntask. v/Sund Trausti Sigurðsson Halldór Ingólfsson Erling Ingvason Arnar Þórisson sek. 27.6 29.7 30,0 31,0 118,3 sek. 29,2 29,6 30.1 30.2 119,1 Fjölbr.sk. Breiðholti Hjörtur Hjartarson Tryggvi Þorsteinsson Kristján Jóhannsson Kári Elísson sek. I 29,8 30,2 30,5 31,0 121,5 I 4. Iðnskólinn i Rvk. Ríkharð Sigurðsson Hafiiði Bárður Harðarson Ægir Jónsson Þórður Bjarnason sek. 29.2 30.3 30,9 31,8 122,2 Fyrsti sovézki sigurinn íbruni heimsbikarsins Keppni heimsbikarsins í alpagreinum hófst á ný i Aspen i Bandaríkjunum í gær. Keppt var i bruni og þar sigraði Valeri Tsyganov, Sovétríkjunum. í fyrsta skipti sem sovézkur brunmaður sigrar i bruni heimsbikarsins. Tsyganov er 24ra ára og kom sigur hans mjög á óvart. í keppninni náði hann sjö sekúndna betri tima en i æfingakeppnínni degin- um áður. Tími hans var 1:52.95 mín. en annar varð Harti Weirather, Austurríki, á 1:53.11 mín. Hann bætti við sig fimm stigum í stigakeppninni og náði þar með Kanadamanninum Podgorski að stigum. Báðir hafa 110 stig. Sá kana- díski varð í tíunda sæti í gær. Evrópu- menn hafa alltaf sigrað í brunkeppni heimsbikarsins samanlagt og ein brunkeppniereftir. Áður en leikurinn gat hafizt í gærkvöld kom í Ijós að önnur karfan var brotin. Þessi mynd sýnir hvar Hallarstarfsmenn vinna að þvi að koma upp nýjum körfuhring. -DB-mynd S. Stjörnuhlaup íHafnarfirði Þriðja Stjörnuhlaup FH fór fram laugardaginn 21. febrúar og voru hlaupnir 8 km i karlaflokki og 2,2 km í kvennaflokki. Úrslit urðu sem hér segir: Karlar mín. 1. MikoHáme, ÍR 28:29 2. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 29:56 3. Magnús Haraldsson FH 30:56 4. Guðmundur Gislason Á 31:19 5. Gunnar Birgisson ÍR 31:33 6. Sigurður Haraldsson FH 33:35 7. Jóhann Garðarsson Á 35:29 Konur min. 1. Guðrún Karlsdóttir UBK 8:48 2. Hrönn Guðmundsdóttir UBK 8:53 3. Herdís Karlsdóttir, UBK 10:02 4. Linda B. Ólafsdóttir FH 10:23 Svigsveit Akureyrar. Frá vinstri Hrefna, Steingrfmur, Finnbogi, Þorsteinn og Ásta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.